Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 63
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Seinni nemendatónleikar
Tónskóla þjóðkirkjunnar verða haldnir
í Grensáskirkju í hádeginu. Fram koma
nemendur í orgelleik og söng.
12.00 Englakórinn, sem er skip-
aður um 70 3ja til 5 ára börnum,
heldur uppskerahátíð í Hásölum
Hafnarfjarðarkirkju. Þetta er í fyrsta
sinn sem kórinn heldur tónleika, en
hann var stofnaður af Natalíu Chow
Hewlett haustið 2003.
16.00 Jóna Fanney Svavarsdóttir
sópran, Erlendur Elvarsson tenór og
Richard Simm píanóleikari flytja blöndu
af íslenskri og erlendri tónlist frá ýmsum
tímum í Salnum, Kópavogi.
16.00 Kór félags eldri borgara á
Akureyri syngur í Aratungu ásamt
tveimur öðrum kórum. Það eru Glæð-
urnar, kvennakór úr Bústaðasókn í
Reykjavík og Litli sönghópurinn, bland-
aður kór eldri borgara í Hveragerði.
17.00 Kvennakórinn Seljur og
kvennakór Siglufjarðar halda tón-
leika í félagsheimilinu Vinaminni á
Akranesi. Kórstjóri Selja er Vilberg
Viggóson og Júlíana Rún Indriðadóttir
leikur undir á píanó. Renata Iván er
bæði kórstjóri og undirleikari fyrir
kvennakór Siglufjarðar.
20.00 Kór félags eldri borgara á
Akureyri syngur í félagsheimilinu á
Flúðum. Stjórnandi og undirleikari er
Guðjón Pálsson.
21.30 Kvartett kontrabassaleikarans
Tómasar R. Einarssonar leikur á Kaffi
List. Með Tómasi leika þeir Matthías
Hemstock, Óskar Guðjónsson og Agnar
Már Magnússon.
22.00 Bandaríska pönksveitin Trag-
edy spilar á Grand Rokk ásamt hljóm-
sveitunum Hryðjuverk, Forgarður hel-
vítis og fleirum.
22.00 Kristján Kristjánsson (KK)
og Bill Bourne verða með tónleika á
Café Rosenberg, Lækjargötu 2.
■ ■ LEIKLIST
14.00 og 16.00 Leikfélag Akur-
eyrar sýnir Búkollu í Samkomuhúsinu á
Akureyri í nýrri íslenskri leikgerð eftir
Hildigunni Þráinsdóttur.
19.30 Le Sing - syngjandi þjónar á
Broadway.
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Sýning á leirmunum Ólafar
Erlu Bjarnadóttur verður opnuð í Hafn-
arborg í Hafnarfirði.
15.00 Arngunnur Ýr opnar sýningu
á málverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ás-
hildur Haraldsdóttir flautuleikari og
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari
flytja tónlist á opnuninni.
15.00 Gabríela Friðriksdóttir opn-
ar sýninguna Kaþarsis í i8. Þetta er fyrsta
sýning Gabríelu í i8. Á sýningunni sem
er hluti af Listahátið í Reykjavík 2004
verða myndbönd, málverk, skúlptúrar og
teikningar. Gabríela verður fulltrúi Ís-
lands á Feneyjartvíæringnum 2005.
16.00 Myndlistakonan Gígja
Thoroddsen heldur sýningu á verkum sín-
um í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7 Reykja-
vík undir merkjum Geðveikrar - listar.
17.00 Myndlistarmaðurinn David
Askevold opnar sýningu í Kling og Bang
gallerí. Hann er einn af frumherjum
konseptlistar í Bandaríkjunum og víðar.
Sýning hans hér ber heitið Two Hanks.
Halldóra Emilsdóttir opnar mynd-
listasýningu í kaffistofu og anddyri Hafn-
arborgar.
■ ■ SKEMMTANIR
Spilafíklarnir á Rauða ljóninu.
21.00 Electric Massive kvöld á
Kapítal með Exos, Bjössa Brunahana,
Dj Grétari og Dj Danna.
22.00 Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar leikur fyrir dansi á sannkölluðu
Eurovisionballi í danshúsinu Ásgarði í
Glæsibæ.
23.00 Sannkölluð Eurovision-
stemning verður á NASA í kvöld. Páll
Óskar spilar og fram koma Helga Möll-
er, Stebbi og Eyfi, Birgitta Haukdal,
Selma Björns, Sigga, Grétar og Sissa.
23.00 Dansleikur með Stuðbanda-
laginu á Broadway. Frítt inn.
Dj Kárí á Vegamótum.
Hústónlistarkvöld hefja göngu sína á
skemmtistaðnum Kapítal með snúðun-
um Dodda og Ingva sem leiða hesta
sína saman undir formerkjum “Soul
Central”.
■ ■ ÚTIVIST
09.30 Hin árlega póstganga Ís-
landspósts verður farin frá Gjábakka,
þvert yfir Þingvallahraun um Skógarkots-
veg að Stekkjargjá og mun gangan taka
um 2-3 klst. Leiðsögumaður í ferðinni er
Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslustjóri á
Þingvöllum. Sérstimpluð póstkort, bolir
og grillveisla er í boði fyrir alla þá sem
mæta. Rútuferðir til og frá áfangastað
eru einnig í boði Íslandspósts.
■ ■ FUNDIR
14.00 Félag ábyrgra feðra gengst
fyrir málþingi í Félagsmiðstöðinni Ár-
skógum 4 um feður og börn á nýrri
öld. Frummælendur eru Ingólfur V.
Gíslason félagsfræðingur, Marteinn St.
Jónsson sálfræðingur, Dögg Pálsdóttir
hrl. og Garðar Baldvinsson formaður
Félags ábyrgra feðra.
■ ■ SAMKOMUR
10.00 Hinn árlegi mótorhjóladag-
ur Frumherja hf. og Bifhjólaklúbbsins
Arna í Njarðvík verður haldinn hjá Frum-
herja hf. Allir velkomnir
■ ■ SÝNINGAR
13.30 Útskriftarsýning nemenda í
fata- og textílhönnun við Listaháskóla
Íslands verður í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu.
LAUGARDAGUR 15. maí 2004
CostadelSo
l
Sóla
rlottó
Komd
u út í Plús!
• Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur
þátt í lottóinu um hvar þú gistir.
• Viku fyrir brottför staðfestum
við gististaðinn.
Sama sólin, sama fríið
en á verði fyrir þig.
*Innifalið er flug, gisting í 7 nætur,
ferðir til og frá flugvelli erlendis,
flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð.
Enginn barnaafsláttur.
Spilaðu með!
Krít - 7., 14., 21. og 28. júní
Benidorm - 26. maí, 16., 23. og 30. júní
Costa del Sol – 1. og 15. júní
Portúgal – 1., 15. og 22. júní
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
12 13 14 15 16 17 18
Laugardagur
MAÍ
62-63 (50-51) Slanga 14.5.2004 19:40 Page 3