Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 69
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 57
Fimm Scorsese-
myndir á DVD
KVIKMYNDIR Fimm kvikmyndir
eftir leikstjórann Martin Scorsese
verða gefnar út í DVD-safnboxi í
ágúst. Um er að ræða myndirnar
Mean Streets, Goodfellas, After
Hours, Alice Doesn’t Live Here
Anymore og fyrsta mynd leik-
stjórans, Who’s That Knocking at
My Door, frá árinu 1969.
Tveggja diska útgáfa af
Goodfellas verður meðal annars
gefin út. Þar verður að finna
heimildarmynd sem kallast The
Goodfellas Legacy þar sem þekkt-
ir leikstjórar ræða um þau áhrif
sem myndin hefur haft á feril
þeirra. Fjögur ár tók að endur-
vinna myndirnar fyrir DVD-
útgáfu enda flestar þeirra komn-
ar vel til ára sinna. ■
Ledger og Watts
hætt saman
KVIKMYNDIR Leikararparið Heath
Ledger og Naomi Watts eru hætt
saman. Parið hittist fyrst við
tökur á myndinni Ned Kelly árið
2002 og tókust þá með þeim
ástir. Í september á síðasta ári
hættu þau saman en byrjuðu
fljótlega aftur að hittast.
Talið er að Ledger, sem er tíu
árum yngri en hin 35 ára Watts,
hafi átt í erfiðleikum með að
binda sig. Ekki er langt síðan
hann sást opinberlega með
leikkonunni ungu Scarlett
Johansson auk þess sem hann
sást kyssa leikkonuna Winonu
Ryder á dögunum.
Bæði Ledger og Watts eru
önnum kafin um þessar mundir
og geta því sökkt sér í vinnu í
stað þess að láta ástarsorgina ná
tökum á sér. Watts leikur næst í
framhaldsmyndinni The Ring 2
og Ledger fer með hlutverk í
Brokeback Mountain sem Ang
Lee mun leikstýra. ■
Rokkmamman Courtney Lovelýsti formlega yfir sakleysi
sínu af ákærum um líkamsárás.
Maður sem var
gestur á tón-
leikum hennar
kærði hana fyrir
að kasta
míkrófónstandi í
höfuð sitt og
heimtar skaða-
bætur. Love
segist hafa rúmlega 500 vitni
sem hafi séð hvað gerðist í raun-
veruleikanum. Atvikið átti sér
stað nokkrum klukkustundum
eftir að Love kom fram í þætti
David Letterman og flassaði m.a.
brjóstum sínum í andlit þátta-
stjórnandans.
Whitney Houston stendur sigvíst svo vel í meðferð sinni
að henni er nú treyst til þess að
ferðast á milli staða án siðgæðis-
varðar. Aðdáendur
hennar höfðu
áhyggjur af því að
söngkonan tæki
meðferð sína ekki nógu
alvarlega þegar þær
fregnir bárust út að
hún hefði yfirgefið
meðferðarstofnunina
eftir aðeins fimm
daga veru.
Siðgæðisvörður hen-
nar segir Houston hafa staðið sig
sérstaklega vel.
Hópur foreldra íBandaríkjunum hefur lýst
yfir áhyggjum sínum á ætu
líkamskremi sem söngkonan
Jessica Simpson var að
setja á markaðinn.
Kremið er eitt af þret-
tán sem stúlkan segir
að séu hugsuð fyrir
elskendur. Foreldar
segja að stúlkan átti
sig greinilega ekkert á
því hversu ungir
aðdáendur hennar séu.
Þeir óttast að kremið
verði til þess að stúlkan sé óbeint
að hvetja börn til kynlífsathafna.
Hollywood-parið AshtonKutcher og Demi Moore eru
frekar smeyk eftir að tölvu vinar
þeirra var stolið. Á tölvunni voru
nefnilega myndir af þeim alls-
berum í fremur vafasömum
stellingum. Þau
óttast að myndirnar
komist fljótlega á
netið og valdi
svipuðu fjaðrafoki
og kynlífsmyndbönd
Pamelu Anderson
eða Paris Hilton.
Engin útskýring hefur borist af því
hvað í ósköpunum myndirnar voru
að gera á tölvu vinar þeirra.
Brad Pitt hefur aflýst fjölda við-tala sem áttu að kynna mynd
hans Troy vegna þess hversu mikið
blaðamenn voru byrjaðir að spyrja
um hjónaband hans og leikkonun-
nar Jennifer Aniston.
Hann segist ekki vilja
tala um einkalíf sitt of
mikið í fjölmiðlum og
síðustu vikur virðist
hjónaband hans frekar
komast í fyrirsag-
nirnar en myndin sem
hann er að kynna.
SCORSESE
Goodfellas eftir Martin Scorsese hefur haft
gífurleg áhrif á aðra kvikmyndagerðar-
menn.
NAOMI WATTS
Er hætt með Heath Ledger eftir tveggja
ára ástarsamband.
■ FRÉTTIR AF FÓLKI
68-69 (56-57) TV laug 14.5.2004 19:45 Page 3