Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 1
SJÁVARÚTVEGUR „Þegar ákveðið var að gefa sóknardagabátum færi á að skipta yfir í kvótakerfið var sérstaklega tekið fram að ekki yrði tekinn kvóti frá öðrum aðil- um í sjávarútvegi,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um leyfilegar veiðar á næsta fiskveiðiári, sem hefst þann 1. september. Landssam- band íslenskra útvegsmanna segir að um sjö prósenta skerð- ingu sé að ræða á kostnað afla- marksskipa. Arthur segir marga smábáta- eigendur nú bíða átekta eftir því hvort staðið verði við þau loforð sem gefin voru. „Það voru skýr lof- orð frá æðstu stöðum að kvóti smá- bátaeigenda yrði viðbót og ekki ætti að skerða heimildir annarra. Við erum enn óhressir með missi dagakerfisins en burtséð frá því verður fróðlegt að sjá hvort gefin loforð verða látin standa.“ Landssamband íslenskra út- vegsmanna reiknar út að skerðing aflamarksskipanna nemi 11 þús- und tonnum vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar hafa verið smábátaeigendum. Sú skerðing nemi alls sjö prósentum að teknu tilliti til minni heildar- afla á komandi fiskveiðiári. Heild- arþorskaflinn verður 205 þúsund tonn, sem er fjögur þúsund tonn- um minna en á núverandi fisk- veiðiári. Friðrik J. Arngrímsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir lítið nýtt í reglugerð sjávarútvegsráðuneyt- isins. „Flestar stærðir sem þarna koma fram voru þekktar og fátt nýtt í þessu sem við hér höfðum ekki gert okkur grein fyrir.“ Hjá Fiskistofu verður brátt lokið við að reikna úthlutun á hvern flokk skipa. Samkvæmt reglugerðinni verður einnig rúm- lega þrjú þúsund þorskígildislest- um ráðstafað til þeirra byggðar- laga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar eða skerðingar fisk- veiðiheimilda undanfarin ár. albert@frettabladid.is ▲ SÍÐA 22 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR ALDREI Í NÝLISTASAFNINU Fyrsta sýningin í Nýlistasafninu eftir flutn- ing þess á Laugaveg 26 er opnuð í dag. Um er að ræða samsýningu sex lista- manna sem nefnist Aldrei - Nie - Never. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST BJARTVIÐRI Hætt við þoku við ströndina. Hiti víða á bilinu 15-23 stig en mun svalara í þokunni. Sjá síðu 6 14. ágúst 2004 – 219. tölublað – 4. árgangur Sævar Karl Ólason: Fær Sumaróperuna í heimsókn SPARNAÐUR SKILAR SÉR Stjórnar- formaður Landspítalans lýsir ánægju með afkomu spítalans það sem af er árinu. Út- gjöld eru rúmar hundrað milljónir umfram heimildir en hann segir starfsemina hafa aukist þrátt fyrir fækkun stöðugilda og vakta. Sjá síðu 2 HITAMET Á VESTFJÖRÐUM Vestfirð- ingar höfðu ástæðu til að fagna í gær þegar veðrið lék við þá. Hitamet féllu víða á Vest- fjörðunum. Veðurhorfur eru ágætar þrátt fyrir að hitinn sé heldur í rénun. Sjá síðu 4 FLÚÐU ELDINN Hjón þurftu að forða sér út eftir að eldur í gasgrilli barst í íbúð þeirra. Varaslökkviliðsstjóri varar fólk við því að geyma grill uppi við hús sín vegna hættu sem kunni að stafa af þeim. Sjá síðu 6 SÆRÐUR OG VILL SEMJA Heldur rólegra var í Najaf í gær þegar stríðandi fylkingar reyndu að ná samkomulagi um frið. Bandaríkjamönnum og Írökum mistókst að handsama klerkinn Muqtada al-Sadr en hann særðist. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Fjöldi manns á Íslandi er ofsóttur. Ástæð- urnar geta verið mismunandi en niðurstað- an er ávallt sú að þolandinn líður vítiskvalir. Fyrir suma er það óbærilegt að búa hér á landi sökum ofsókna. Hættuíþróttir SÍÐA 28 ▲ Að lifa í ótta SÍÐUR 24 & 25 ▲ Að finna adrenalínið streyma um æðarnar er það sem knýr fólk áfram í hættuíþróttum. Hvort sem það er fallhlífarstökk, ísklifur, áhættuhjól- reiðar eða að sigla niður straumharða á kallar áhættan alltaf á meira. ● á afmælisdaginn ▲ SÍÐA 50 Eftir fimm ár: Hjólabrettamót ● á ingólfstorgi hringitóna ▲ SÍÐA 40 Landsbankadeild karla: Keflvíkingar upp í þriðja sæti ● þórarinn kristjánsson með þrennu gegn víkingi EYÐILEGGING Stærsti fellibylur sem riðið hefur yfir Kína í tæpan áratug eyðilagði meira en fjörutíu þúsund hús. Öflugasti fellibylur í áratug: Rúmlega hundrað látnir SJANGHAI, AP Á annað hundrað létust í öflugasta fellibyl sem riðið hefur yfir Kína í tæpan áratug. Fellibylur- inn olli mikilli eyðileggingu á bónda- bæjum, þorpum og bryggjum við sjávarsíðuna áður en hann breytti um stefnu á leið inn til landsins. Nærri tvö þúsund særðust af völdum stormsins, sem þess utan eyðilagði 42.000 hús. Þá urðu skemmdir á þúsundum húsa í viðbót. Nær hálfri milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín áður en stormurinn ríður yfir heima- héruð þeirra. ■ Súdönsk stjórnvöld: Sveitir gegn vígamönnum SÚDAN, AP Forseti Súdans hefur gefið ættbálkahöfðingjum í Dar- fur-héraði fyrirmæli um stofnun öryggissveita í héraðinu. Öryggis- sveitirnar eiga að afvopna arab- íska vígamenn sem sakaðir eru um dráp tuga þúsunda í héraðinu síðastliðið eitt og hálft ár. Súdönsk stjórnvöld hafa verið undir miklum þrýstingi að binda enda á skálmöld í héraðinu. Ein milljón manna hefur neyðst til þess að flýja heimili sín af völdum átaka við vígamennina og rúmar tvær milljónir þurfa nauðsynlega á mataraðstoð að halda. ■ Sigrún Ósk: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ók hringinn á einum tanki ● bílar Aftaka á Indlandi: Böðullinn á níræðisaldri KALKÚTTA, AP Í dag mun 84 ára gamall maður í Kalkútta framkvæma fyrstu aftökuna á Indlandi í 13 ár. Nata Mullick mun njóta aðstoðar sonar síns og sonarsonar við aftökuna en til stendur að hengja mann að nafni Dhananjay Chatterjee sem dæmdur var fyrir að nauðga og myrða 14 ára gamla stúlku fyrir þrettán árum. Chatterjee hefur statt og stöðugt haldið fram sakleysi sínu. Öldungurinn Mullick framkvæmdi síðustu aftökuna á Indlandi fyrir þrettán árum þegar tveir menn voru hengdir fyrir morð. ■ M YN D /A P BJÖRK Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Björk Guðmundsdóttir söng lag sitt, „Oceania“ á setningarathöfn Ólympíuleikanna í Aþenu í gærkvöld. Alls taka um tíu þúsund íþrótta- menn frá 202 þjóðum þátt í leikunum, sem eru hinir tuttugustu og áttundu í röðinni. Þrjátíu og tveir Íslendingar gengu inn á ólympíu- leikvanginn, íþróttamenn og fylgdarlið. Keppni hefst á morgun og lýkur leikunum 29. ágúst. Veiðiheimildir enn skertar Kvóti aflamarksskipa skerðist vegna innkomu smábáta í kerfið, þvert á það sem lofað var þegar ákveðið var að leggja dagabátakerfið niður. ÞORSKAR Á ÞURRU LANDI LÍÚ segir heimildir aflamarksskipa skerðast vegna innkomu smábáta, þrátt fyrir loforð háttsettra embættismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.