Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 28
Nú eru skólarnir að byrja og því um að gera fyrir námsmenn sem vilja fjárfesta í bíl að kíkja á úrvalið af notuðum bílum. Fyrsti bíll þarf ekki að vera glænýr - bara koma þér á milli staða. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 „Það væri fúll bílasali sem ætti ekki alltaf flottan bíl og alltaf sama bílinn,“ segir Guðfinnur Halldórs- son bílasölueigandi, sem hefur not- ið sín í botn í blíðunni undanfarið við að aka um á rauða blæjubílnum sínum af gerðinni Mercedes-Benz 500SL. „Það er aðeins ein bílateg- und í heiminum sem reglulega gaman er að keyra og það er Benz. Ég er búinn að eiga Benz síðan ég var sautján ára gamall og það á ekkert eftir að breytast. Ef efna- hagurinn versnar mun ég bara kaupa mér hann aðeins ódýrari,“ segir hann og hlær. „Ég er búinn að eiga þennan bíl í fjögur ár. Það er gjörsamlega klikkað að keyra um á honum í þessu frábæra veðri sem er búið að vera og það er ekki til betra land en Ísland í góðu veðri því við erum með svo hreint og gott loftslag. Fólkið er líka svo ham- ingjusamt, ánægt og þakklátt fyrir blíðuna, sem er alveg stórkost- legt,“ segir hann. Guðfinnur hefur alla tíð haft mikið dálæti á Benz og kann marg- ar góðar sögur því tengdar. „Fyrir um þrjátíu árum síðan seldi ég hjónum sinn fyrsta Benz. Þá segir konan mér að maðurinn hennar sé búinn að suða í sér að kaupa slíkan bíl en hún hafi alltaf verið treg til þess því hún hafi heyrt að það væri bölvað vesen með þá. En nú ætli hún að láta undan með því skilyrði að hún fái þvottavél í stað- inn. Þegar samningurinn er undir- ritaður vindur hún sér svo að mér og spyr hvaða vandamál séu eigin- lega með þessa bíla. Ég svaraði henni því að það væri aðeins eitt, sem reyndar væri svolítið dýrt vandamál, að þegar fólk væri einu sinni búið að eiga Benz, vildi það ekkert annað. Síðan þá hef ég selt þessum hjónum fimm Benza,“ segir hann. Þótt Guðfinnur sé á besta aldri eru engu að síður þrjátíu og fjögur ár síðan hann byrjaði að selja bíla. Honum líkar það vel og hefur ekk- ert hugsað sér að skipta um starf. „Fyrir um tuttugu árum síðan var ég með félaga mínum á bar hérna í borginni og sátum við hjá tveimur huggulegum ungum stúlkum og spjölluðum við þær. Það var verið að tala um það hvað menn væru að gera og svona og þegar ég segist vera Guðfinnur, eigandi bílasölu Guðfinns, segir önnur stúlkan: „Já, ég man svo vel eftir þeirri bílasölu því ég fór þangað svo oft þegar ég var lítil stelpa með pabba mínum.“ Þar með hvarf sénsinn í stúlkuna,“ segir Guðfinnur og hlær. halldora@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Guðfinnur bílasali: Á toppnum á topplausum „Það er aðeins ein bílategund í heiminum í dag sem virkilega gaman er að keyra og það er Mercedes-Benz,“ segir Guðfinnur. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR Nýr Corolla Verso: Fimm stjörnur í árekstrar- prófunum Nýr Corolla Verso hlaut fimm stjörnur í síðustu árekstrarprófum Euro Ncap og er því með hæstu einkunn í sínum flokki. Bíllinn er sér- lega öruggur í akstri og nýtir sér fjölmarga nýja eiginleika sem hjálpa til við að vernda ökumann og farþega. Hemla- kerfi Corolla er með því al- besta í sínum flokki og hefur bíllinn einstakt þol gegn árekstrum. Við öll sætin í bílnum eru þriggja punkta ELR bílbelti og ISOFIX barnabílstólafest- ingar í aftursætum. Í Corolla Verso eru níu loftpúðar til varnar öllum farþegum bíls- ins. Meðal annars er að finna sérstakan loftpúða undir stýrinu sem verndar hné ökumanns. ■ Nýr Corolla Verso hlaut nýlega fimm stjörnur í árekstrarprófum Euro Ncap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.