Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 50
38 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Chelsea (50 ár), Tottenham (44 ár) og Liverpool (15 ár) hafa öll þurft að bíða lengi eftir enska meistaratitilinum og nú eiga þau það sameiginlegt að hafa leitað út fyrir landsteinana og fengið til sín nýja erlenda þjálfara. Það eru miklar væntingar í kringum portúgalska þjálfarann Jose Mourinho hjá Chelsea enda velta menn því fyrir sér hvað hann geti gert með nóg af pening- um eftir að hafa unnið fimm stóra titla á tveimur árum með lítil fjár- ráð hjá Porto. Spánverjinn Rafael Benitez á að breyta öllu hjá Liverpool, sem hefur ekki unnið enska titilinn í einn og hálfan áratug eftir að hafa unnið hann tíu sinnum á fimmtán árum þar á undan. Benitez gerði Valencia bæði að spænskum meisturum og Evrópumeisturum í fyrra og hefur þegar gert bragar- bót á sigursælasta liði Englands. Þá tók Frakkinn Jacques Sant- ini við Tottenham eftir að hafa kvatt franska landsliðið með óvæntu tapi gegn Grikklandi á Evrópumótinu í Portúgal í sumar. Allir koma þessir snjöllu stjórar með nýtt blóð í enska boltann og ætla sér að leika eftir afrek Skot- ans Alex Ferguson hjá Manchest- er United og Frakkans Arsene Wenger hjá Arsenal, sem hafa undanfarin ár verið með sín lið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Hroki og hæfileikar Fyrstu orð Mourinho á Stam- ford Bridge voru: „Við höfum frá- bæra leikmenn, og fyrirgefið ef ég er hrokafullur en nú höfum við einnig frábæran framkvæmda- stjóra“. Hin 41 árs gamli Jose Mourinho er tilbúinn að gera Chelsea að besta liði landsins og hefur varað Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson við því að hann gefi þeim ekkert eftir í sálfræði- stríðinu milli leikja. Mourinho hefur eytt rétt tæp- um 90 milljónum punda í leik- menn í sumar og hefur einnig grisjað og yngt upp leikmanna- hópinn talsvert. Þeir sem til þekkja segja að Porto hefði aldrei unnið Meistaradeildina án þessa frábæra þjálfara og það bendir margt til að hann sé einmitt hár- rétti maðurinn til að hefja sigur- göngu Chelsea í ensku úrvals- deildinni. Biðin telur orðið 15 ár Átjánfaldir Englandsmeistarar í Liverpool hafa þurft að bíða síð- an 1990 eftir enska meistaratitlin- um og eftir að liðið endaði 30 stig- um á eftir Arsenal varð það loks- ins öllum ljóst (stjórnin hjá Liver- pool sá loksins ljósið) að Gerard Houllier var að stefna með liðið út í tóma vitleysu. Nú er það undir 44 ára gömlum Spánverja komið að kveikja aftur undir meistaravonum Liverpool. Langþreyttir stuðningsmenn heimta kannski ekki titil á fyrsta ári en krafan er að Liverpool-liðið verði aftur inni í myndinni í topp- baráttu enska boltans. Benitez vann spænska meist- aratitilinn tvisvar með Valencia í sömu deild og risaveldin Real Ma- drid og Barcelona eyddu stórum fjárhrúgum í hverja stórstjörn- una á fætur annarri. Þessar stað- reyndir gefa Liverpool-mönnum von um að hann endurtaki leikinn í deildinni með Arsenal og Manchester United, sem eru ekki ólík að stærðargráðu. Slæmur endir hjá Frakkanum Kveðjustund Jacques Santini með franska landsliðinu var ekki glæsileg, óskiljanlegt og afar óvænt tap gegn Grikkjum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Frönsku fjöl- miðlarnir gagnrýndu karlinn fyrir að breyta ekki neinu í leikj- um þegar liðið var greinilega í vandræðum og þurfti á nýju blóði að halda. Santini hefur góða menn til beggja hliða, tækniráðgjafann Frank Arnesen og aðstoðarþjálf- arann Martin Jol, og hann ætlar að gerbreyta leikskipulagi Spurs- ara. En Santini talar litla sem enga ensku og það gæti haft vand- ræði í för með sér, að minnsta kosti þegar kemur að því að glíma við ágenga enska fjölmiðla. Sant- ini er samt mjög virtur fyrir störf sín í gegnum tíðina þótt áfallið í Portúgal í sumar liti ímynd hans við komuna til Norður-Lúndúna. ooj @frettabladid.is ÉG VINN ÖLL SÁLFRÆÐISTRÍÐ Jose Mourinho hefur varað Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson við því að hann muni ekkert gefa eftir í sálfræðihernaðinum milli leikja í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þrír snjallir stjórar Ensku liðin hafa horft meira og meira út fyrir landsteinana í leit sinni að framkvæmdastjórum. Þrír eru mættir til að breyta örlögum sinna liða. Liðin í ensku deildinni FRAMKVÆMDASTJÓRI: Alan Curbishley (frá júní 1995) GENGI LIÐSINS Titlar: Bikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 58 ár (Bikarmeist- arar 1947). Síðasta tímabil: 7.sæti NÝIR LEIKMENN: Danny Murphy (Liverpool), Francis Jeffers (Everton), Dennis Rommedahl (PSV Eindhoven), Talal El Karkouri (Paris Saint Germain), Stephan Andersen (AB Köben- havn), Bryan Hughes (Birmingham City). LEIKMENN FARNIR: Claus Jensen (Fulham), Paolo di Canio (Lazio). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Í efri hlutanum 6. sæti Charlton The Valley (20.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jose Mourinho (nýr í starfi) GENGI LIÐSINS Titlar: Meistarar (1), bikarmeistarar (3), deildabikarmeistarar (2). Bið eftir stórum titli: 5 ár (Bikarmeistar- ar 2000). Síðasta tímabil: 2. sæti. NÝIR LEIKMENN: Didier Drogba (Marseille), Paulo Ferreira (FC Porto), Arjen Robben (PSV Eind- hoven), Petr Cech (Rennes), Tiago Mendes (Benfica), Mateja Kezman (PSV Eindhoven), Ricardo Carvalho (FC Porto). LEIKMENN FARNIR: Juan Sebastian Veron (Inter Milan, lán), Boudewijn Zenden (Middlesbrough), Jesper Grönkjær (Birmingham City), Mario Melchiot (Birmingham City), Jimmy Floyd Hasselbaink (Middlesbrough), Neil Sullivan (Leeds), Hernan Crespo (AC Mil- an, lán), Carlton Cole (Aston Villa, lán), Mikael Forssell (Birmingham City, lán), Marcel Desailly, Emmanuel Petit, Winston Bogarde. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Í bullandi toppbaráttu 2. sæti Chelsea Stamford Bridge (41.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Iain Dowie (frá desember 2003) GENGI LIÐSINS: Titlar: Engir. Síðasta tímabil: Nýliðar í deildinni. NÝIR LEIKMENN: Julian Speroni (Dundee), Joonas Kolkka (Borussia Mönchengladbach), Mark Hud- son (Fulham), Gabor Kiraly (Hertha Berl- in), Emmerson Boyce (Luton), Fitz Hall (Southampton). LEIKMENN FARNIR: Julian Gray (Birmingham City). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Fall í 1. deild 19. sæti Crystal Palace Selhurst Park (26.500) FRAMKVÆMDASTJÓRI: David Moyes (frá mars 2002) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (9), bikarmeistarar (5). Bið eftir stórum titli: 10 ár (Bikarmeist- arar 1995). Síðasta tímabil: 17. sæti NÝIR LEIKMENN: Marcus Bent (Ipswich), Tim Cahill (Millwall) LEIKMENN FARNIR: Tomasz Radzinski (Fulham), Niclas Alex- andersson (IFK Göteborg), Tobias Linder- oth (FC Köbenhavn), David Unsworth (Portsmouth), Paul Gerrard (Nottingham Forest), Alex Nyarko, Scot Gemmill. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Bullandi fallbarátta 17. sæti Everton Goodison Park (40.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Chris Coleman (frá apríl 2003) GENGI LIÐSINS: Titlar: Engir. Síðasta tímabil: 9. sæti NÝIR LEIKMENN: Tomasz Radzinski (Everton), Andy Cole (Blackburn), Claus Jensen (Charlton), Papa Bouba Diop (Lens), Billy McKinlay (Leicester) LEIKMENN FARNIR: Sean Davis (Tottenham), Barry Hayles (Sheffield United), Jon Harley (Sheffield United). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 13. sæti Fulham Craven Cottage (22.400) Liðin í ensku deildinni FRAMKVÆMDASTJÓRI: Rafael Benitez (nýr í starfi) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (18), bikarmeistarar (6), deildabikarmeistarar (7). Bið eftir stórum titli: 4 ár (Bikarmeistarar 2001). Síðasta tímabil: 4. sæti. NÝIR LEIKMENN: Djibril Cisse (Auxerre), Josemi (Malaga). LEIKMENN FARNIR: Michael Owen (Real Madrid), Emile Heskey (Birmingham), Markus Babbel (Stuttgart), Bruno Cheyrou (Marseille, lán), Danny Murphy (Charlton), Anthony Le Tallec (St. Etienne, lán). SPÁIN FYRIR 2004-2005: í toppbaráttunni 4. sæti Liverpool Anfield (45.500) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Kevin Keegan (frá maí 2001) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (2), bikarmeistarar (4), deildabikarmeistarar (2). Bið eftir stórum titli: 36 ár (Bikarmeist- arar 1969). Síðasta tímabil: 16. sæti NÝIR LEIKMENN: Ben Thatcher (Leicester), Geert de Vli- eger (Willem II), Danny Mills (Leeds) LEIKMENN FARNIR: Michael Tarnat (Hannover), Danny Tiatto (Leicester) SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 14. sæti Man. City Manchester-völlurinn (48.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Alex Ferguson (frá nóvember 1986) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (14), bikarmeistarar (11), deildabikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 0 ár (Bikarmeistar- ar 2004). Síðasta tímabil: 3. sæti. NÝIR LEIKMENN: Alan Smith (Leeds), Gabriel Heinze (Paris Saint Germain), Liam Miller (Glasgow Celtic), Gerard Pique (Barcelona), Giuseppe Rossi (Parma). LEIKMENN FARNIR: Nicky Butt (Newcastle), Fabien Barthez (Marseille), Luke Chadwick (West Ham). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Bullandi toppbarátta 3. sæti Man. Utd. Old Trafford (67.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Steve McClaren (frá júní 2001) GENGI LIÐSINS: Titlar: Deildabikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: Hafa ekki unnið. Síðasta tímabil: 11. sæti NÝIR LEIKMENN: Mark Viduka (Leeds United), Jimmy Floyd Hasselbaink (Chelsea), Michael Reiziger (Barcelona), Ray Parlour (Arsenal), Bou- dewijn Zenden (Chelsea). LEIKMENN FARNIR: Jonathan Greening (West Bromwich Al- bion), Michael Ricketts (Leeds). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Í efri hluta 9. sæti Middlesbrough The Riverside (35.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bobby Robson (frá sept. 1999) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (4), bikarmeistarar (6). Bið eftir stórum titli: 50 ár (Bikarmeist- arar 1955). Síðasta tímabil: 5. sæti. NÝIR LEIKMENN: James Milner (Leeds), Patrick Kluivert (Barcelona), Nicky Butt (Manchester United), Stephen Carr (Tottenham). LEIKMENN FARNIR: Lomana LuaLua (Portsmouth), Gary Speed (Bolton), Hugo Viana (Sporting Lissabon, lán), Andy Griffin (Portsmouth). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Í baráttu um Evrópusæti 5. sæti Newcastle St. James Park (52.000) Framhald á næstu opnu STOLTUR Á SÖGULEGUM STAÐ Rafael Benitez gerði frábæra hluti með Valencia og nú ætlar hann að breyta öllu hjá Liverpool. MEÐ GÓÐA AÐSTOÐARMENN Jacques Santini hefur góða menn til beggja hliða hjá Tottenham, tækniráðgjafann Frank Arnesen og aðstoðarþjálfarann Martin Jol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.