Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 48
36 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum ... ... Patrick Vieira fyrir að halda trú við Arsenal. Vieira valdi ensku meistaranna fram yfir spænska stórliðið Real Madrid og segist ætla að klára samning sinn þar. Með þessu er ljóst að Arsenal verður illviðráðanlegt í vetur hvort sem er heima fyrir eða í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur margt að sanna.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Laugardagur ÁGÚST Vissir þú að ... ... sigur íslenska piltalandsliðsins í fyrradag í b-deild Evrópukeppni 16 ára landsliða var fyrsti sigur íslenskt körfuboltalandsliðs á fyrrum lýðveldi Júgóslavíu og þá er átt við öll landslið óháð aldrei og kyni. Íslensku strákarnir unni 93–88 eftir framlengdan leik. ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska landsliðið í handknattleik hefur keppni á Ólympíuleikunum í dag. Það verð- ur seint sagt að íslenska liðið ráð- ist á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu atrennu því mótherjarnir eru ekki af ódýrari gerðinni – heimsmeistarar Króata. Það er ljóst að allt þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu ef það á að ná sigri en strákarnir okkar eru klárlega litla liðið í þessari viðureign. Strákarnir tóku sína lokaæfingu fyrir leikinn í há- deginu í gær og við heyrðum í Guðmundi Guðmundssyni lands- liðsþjálfara eftir æfinguna. „Við erum í góðu standi. Það eru engin meiðsli að hrjá okkur og við erum tilbúnir,“ sagði Guð- mundur en liðið var ekki í eins góðu standi þegar flautað var til leiks á EM í janúar. Guðmundur segir að það sé ívið skemmtilegra að byrja mótið með alla heila. „Það er virkilega gott. Liðið er í eins góðu formi og það getur ver- ið að mínu mati. Við höfum æft mjög vel og nú er bara að sjá hversu langt það fleytir okkur.“ Þrátt fyrir að vera með liðið í toppstandi gerir landsliðsþjálfar- inn sér grein fyrir því að það verði á brattann að sækja gegn Króötum. „Þetta verður þrautin þyngri. Við fórum að sjálfsögðu með því hugarfari í leikinn að vinna hann en hinn almenni handboltaáhuga- maður mun seint spá okkur sigri í þessum leik. Þrátt fyrir það ætl- um við að mæta dýrvitlausir í leikinn og selja okkur dýrt. Við höfum ákveðin vopn sem við ætl- um að beita en hvort það dugar okkur veit ég ekki,“ sagði Guð- mundur en hvaða vopn eru þetta sem hann er tala um? Ekkert óhefðbundið „Það verður ekkert óhefðbund- ið. Við þurfum að ná okkar hraða- upphlaupum. Það er okkur gríðar- lega mikilvægt. Við erum búnir að skipuleggja okkur sóknarlega gegn þessari vörn þeirra og ég tel að við séum með ýmislegt í poka- horninu sem gæti virkað ef við spilum rétt úr því. Annars erum við tilbúnir fyrir allar varnir og að Óli sé tekinn úr umferð og svo framvegis.“ Margir söknuðu á síðasta móti leikgleðinnar sem hefur oftar en ekki einkennt handboltalandsliðið í gegnum tíðina. Úrbætur standa til í þeim efnum. „Við munum fagna hverju marki, frákasti og hvert skipti sem við vinnum bolt- ann í vörninni. Það er þannig sem við erum að nálgast þetta verk- efni. Það er engu að síður erfitt að halda leikgleðinni ef hlutirnir ganga ekki nógu vel en við höfum rætt það sérstaklega að við ætlum að endurvekja þennan baráttu- anda og berjast fyrir lífi okkar því við höfðum mikið fyrir því að komast hingað,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson landsliðs- þjálfari. henry@frettabladid.is HEIMSMEISTARARNIR Í FYRSTA LEIK Það verður seint sagt að íslenska liðið ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Aþenu því mótherjarnir eru ekki af ódýrari gerðinni – heimsmeistarar Króata. Seljum okkur dýrt Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Andstæðingarnir eru heimsmeistarar Króata. ■ ■ LEIKIR  14.00 Valur og Völsungur mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla.  16.00 ÍBV og Þór/KA/KS mætast á Hásteinsvelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta.  16.00 Þór og Haukar mætast á Akureyrarvelli í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  06.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Beint frá leik Spánar og Kóreu í handbolta.  08.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Beint frá sundi.  10.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Útsending frá keppni í sundi þar sem Jakob Jóhann Sveinsson og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir keppa.  11.45 Upphitun á Skjá Einum. Hitað upp fyrir ensku úrvalsdeild- ina.  11.50 Formúla 1 á RÚV. Beint frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Ungverjalandi.  13.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Strandblak kvenna.  13.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Samantekt af keppni morgunsins.  13.40 Enski boltinn á Skjá Einum. Bein útsending frá leik Bolton og Charlton í ensku úrvalsdeildinni.  13.55 K-1 á Sýn.  15.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Sýnt frá keppni í fim- leikum þar sem Rúnar Alexandersson keppir.  16.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Beint frá leik Íslands og Króatíu í handbolta.  16.05 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  16.15 Enski boltinn á Skjá Einum. Útsending frá leik Middles- brough og Newcastle.  16.35 Trans World Sport á Sýn.  17.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  17.55 Beyond the Glory á Sýn.  18.30 USA PGA Championship 2004 á Sýn. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu í golfi.  23.00 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi Erik Morales og Carlos Hernandez.  00.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004 á RÚV. Samantekt frá keppni dagsins í Aþenu. Liðin í ensku deildinni FRAMKVÆMDASTJÓRI: Arsene Wenger (frá september 1996) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (13), bikarmeistarar (8), deildabikarmeistarar (2). Bið eftir stórum titli: 0 ár (Meistarar 2004). Síðasta tímabil: Meistarar NÝIR LEIKMENN: Robin van Persie (Feyenoord), Manuel Almunia (Celta Vigo), Mathieu Flamini (Marseille). LEIKMENN FARNIR: Nwankwo Kanu (West Bromwich Albion), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Ray Parlour (Middlesbrough), Martin Keown (Leicester), David Bentley (Norwich, lán), Sylvain Wiltord, Francis Jeffers (Charlton). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Enskir meistarar 1. sæti Arsenal Highbury (tekur 38.500) FRAMKVÆMDASTJÓRI: David O’Leary (frá maí 2003) GENGI LIÐSINS Titlar: Meistarar (7), bikarmeistarar (7), deildabikarmeistarar (5). Bið eftir stórum titli: 24 ár (Meistarar 1981). Síðasta tímabil: 6. sæti NÝIR LEIKMENN: Martin Laursen (AC Milan), Carlton Cole (Chelsea, lán), Vaclav Drobny (Strasbo- urg, lán). LEIKMENN FARNIR: Peter Crouch (Southampton), Dion Dublin (Leicester), Ronny Johnsen, Hass- an Kachloul. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 8. sæti Aston Villa Villa Park (39.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Steve Bruce (frá desember 2001) GENGI LIÐSINS Titlar: Deildabikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: Hafa ekki unnið. Síðasta tímabil: 10. sæti NÝIR LEIKMENN: Emile Heskey (Liverpool), Mario Melchiot (Chelsea), Jesper Grönkjær (Chelsea), Mikael Forssell (Chelsea, lán), Julian Gray (Crystal Palace), Muzzy Izzet (Leicester), Darren Anderton (Tottenham). LEIKMENN FARNIR: Darren Purse (West Bromwich Albion), Bryan Hughes (Charlton), Aliou Cisse (Portsmouth). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 7. sæti Birmingham St. Andrews (30.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Graeme Souness (frá mars 2000) GENGI LIÐSINS Titlar: Meistarar (3), bikarmeistarar (6), deildabikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 10 ár (Meistarar 1995). Síðasta tímabil: 15. sæti. NÝIR LEIKMENN: Paul Dickov (Leicester), Dominic Matteo (Leeds), Javi de Pedro (Real Sociedad). LEIKMENN FARNIR: Andy Cole (Fulham) SPÁIN FYRIR 2004-2005: Í fallbaráttu 15. sæti Blackburn Ewood Park (31.400) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sam Allardyce (frá október 1999) GENGI LIÐSINS Titlar: Bikarmeistarar (4). Bið eftir stórum titli: 47 ár (Bikarmeist- arar 1958). Síðasta tímabil: 8. sæti NÝIR LEIKMENN: Gary Speed (Newcastle), Julio Cesar (Int- er Milan), Fernando Hierro (Real Madrid), Michael Bridges (Leeds), Les Ferdinand (Leicester), Radhi Jaidi (Esperence de Tunis), Tal Ben Haim (Maccabi Tel Aviv). LEIKMENN FARNIR: Simon Charlton (Norwich), Per Frandsen (Wigan Athletic), Steve Howey, Ibrahim Ba, Emerson Thome. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Öruggt um miðja deild 12. sæti Bolton Reebok-völlurinn (28.000) Framhald á næstu opnu LEIKJADAGSKRÁIN Í AÞENU: Ísland-Króatía 14. ágúst Kl.16.30 Ísland-Spánn 16. ágúst Kl.11.30 Ísland-Slóvenía 18. ágúst Kl. 8.30 Ísland-Kórea 20. ágúst Kl. 6.30 Ísland-Rússland 22. ágúst Kl. 16.30 MÓTHERJARNIR Í DAG: Ísland og Króatíu hafa leikið 4 sinnum gegn hvorum öðrum í gegnum tíðina og hafa Króatar haft betur 2 en Ísland 1. Einu sinni hefur orðið jafntefli. LEIKIRNIR VIÐ KRÓATA 10.7.1992 Jafntefli 25-25 Júlíus Jónassson 7, Konráð Ólavson 6 20.10.1993 Ísland vann 24-22 Júlíus Jónasson 9, Valdimar Grímsson 9 1.12.1993 Íslands tapaði 18-26 Valdimar Grímsson 7 6.1.2002 Ísland tapaði 23-29 Ólafur Stefánsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 4 Einar Örn Jónsson 4. Leikmannamál Real Madrid að komast á hreint: Vieira áfram hjá Arsenal en Owen fer til Real FÓTBOLTI Patrick Vieira mun ekki ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid eftir allt saman. Talið var líklegt að Arsenal myndi sam- þykkja tilboð upp á 23 milljónir punda í hann en svo kom á daginn að Vieira vildi ekki yfirgefa her- búðir Englandsmeistaranna. „Tengsl mín við Arsenal eru mjög sterk og þau vil ég ekki slíta. Ég er afar stoltur af því að vera fyrirliði Arsenal og ég hlakka mik- ið til að vinna fleiri titla með félag- inu í framtíðinni,“ sagði í stuttri yfirlýsingu frá Patrick Vieira. Michael Owen er hins vegar genginn til liðs við Real Madrid en í gær samþykkti Liverpool tilboð í kappann upp á 8 milljónir punda en fær þar að auki miðjumanninn spænska Carlos Nunez. Owen, sem verið hefur á mála hjá Liver- pool frá ellefu ára aldri, átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og vildi ekki endurnýja hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir forráðamanna félagsins. Því var Liverpool nauðugur einn sá kostur að selja Owen, annars hefði hann farið frítt eftir þetta keppnistíma- bil. Patrick Viera, leikmaður Arsenal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.