Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 26
26 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Frábær tvenna frá OSRAM Tjaldlukt með fjarstýringu Sparpera með birtuskynjara BYKO, ELKO, Fjarðarkaup, Rekstrarvörur, OSRAM perubúðir: Byggt & Búið, Árvirkinn Selfossi, Geisli Vestmannaeyjum, Lónið Höfn, S.G Egilsstöðum, Ljósgjafinn Akureyri, Straumur Ísafirði, Glitnir Borgarnesi, Rafbúð R.Ó Keflavík, Rafbúðin Hafnarfirði, Jóhann Ólafsson & Co Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is Út er komin bókin Frá kreppu til þjóðarsáttar eftir Guðmund Magn- ússon sagnfræðing, saga Vinnuveit- endasambands Íslands frá 1934 til 1999. Í bókinni er í fyrsta skipti fjallað um hvernig kjarabaráttan horfði við atvinnurekendum og er sagan rakin í samhengi við þróun efnahags- og stjórnmála á tímabil- inu. Er m.a. ítarlega fjallað um hina sögulegu kjarasamninga í febrúar 1990 sem nefndir hafa verið „þjóð- arsáttin“. Hér er gripið niður í frá- sögninni þar sem segir frá einum þætti sem kom við sögu samning- anna, „Tímasprengjunni“ svokölluð, en þar koma fram nýjar upplýsing- ar um málið. Vorið 1989 hafði þáverandi ríkis- stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Borg- araflokks gert óvenju rausnarlegan kjarasamning við Bandalag há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fól samningurinn í sér margfalt meiri kjarabætur en þjóðarsáttar- samningarnir stefndu að. Töldu for- ystumenn vinnuveitenda og verka- lýðshreyfingar að með þjóðarsátt- arsamningunum færði launafólk svo miklar fórnir til að koma efna- hagslífinu á réttan kjöl að þeir yrðu aldrei samþykktir í stéttarfélögun- um nema allir launþegar í landinu, þ.á m. félagsmenn BHMR, sætu við sama borð. Upplýst er í bókinni að þegar í janúar 1990 var búið að ákveða að ógilda samninginn við BHMR og að sumarið 1990 var Þór- arni V. Þórarinssyni, framkvæmda- stjóra VSÍ, falið að gera fyrstu drög að bráðabirgðalögum sem námu samninginn úr gildi. Ummæli Einars Odds „Haustið 1989 þegar viðræður um nýja kjarasamninga voru á frum- stigi lét Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ þau ummæli falla á aðalfundi Sambands fiskvinnslu- stöðva, að með kjarasamningi við Bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, BHMR, í maí [1989] hefði ríkisstjórnin sett af stað tíma- sprengju sem springi næsta sumar [1990]. Ef skapa ætti fiskvinnslunni viðunandi rekstrarskilyrði yrði að aftengja þessa sprengju. Samningurinn við BHMR var gerður eftir sex vikna verkfall sem lamaði m.a. kennslu í fram- haldsskólum. Höfðu háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn þung orð í garð Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra og samn- inganefndar ríkisins og sökuðu um óbilgirni. Þegar tvívegis hafði slitnað upp úr viðræðum voru samningamálin tekin úr höndum fjármálaráðherra og falin þriggja manna ráðherranefnd sem Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra stýrði. Náðist samkomlag nokkrum dögum síðar um kjara- samning til fimm ára sem innihélt verulegar kjarabætur umfram það sem samið hafði verið um við aðra launþega. Þá var það óvanalega fyrirheit gefið, að félagsmenn BHMR fengju að auki sambærileg- ar hækkanir og aðrir launamenn í samningum næstu árin. Segir Steingrímur Hermannsson um þetta í endurminningum sínum: Ef til vill bar það feigðina í sér að hafa ákvæði af þessu tagi í samn- ingnum. Ég efast hins vegar um að skrifað hefði verið undir ef ekki hefði verið að þessari kröfu gengið. Óánægja annarra launþega Innan ASÍ og BSRB var mikil óánægja með samninginn við BHMR en þar sem umframhækkan- ir hans áttu ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári var ákveðið að bíða með að sækja leið- réttingu til næstu kjarasamninga. Þjóðarsáttarsamningarnir í febrúar 1990 voru reistir á þeirri forsendu að allir fengju sömu launahækkanir. Þótt það væri ekki strax sagt upp- hátt fólst í þessu að ógilda yrði kjarasamninginn við BHMR, annað hvort með samkomulagi eða lögum. Þetta var ríkisstjórninni ljóst frá upphafi enda virðist hugmyndin frá [Ólafi Ragnari Grímssyni] fjár- málaráðherra komin. Á fundi með forystumönnum VSÍ um miðjan jan- úar kvaðst hann geta staðið að því að ógilda kjarasamning BHMR með lagasetningu ef ASÍ féllist á að gera það formlega að forsendu samn- ingsins við VSÍ að launaþróun allra stétta yrði hin sama. Í minnisblaði sem Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ ritaði eftir fund- inn segir: Þetta var bundið fastmælum við hann [Ólaf Ragnar], JBH [Jón Bald- vin Hannibalsson] og SH [Steingrím Hermannsson]. Þeir mundu tryggja að aðrir launþegahópar fengju ekki meira og það með lögum ef á þyrfti að halda. Um þessa svardaga vissi forysta ASÍ og hún vissi einnig að fulltrúar VSÍ fullyrtu að af hálfu ASÍ yrði lagasetningu af þessum toga ekki mótmælt. Um mjög viðkvæmt mál var að ræða fyrir launþegahreyfinguna, sem hafði frjálsa samninga að meg- instefnu. [...] Þegar BHMR neitaði að breyta samningnum og lagasetn- ing vofði yfir studdu hvorki ASÍ né BSRB málstað samtakanna þrátt fyrir tilmæli þess efnis. Samtökin lýstu ekki yfir stuðningi við lögin en mótmæltu þeim ekki og vísuðu ábyrgð á hendur stjórnvöldum; um væri að ræða sjálfskaparvíti ríkis- stjórnarinnar. Forystumenn VSÍ fóru hins vegar ekki leynt með að þeir teldu afnám samningsins óhjákvæmilegt ef þjóðarsáttin ætti að halda. Þórarinn samdi fyrstu drögin Ríkisstjórnin sagði BHMR-samn- ingnum upp í júní 1990. Úrskurðaði Félagsdómur mánuði síðar að upp- sögnin væri ólögmæt. Voru þá 3. ágúst sett bráðabirgðalög sem kváðu á um að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningnum VSÍ og ASÍ í febrúar skyldu taka til allra gildandi launasamninga. Fólst í því að félagsmenn BHMR fengu eingöngu sömu launahækkanir og aðrir launþegar. Voru fyrstu drög að bráðabirgðalögunum samin af Þórarni V. Þórarinssyni fram- kvæmdastjóra VSÍ að beiðni stjórn- valda. BHMR stefndi ríkisstjórn- inni fyrir stjórnarskrárbrot en varð að öðru leyti að una gjörðinni“. ■ Upplýst er í bókinni að þegar í janúar 1990 var búið að ákveða að ógilda samninginn við BHMR og að sumarið 1990 var Þórarni V. Þórarinssyni, framkvæmdastjóra VSÍ, falið að gera fyrstu drög að bráðabirgðalögum sem námu samninginn úr gildi. ,, Kafli úr nýrri bók, Frá kreppu til þjóðarsáttar, eftir Guðmund Magnússon: „Tímasprengjan“ 1990 RÆTT VIÐ RÍKISSTJÓRNINA Forystumenn vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar á fundi með ríkisstjórninni í lok janúar 1990. Frá vinstri Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Einar Oddur Kristjánsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.