Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 14. ágúst 2004 25 Íslensk kona á þrítugsaldri bjó um árabil við ofsóknir og andlegt of- beldi frá barnsföður og fyrrum sambýlismanni sínum. Konunni var ekki vært á landinu og kerfið bauð ekki upp á betri úrræði en að hrökklast á brott. Í dag er hún bú- sett erlendis með leynilegt heimil- isfang og símanúmer en lifir í stöð- ugum ótta við manninn. Konan, sem hér kýs að kalla sig Guðrúnu. hefur lagt sig fram við að sameina krafta kvenna í svipuðum aðstæðum. „Ég vissi alltaf að ég væri ekki ein í heiminum um þetta. Fyrirbærið er þekkt. Eftir að of- beldissambandi lýkur taka við heiftúðlegar ofsóknir, sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Sjálf hélt ég að eftir að hafa sagt skilið við manninn væri ég laus mála en svo auðvelt reyndist það ekki. Heiftin magnaðist upp. Ég kynntist fleiri ofsóttum konum í gegnum Kvenna- athvarfið og ákvað að kalla saman til fundar þar sem við gætum ráð- lagt hver annarri og miðlað þekk- ingu okkar. Það var gott að tala við aðra sem þekktu af eigin raun hve óbærilegt er að lifa við endalaust niðurbrjótandi áreiti.“ Guðrún segist hafa komist að því þegar hún fór að segja sögu sína, að til eru konur sem lifa við sjúklegar ofsóknir af völdum barnsfeðra sinna í áratugi. „Í al- varlegustu tilfellunum hafa kon- urnar hugleitt sjálfsvíg sem lausn. Sem betur fer fékk ég tækifæri til að komast úr landi en það var eina von mín til að öðlast eðliegt líf. Ástandið var orðið svo geðveikis- legt, hann reyndi allt. Sálfræðingur hjá Kvennaathvarfinu ráðlagði mér hvernig ég ætti að vinna mig út úr þessu og komast aftur í jafn- vægi. Ég var svo niðurbrotin and- lega að ég var ekki með sjálfri mér og vissi ekkert hvað ég ætti til bragðs að taka.“ Eftir að Guðrún og barnsfaðir hennar slitu samvistum sat hún uppi stórskuldug. „Á meðan sam- bandinu stóð treysti ég honum full- komlega og þótti sjálfsagt að hann hefði aðgang að bankareikningum mínum. Í ljós kom að hann misnot- aði hvert tækifæri til að afla sér fjár og hækkaði allar yfirdráttar- heimildir í botn. Skuldirnar voru skráðar á mitt nafn og á endanum voru reikningar mínir í bönkunum frystir. Ég seldi allt sem ég átti, hluti af skuldunum var látinn niður falla en restina verð ég næstu árin að greiða.“ Guðrún segir að ofsóknir barns- föður síns hafi ekki verið lögbrot í hvert sinn en þegar á heildina var litið sá hún sjúklegt munstur. „Of- sóknirnar lýstu sér í stöðugu síma- ónæði, SMS-skilaboðum og beinum og óbeinum hótunum. Ítrekað hring- di hann og hótaði að greiða aldrei skuldirnar aftur ef ég þóknaðist honum ekki, sagði mér að ég hefði ástæðu til að vera hrædd og hótaði að rústa mér. Ásakanir hans bein- dust að því hvað ég væri geðveik, vanhæf móðir, hóra og ýmislegt annað sem honum datt í hug. Ég reyndi að skella á hann og skrúfa fyrir SMS-in en hann gat ekki hætt. Til lengdar hafði þetta djúpstæð áhrif á mig. Ég var að klikkast, það var svo sem rétt hjá honum.“ Áhrif ofsóknanna segir Guðrún vera margþætt; þunglyndi, lágt sjálfsálit og stanslausan ótta. „Verst þykir mér að geta ekki treyst neinum lengur. Ég er alltaf á varðbergi eftir að hafa verið féflett og plötuð. Ég er enn að borga skuld- ir eftir mann sem ég þurfti að flýja undan til útlanda. Óttinn við að hann hefji nýtt stríð er stanslaust til staðar þrátt fyrir að hótununum hafi linnt eftir að ég flutti til út- landa. Ég veit að hann er ekki búinn að gefast upp.“ ■ Hrökklaðist úr landi eftir stanslausar ofsóknir Ferðaþjónusta Iceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is Ljúfir dagar í London eða Köben Eyða þeim í London Zoo, á bökkum Thames eða Hyde Park; rölta milli tískuverslana, sem óðum eru að fyllast af haust- og vetrartískunni, eða njóta drykklangrar stundar á notalegu kaffihúsi eða ölkrá … … nú, eða bæta nokkrum heitum, dönskum dögum við íslenska sumarið? Krydda þá með því að fara í Tívolí, dýragarðinn eða á ströndina; „hygge sig“ á ölstofu eða götukaffihúsi við Nýhöfnina eða „spadsere“ eftir Strikinu með viðkomu í tískubúðunum eða litlu antikbúðunum. Bókaðu flug á icelandexpress.is Hvernig væri að bæta nokkrum góðum dögum við sumarið og skella sér til London eða Köben? Ódýrar ferðir til London og Köben á icelandexpress.is H im in n o g h af - 9 04 05 33 Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeildinni í Reykjavík seg- ir eðlilegt að dómstólar samþykki ekki auðveldlega nálgunarbann. „Að sjálf- sögðu er erfitt að hefta frelsi einstak- lingsins, dómstólar þurfa að gera strang- ar kröfur til að verða við ósk um nálgun- arbann. Úrræðið er bæði nýtt og lítið notað. Kostir þess eru þó margir og helst ber að nefna að sá sem ofsækir vinnur sér til refsingar ef hann vanvirðir nálgunarbannið. Það eitt verður sjálf- stætt brot jafnvel þó enginn glæpur sé framinn. Þá getur þolandinn tilkynnt brotið og lögreglan mætir á staðinn líkt og ávallt þegar tilkynnt er um lögbrot.“ ■ HÖRÐUR JÓHANNESSON Yfirlögreglu- þjónninn segir að dómstólar verði að gera strangar kröfur til þess að frelsi einstak- lingsins sé heft. og heimili móður hennar. „Það fer um mig þegar ég mæti þessum manni á förnum vegi og hann reynir í hvert sinn að heilsa mér. Hann birtist einnig heima hjá mér á afmælisdaginn minn og gekk al- gjörlega fram af mér. Ég get tekist á við að fólk ofsæki mig en þegar það hefur í hótunum og ónáðar ætt- ingja mína er mér allri lokið. Þrátt fyrir að vera mjög kurteis að eðlis- fari get ég ekki lengur haft samúð með ókunnugu fólki sem þráir að komast í samband við mig.“ Á tímabili höfðu ofsóknirnar svo djúpstæð áhrif á Ragnheiði að hún tók heimilisfang sitt út af síma- skránni. GSM-síminn var óskráður og í kjölfarið var erfitt fyrir vini og kunningja að ná í hana. „Ég hætti að fá símhringingar frá fólki, boðskort bárust ekki lengur og ég einangraðist gjörsamlega. Einnig setti ég mig í samband við sálfræðinga til að reyna að skilja hvað það væri sem fengi fólk til að ónáða mig svona og hvernig ég gæti tekið á því. Sem betur fer er ég orðin betri í að setja mörk og ég hef það fínt í dag. Ég veit nákvæmlega hvernig ég bregst við næst.“ thorat@frettabladid.is RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN „Eitt er þegar fólk ónáðar mig en þegar líflátshót- anirnar bárust föður mínum rétt áður en hann dó, fannst mér botninum vera náð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.