Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Víkingar misstu niður forustu á heimavelli annan heimaleikinn í röð og eru allt annað en lausir við fallbaráttuna í Lands- bankadeild karla. Keflvíkingar skildu sig hins vegar frá neðri hlut- anum með 2–3 karaktersigri á Víkingi í gær. Víkingar komust í 2–0 en þrenna frá Þórarni Kristjánssyni tryggði Keflavík þrjú stig og 3. sæti í deildini. Það er ólíklegt að Þórarinn Kristjánssyni nái að endurleika síðustu átta daga einhvern tímann á ferlinum. Fyrst skoraði hann eina markið í útisigri á Fylki sem kom liðinu í undanúrslit bikarsins, þá skoraði hann tvö og lagði upp eitt í 4–2 sigri á Fylki og loks þrennu gegn Víkingum í gær. Sex mörk þar, tvö sigurmörk á aðeins 8 dögum sem færa liðinu 6 stig og sæti í undanúrslitum bikars. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í föstum leikatriðum og við erum virkilega spældir með þessum leik. Við uppskárum samt eins og við sáðum og þetta var bara okkur að kenna. Við bökkum of mikið en annars veit ég ekki hvað gerðist. Þetta er tvímælalaust slakasti leikur okkar í langan tíma og þá sérstaklega síðari hálf- leikurinn. Víkingar verða seint sakaðir um að gefast upp og nú þurfum við bara að vinna okkur gegnum þetta mótlæti,“ sagði Víkingurinn Grétar Sigurðsson. „Þetta er alveg magnað og ég á bara eiginlega ekki til orð,“ sagði Þórarinn Kristjánsson eftir leik en hann en nú orðinn annar marka- hæstur með átta mörk. „Við erum með hörkulið og það var ekkert annað fyrir okkur en að rífa okkur upp því við vorum ekkert búnir að gera framan af leiknum. Við duttum bara í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Við vorum að spila alveg hörmulega um miðkaflann á mótinu en erum loks að vakna núna.“ Þórarinn var besti maður Keflavíkur ásamt Stefáni Gíslasyni, sem var mjög sterkur í vörninni. Stefán var sáttur í leikslok. „Það var þvílíkur karakter og liðsandi sem við sýndum í dag. Við vorum ekki mættir í fyrri hálfleik en um leið og við fórum að mæta þeim í tæk- lingum og skallaboltum, þá kom spilið og við bara keyrðum yfir þá. Við erum að ná upp sama leik og við byrjuðum mótið á og við vitum alveg að við g e t u m spilað þenn- an bolta sem við sýndum í s e i n n i hálfleik. Við þurfum bara að trúa á það og vonandi náum við að byggja ofan á sjálfstraustið úr síðustu leikjum,“ sagði Stefán. „Hann er fun- heitur núna og okkur vantaði að einhver senter- inn færi að setja hann. Það er hrikaleg flott að sjá til hans í síðustu leikj- um,“ sagði Stef- án um félaga sinn Þórarin Kristjánsson. ooj@frettabladid.is SEX MÖRK Í 3 LEIKJUM Þórarinn Kristjánsson er funheitur. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Nigel Worthington (frá janúar 2001) GENGI LIÐSINS: Titlar: Deildabikarmeistarar (2). Bið eftir stórum titli: Hafa ekki unnið. Síðasta tímabil: Unnu 1. deildina, nýliðar. NÝIR LEIKMENN: Thomas Helveg (Inter Milan), Youssef Safri (Coventry), Simon Charlton (Bolton), Paul Gallagher (Dundee United), David Bentley (Arsenal, lán). LEIKMENN FARNIR: Engin þekkt nöfn. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Fall í 1. deild 18. sæti 40 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ÍSLENSKU KEPPENDURNIR GANGA INN Á VÖLLINN Hér sjást íslensku keppendurni ganga inn á Ólympíuleikvanginn í Aþenu í gær. Fremstur er fánaberinn Guðmundur Hrafnkelsson, sem er að mæta á sína þriðju leika. Þrenna Þórarins Keflvíkingar lentu 2-0 undir í Víkinni en þrenna frá Þórarni Kristjánssyni tryggði liðinu 2–3 sigur, þrjú stig og 3. sæti í deildinni. Liðin í ensku deildinni Norwich Carrow Road (23.350) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Harry Redknapp (frá mars 2002) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (2), bikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 66 ár (Bikarmeist- arar 1939). Síðasta tímabil: 13. sæti. NÝIR LEIKMENN: Lomana LuaLua (Newcastle), David Unsworth (Everton), Andy Griffin (Newcastle), Aliou Cisse (Birmingham). LEIKMENN FARNIR: Teddy Sheringham (West Ham), Tim Sherwood (Coventry) SPÁIN FYRIR 2004-2005: Bullandi fallbarátta 16. sæti Portsmouth Fratton Park (20.250) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Paul Sturrock (frá mars 2004) GENGI LIÐSINS: Titlar: Bikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 29 ár (Bikarmeist- arar 1976). Síðasta tímabil: 12. sæti NÝIR LEIKMENN: Jelle van Damme (Ajax Amsterdam), Pet- er Crouch (Aston Villa), Mikael Nilsson (Halmstad). LEIKMENN FARNIR: Fitz Hall (Crystal Palace). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 11. sæti Southampton St. Mary’s (32.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jacques Santini (nýr í starfi) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (2), bikarmeistarar (8), deildabikarmeistarar (3). Bið eftir stórum titli: 14 ár (Bikarmeist- arar 1991). Síðasta tímabil: 14. sæti. NÝIR LEIKMENN: Sean Davis (Fulham), Pedro Mendes (FC Porto), Paul Robinson (Leeds), Rodrigo Defendi (Cruziero), Erik Edman (FC Heer- enveen), Nourredine Naybet (Deportivo), Thimothee Atouba (Basel). LEIKMENN FARNIR: Helder Postiga (FC Porto), Christian Ziege (Borussia Mönchengladbach), Serhiy Rebrov (West Ham), Darren Anderton (Birmingham), Gus Poyet, Stephen Carr (Newcastle). SPÁIN FYRIR 2004-2005: Um miðja deild 10. sæti Tottenham White Hart Lane (36.000) FRAMKVÆMDASTJÓRI: Gary Megson (frá mars 2000) GENGI LIÐSINS: Titlar: Meistarar (1), bikarmeistarar (5), deildabikarmeistarar (1). Bið eftir stórum titli: 37 ár (Bikarmeist- arar 1968). Síðasta tímabil: 2. sæti í 1. deildinni, ný- liðar. NÝIR LEIKMENN: Nwankwo Kanu (Arsenal), Jonathan Greening (Middlesbrough), Martin Al- brechtsen (FC Köbenhavn), Darren Purse (Birmingham City), Riccardo Scimeca (Leicester), Tomasz Kuszczak (Hertha Berlin), Zoltan Gera (Ferencvaros). Leikmenn farnir: Engin þekkt nöfn. SPÁIN FYRIR 2004-2005: Fall í 1. deild 20. sæti West Bromwich The Hawthorns (27.000) Sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Aþenu: Einstök upplifun að vera á ÓL ÓLYMPÍULEIKAR Þrátt fyrir að vera að- eins 21 árs gömul er Skagamærin Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ein reyndasta sundkona landsins. Hún er hætt að stressast upp fyrir stór- mót enda orðin öllu vön og kippir sér lítið upp við það að vera fyrsti fulltrúi Íslands á leikunum í Aþenu er hún keppir í 100 metra flug- sundi. „Ég er ótrúlega róleg yfir öllu hérna. Ég held að ég sé orðin svona vön því ég er búin að vera í þessu lengi og fara á mörg stórmót. Mað- ur verður að líta á þetta eins og þetta sé bara enn eitt mótið í stað þess að stressa sig of mikið. Ég fór líka síðast og þá var þetta meira mál. Svo er maður líka orðinn að- eins eldri,“ sagði Kolbrún og hló dátt því hún hefur hreint ótrúlega mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. „Það er ótrúleg upplifun að vera á Ólympíuleikum og ég held að enginn geti skilið hvernig það sé að vera hérna fyrr en hann er bú- inn að upplifa það,“ sagði Kolbrún en hún trúði því vart að aðstæður yrðu eins og þær eru í dag þegar hún kom til Aþenu fyrir rúmu ári. „Þá leist mér ekkert á þetta. Þá leit þetta ekki vel út en Grikkirnir sögðust samt ætla að vera með allt klárt og þeir hafa sko staðið við það og þetta er frábært. Ég er líka mjög ánægð með laugina og líst rosalega vel á þetta. Get hreinlega ekki beðið eftir því að byrja að keppa.“ Kolbrún segir að það skipti miklu máli að hafa góða reynslu á slíkum mótum og hún er ánægð með hvernig hún höndlar álagið á mótunum. „Það verður alltaf að vera smá stress. Ef það er ekkert stress er ég allt of kærulaus og því reyni ég að fara hinn gullna meðalveg í stress- inu og það gengur alveg ágætlega. Ég ætla að bæta mig í þessu sundi og mig langar sérstaklega að bæta Íslandsmet mitt í 25 metra laug- inni. Ef ég næ því þá veit ég að ég á mikið inni í stuttu lauginni. Það er draumurinn. Undirbúningurinn fyrir þessa leika hefur gengið ótrú- lega vel því aldrei þessu vant hef ég sloppið vel við meiðsli og náð að æfa á fullu í 12 mánuði. Þess vegna er ég mjög bjartsýn á að ná góðum árangri,“ sagði Kolbrún Ýr. henry@frettabladid.is 1–0 Daníel Hjaltason, víti 4. 2–0 Viktor Bjarki Arnarsson 24. 2–1 Þórarinn Kristjánsson, víti 40. 2–2 Þórarinn Kristjánsson 68. 2–3 Þórarinn Kristjánsson 71. DÓMARINN Jóhannes Valgeirsson Mjög slakur BESTUR Á VELLINUM Þórarinn Kristjánsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (3–7) Horn 4–3 Aukaspyrnur fengnar 7–23 Rangstöður 1–2 MJÖG GÓÐIR Þórarinn Kristjánsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík GÓÐIR Kári Árnason Víkingi Grétar Sigurðsson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Höskuldur Eiríksson Víkingi Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi Guðjón Antoníusson Keflavík Scott Ramsey Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson skoraði einnig sigurmarkið í fyrri leik liðanna og er maðurinn á bak við sex stig Keflavíkur gegn Víkingum í sumar. 2-3 VÍKINGUR KEFLAVÍK [ STAÐAN ] FH 13 6 6 1 18–11 24 ÍBV 13 6 4 3 22–12 22 Keflavík 14 6 3 5 19–21 21 Fylkir 13 5 5 3 18–14 20 ÍA 13 5 5 3 18–14 20 KR 13 4 6 3 16–14 18 Víkingur 14 4 3 7 14–17 15 Fram 13 3 4 6 16–17 13 Grindavík 13 2 6 5 12–19 12 KA 13 3 2 8 10–24 11 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 8 Grétar Hjartarson, Grindavík 7 Ríkharður Daðason, Fram 7 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 NÆSTU LEIKIR ÍBV–FH sun. 15. ág. 17.00 Fylkir–Fram sun. 15. ág. 18.00 ÍA–KR sun. 15. ág. 18.00 Grindavík–KA sun. 15. ág. 18.00 KA–Fram lau. 21. ág. 16.00 FH–ÍA sun. 22. ág. 17.00 Keflavík–ÍBV sun. 22. ág. 18.00 Víkingur–Fylkir sun. 22. ág. 18.00 [ STAÐAN ] Valur 13 7 4 2 21–11 25 HK 14 7 1 6 16–18 22 Þróttur 14 5 5 4 23–18 20 Þór Ak. 13 4 8 1 14–9 20 Breiðablik 14 5 4 5 21–21 19 Fjölnir 14 6 1 7 24–26 19 Völsungur 13 4 4 5 19–19 16 Njarðvík 14 4 4 6 16–23 16 Stjarnan 14 4 3 7 24–32 15 Haukar 13 3 4 6 18–19 13 LEIKIR GÆRDAGSINS 1. DEILD KARLA LANDSBANKADEILD KARLA HK–Njarðvík 3–0 Fjölnir–Þróttur 0–2 Stjarnan–Breiðablik 1–1 KOLBRÚN KLÁR Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir er sátt við undirbúninginn fyrir leikanna í Aþenu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.