Fréttablaðið - 14.08.2004, Page 45

Fréttablaðið - 14.08.2004, Page 45
LAUGARDAGUR 14. ágúst 2004 Opið alla helgina ÚTSALAN Í FULLUM GANGI h ö n n u n : w w w .p ix il l. is 25% afsláttur Átthyrnt borð og fjórir klappstólar Verð áður: 45.860 Tilboðsverð nú: 34.395 30% afsláttur Bekkur Verð áður: 42.000 Tilboðsverð nú: 29.400 25% afsláttur Stækkanlegt borð (120+60x120) og sex staflanlegir stólar Verð áður: 79.940 Tilboðsverð nú: 59.955 Fjölskylduskemmtan með kubbum Íslandsmótið í Kubb fer fram í fjórða sinn í dag í blíðskaparveðri við grasagarðinn í Laugardaln- um. Mótið hefst klukkan eitt og stendur fram eftir degi því leik- irnir geta dregist á langinn. Fyrir þá sem ekki eru eins reyndir í leiknum er þó hægt að mæta klukkan tólf og taka æfingaleiki og vera þannig búin að hita sig upp áður en til alvörunnar kemur. Þréttán lið voru skráð til þáttöku í gær, en gefst fólki þó möguleiki á að skrá sig á mótið í grasagarð- inum allt að hálftíma áður en keppnin hefst. Leikurinn kemur hingað til lands frá Svíþjóð en var fyrr á öldum stundaður af aðals- mönnum Evrópu sem þægileg dægrastytting. Leikurinn hefur þó tekið nokkrum breytingum og er að öðlast meiri og meiri út- breiðslu í heiminum, er til að mynda stundaður í hinum ýmsu ríkjum í Bandaríkjunum. „Kubb snýst um að skjóta nið- ur fimm riddara og kóng hjá hinu liðinu með sex sleggjum. Tveir til sex geta verið í hverju liði. Þetta snýst bara um að hitta,“ segir Jó- hanna Þórdórsdóttir, einn af skipuleggjendum mótsins. „Fólk getur mætt með kæliboxin með veitingum á staðinn en svo er spurning hvort fólk verði það metnaðargjarnt að það sleppi því á sjálfu Íslandsmótinu,“ segir Jó- hanna, sem er einn af núverandi Íslandsmeisturum. „Það var mjög góð stemning á mótinu í fyrra sem stóð frá eitt til sex um kvöldið. Þetta býður upp á svolít- ið svipaða möguleika og leikur eins og krikkett, fólk getur verið með börn í þessu og tekið því ró- lega úti við í góðra vina hópi.“ ■ KUBB Skemmtilegur leikur þar sem fólk getur haft gaman af og notið þess að vera saman.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.