Fréttablaðið - 14.08.2004, Síða 57

Fréttablaðið - 14.08.2004, Síða 57
LAUGARDAGUR 14. ágúst 2004 follow your heart Útsöluhorn Nýjar vörur Kringlunni - sími 581 2300 OUTLET DAGAR EINSTAKT TÆKIFÆRI 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI RÝMUM FYRIR GLÆSILEGUM HAUST- OG VETRARVÖRUM Nýtt kortatímabil Sólbekkur TILBOÐ KR. 21.700 (Verð áður kr. 27.200) ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Söguganga verður farin um Oddeyrina á Akureyri á vegum Minjasafns Akureyrar. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49. ■ ■ MARKAÐIR  12.00 Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum, Mosfellsdal stendur til kl. 17. ■ ■ SÝNINGAR  Nýlistasafnið opnar í dag sína fyrstu sýningu í nýjum húsakynnum safnsins á Laugavegi 26. Sýningin heitir Aldrei-Nie-Never er samsýn- ing íslenskra og þýskra listamanna undir listrænni stjórn Hlyns Halls- sonar myndlistarmanns. ■ ■ SÖNGLEIKIR  20.00 Sumaróperan sýnir söng- leikinn Happy End í Gamla bíói. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Í berjamó með Blíðfinni á Berjadögum í Ólafsfjarðarkirkju. Þorvaldur Þorsteinsson mynd- listarmaður og rithöfundur kynnir ævintýrið. Flutt verður tónlist tengd verkum hans.  Danskir dagar verða haldnir í Stykk- ishólmi með ratleik, skrúðgöngu, bryggjuballi og fleiru. hvar@frettabladid.is Nýlistasafnið hefur flutt sig um set frá Vatnsstígnum yfir á Laugaveg 26, þar sem opnuð verður í dag fyrsta sýningin í nýjum húsakynnum safnsins fyrir ofan verslun Skífunnar. „Þetta er bjart og fínt hús- næði, frábær salur. Það er gott að vera kominn á Laugaveginn líka. Ég held að allir séu í skýjun- um yfir þessu,“ segir Hlynur Hallsson myndlistarmaður, sem er listrænn stjórnandi fyrstu sýningarinnar í þessu nýja hús- næði. Sýningin nefnist Aldrei - Nie - Never og er samsýning sex lista- manna. Sýningin í Nýlistasafn- inu er þó aðeins hluti af stærri sýningu, sem átján listamenn taka þátt í. „Fyrsti hluti sýningarinnar er hér í Nýló en svo verður annar hlutinn opnaður í Kuckei gallerí- inu í Berlín 24. ágúst og svo verð- ur þriðji hlutinn opnaður í Gall- erí + á Akureyri 13. nóvember.“ Í fyrsta áfanganum sýna þau Anne Berning, Knut Eckstein, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Ulrike Schoeller og Matten Vogel verk sín. „Þetta eru mjög ólíkir lista- menn á ólíkum aldri sem eru að vinna mjög fjölbreytta hluti hug- myndalega séð. Þeim var í sjálfs- vald sett hvort þeir gerðu ný verk eða kæmu með eldri verk og það er misjafnt hvernig fólk tók í það. Sumir vinna út frá titli sýningarinnar, aðrir gera það ekki.“ Hlynur segist ekki líta á sjálf- an sig sem sýningarstjóra heldur sé sýningin í heild með vissum hætti hans eigið verk sem mynd- listarmanns. Hann hefur áður unnið með þessum hætti, að fá aðra listamenn til þess að vinna inn á sýningar sem hann stjórn- ar. „Síðan verður mikið húllum- hæ hérna á opnuninni. Nýlókór- inn syngur verk eftir Magnús Pálsson og Kristin G. Harðarson, og DJ Musician spilar.“ ■ ■ MYNDLISTARSÝNING Nýló á nýjum stað FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ALDREI - NIE - NEVER Fyrsta sýningin í Nýlistasafninu fyrir ofan Skífuna á Laugaveginum verður opnuð í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.