Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 16
Ég vil byrja á því að taka undir með grein Gunnars Smára Egils- sonar í Fréttablaðinu þann 23. ágúst 2004 um atvinnuleysi. Þar voru orð í tíma töluð því svo und- arlegt sem það nú er hefur lítil sem engin umræða verið í þjóðfé- laginu af nokkru viti um þennan vaxandi vanda sem nú steðjar að sífellt fleiri fjölskyldum í landinu. Í lok júlí sl. voru 5.112 manns skráðir á atvinnuleysisskrá á landinu sem jafngildir að atvinnu- leysi sé 3% af mannafla. Ef litið er á hagtölur hefur ástandið lítið sem ekkert breyst til batnaðar sl. tvö ár heldur hefur fylgt árstíða- sveiflum og því oft verið verra á þessu tímabili. Ekki má gleyma að atvinnulausum einstaklingi fylgir í flestum tilvikum fjölskylda, sem hann/hún þarf að sjá fyrir og snertir atvinnuleysið því fleiri en þann atvinnulausa. Það mætti því hæglega margfalda þessa rúm- lega 5.000 atvinnulausa einstak- linga með 3-4 (sbr. vísitölufjöl- skyldan) til að fá raunverulega mynd af ástandinu. Atvinnuleysisbætur eru sví- virðilega lágar eða rétt um 80.000 kr. miðað við fullar bætur fyrir utan skatta. Eins og allir vita dug- ir þetta ekki fyrir lágmarksfram- færslu. Það er því ljóst að einstak- lingur sem er atvinnulaus í meira en nokkra mánuði mun fljótlega fara að eiga í verulegum erfið- leikum með að standa skil á sínum fjárhagsskuldbindingum. Eins og ástandið á vinnumarkaðnum er í dag er ekki óalgengt að einstak- lingar séu 6-8 mánuði á atvinnu- leysisskrá, sem jafngildir u.þ.b. einnar milljón króna tekjutapi á sama tíma að frádregnum at- vinnuleysisbótum miðað við með- allaun hjá VR. Í dag er algengt að allt frá 70- 120 manns sæki um hvert auglýst starf, sem endurspeglar enn frek- ar atvinnuástandið í þjóðfélaginu. Þetta bendir með öðrum orðum til þess að fjöldi vinnufærra manna í atvinnuleit er mun meiri en þau störf sem í boði eru á vinnumark- aði. Flestir umsækjendur um þessi störf eru þar að auki mjög vel menntaðir og er samkeppnin því gífurleg. Menntastefna sú, sem fylgt hefur verið á síðustu áratugum er að skila sér í öfugri þróun, þ.e. háskólamenntaðir ein- staklingar, jafnvel með fram- haldsmenntun, eru nú að ganga í störf sem þurfti ekki stúdents- próf til fyrir nokkrum árum. Fjöl- breytnin á atvinnumarkaðnum hefur hins vegar engan veginn haldist í hendur við þessa miklu menntastefnu landans og er nú svo komið að háskólapróf er farið að verða einstaklingum í atvinnu- leit til trafala frekar en hitt. Hvernig getur annars staðið á því að um 500 háskólamenntaðir ein- staklingar eru nú á atvinnuleysis- skrá bara á höfuðborgarsvæðinu? Það er alveg ljóst að atvinnu- leysi á Íslandi er komið til að vera og er því ekki tímabundið ástand lengur. Stjórnvöld verða að fara að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við með afgerandi hætti í stað þess að loka endalaust augunum fyrir vandamálinu og láta sem það sé ekki til. Móta verður stefnu til úrbóta og hækka atvinnuleysisbætur þannig að þær séu sambærilegar við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. ■ Hræðsla við fjölmiðla? Framsóknarkonur sem staðið hafa fyrir fundum og tjáð óánægju sína í fjölmiðl- um vegna skerts hluts kvenna innan flokksins gæta vel að því að dreifa at- hygli fjölmiðlanna milli sín. Þær ákveða fyrirfram hver eigi að tala við hvern fjöl- miðil. Þannig getur verið erfitt að fá við- brögð kvenna þegar leitað er eftir þeim því þá þarf sú að spyrja leyfis hvort hún megi verða fyrir svör- um. Hver ræður því er óljóst. Vindi fjölmiðlamaður sér upp að konunum veigra þær sér gjarnan við að tala og benda á aðra heppilegri. Þær virðast ekki þora að taka af skarið og segja skoðun sína á stöðunni og óá- nægju þeirra innan flokksins. Óánægjan djúpstæð en engin ráð Þegar slökkt er á upptökutækjum hræðast konurnar síður að segja hug sinn. Ýmsar upplýsingar koma þá fram sem ekki fást staðfestar og verða ekki reifaðar. Þær vilja aukin völd kvenna innan flokksins og ætla ekki að láta strákhvolpunum hans Halldórs þau eft- ir. Því þurfi þær að flykkjast í kjördæma- ráð og nefndir og taka þátt í öllum framboðum til að komast til áhrifa til jafns við karla. Halda sínu striki Framsóknarkonur voru ákaflega ánægðar með fundinn á miðvikudag. Þó kvörtuðu sumar yfir að eljan og reið- in hafi verið bæld. Þær sem tjáðu hug sinn óheftan nefndu jafnvel, í hálfkær- ingi, að nú hefðu þær örugglega stokk- ið upp um nokkur sæti á dauðalistan- um! Aðrar höfðu þó róað hug sinn, þær skyldu báðar hliðar málsins, það er reiði flokkssystra sinna og aðstöðu Hall- dórs. Þó Siv væri rit- ari flokksins hefði hún ekki komið öðrum manni að í kosning- unum. Þ að telst til minniháttar ódygðar laxveiðimanna að stækka bráðsína í frásögnum. Þar eru ekki aðrir hagsmunir í húfi en gleð-in yfir góðum feng. Öðru máli gegnir á verðbréfamarkaði. Þar varða upplýsingar um einstök viðskipti miklu fyrir fjárfestingarákvarðanir fjölda annarra. Kaup Orra Vigfússonar af Burðarási og kaup Helga Magnússonar af Landsbankanum á bréfum í Íslandsbanka vöktu spurningar margra. Þeir teljast hvorugur til stærstu laxa í íslensku viðskiptalífi, þótt þeir hafi staðið sig ágætlega í þeim viðskiptum sem þeir hafa fengist við um dagana. Báðir sögðust mundu fá hóp fjárfesta að verkefninu. Nú er ljóst að Orra Vigfússyni hefur ekki tekist að fá fjárfesta að sínum ríflega fimm prósenta hlut. Helgi hefur þrjá mánuði til þess. Burðarás hefur eignast bréf Orra í Íslandsbanka aftur og hefur að- ferðin við kaupin vakið upp spurningar margra um eðli viðskiptanna. Orri og Burðarás áttu ekki viðskipti með bréfin sjálf, heldur keypti Burðarás eignarhaldsfélag Orra sem átti bréfin í heilu lagi. Þegar svo stórir eignarhlutir ganga kaupum og sölum ber að upplýsa markaðinn um verðmæti viðskipta. Sama gildir um viðskipti fruminnherja eins og Orra sem er bankaráðsmaður í bankanum. Ekki verður dregin önnur ályktun af þessari aðferð en sú að menn hafi ekki viljað gefa upp verð í viðskiptunum. Kauphöllin gerði, eðli málsins samkvæmt, athugasemdir við þessi viðskipti. Í framhaldinu var send tilkynning þar sem vísað var til þess að verðmæti viðskiptanna bæri að lesa út úr gengi framvirks samnings sem gerður var í febrúar. Það þýðir að hlutdeild Orra í hækkandi gengi Íslandsbanka er óveruleg og að áhættan af sveiflum í gengi bréfanna hafi verið hjá Burðarási en ekki Orra. Viðbótarupp- lýsingarnar vekja því fleiri spurningar en þær svara. Væri ekki eðli- legt að hluthafar Burðaráss væru sér meðvitaðir um að þeir bæru gengisáhættu af eigninni í Íslandsbanka og fengju hagnaðinn eins og raunin varð. Menn hljóta einnig að velta fyrir sér í hvers umboði bankaráðsmenn á þessum kjörum starfa. Það væri einnig forvitnilegt að vita hvort framvirkir samningar um hlutabréf, þar sem stór hluti áhættu er borinn af seljanda, standa almennum fjárfestum til boða. Gaman væri einnig að vita hversu miklar tryggingar, aðrar en bréfin sjálf, þarf að leggja fram til að gera slíka samninga. Enda þótt Kauphöllin telji svörin viðunandi fyrir sig og sitt reglu- verk, er jafn ljóst að forstjóri Kauphallarinnar telur aðila þessara viðskipta skulda markaðnum frekari skýringar á viðskiptunum. Undir það skal tekið, en einnig má spyrja hvort Kauphöllin hefði mátt taka fastar á málum. Úti á markaðnum eru margir undrandi yfir stöðu mála. Kauphöllin hefur að undanförnu unnið að innkomu er- lendra aðila á markað hérlendis. Forsenda þess er að erlendir fjár- festar og fyrirtæki geti reitt sig á að hér séu hafðir í heiðri viðskipta- hættir sem tíðkist á mörkuðum í nágrannalöndum okkar. Þeir sem bera ábyrgð á heilbrigði markaðarins mega ekki fljóta sofandi að feigðarósi þegar mikilvægir langtímahagsmunir eru í húfi. ■ 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Mörgum spurningum er ósvarað um viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar með bréf Íslandsbanka. Sannleikurinn um stærð laxa Bregðast verður við atvinnuleysinu ORÐRÉTT Ólíkir „konungar“ Forseti Íslands telur það ... hlut- verk sitt að rækta viðskiptasam- bönd íslensku auðhringanna við ákveðnar þjóðir! Það er merkileg hugsjón vinstrimanns. Getur verið að Karl Gústaf Svíakonungur ræði við Davíð Oddsson um að heimila Televerket að kaupa Sím- ann þegar hann kemur hingað bráðlega? Nei. Það gera ekki „konungar“ jafnaðarmanna. Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur. Morgunblaðið 27. ágúst. Skógræktin skilar árangri Nú eru peningarnir aftur farnir að vaxa á trjánum á Íslandi. Guðmundur Steingrímsson blaða- maður. Fréttablaðið 27. ágúst. Margur heldur mig sig Það mætti gjarnan fjalla dálítið um fámenna klíku sem ræður því hvað við látum ofan í okkar af upplýsingum: Fréttamenn. Sjálfsagt lifa margir eingöngu á ruslfæðinu frá þessari klíku. Það er engum hollt. Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður. Viðskiptablaðið 27. ágúst. Skýrir margt Opinberir starfsmenn á kafi í klámi á netinu. Fyrirsögn fréttar í DV. DV 27. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Þegar svo stórir eignarhlutir ganga kaupum og sölum ber að upplýsa markaðinn um verðmæti viðskipta. Sama gildir um viðskipti fruminnherja eins og Orra sem er bankaráðsmaður í bankanum. Ekki verður dregin önnur ályktun af þessari aðferð en sú að menn hafi ekki viljað gefa upp verð í viðskiptunum. ,, Það er alveg ljóst að atvinnuleysi á Ís- landi er komið til að vera og er því ekki tímabundið ástand lengur. Stjórnvöld verða að fara að horfast í augu við þá staðreynd og bregðast við með afgerandi hætti í stað þess að loka endalaust augunum fyrir vandamálinu og láta sem það sé ekki til. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 gag@frettabladid.is SIGRÍÐUR HELGA SVERRISDÓTTIR UMRÆÐAN ATVINNULEYSI ATVINNULEYSISVANDINN Atvinnuleysi á Íslandi er komið til að vera, segir greinar- höfundur. Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.