Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 18
Þ órey Edda Elísdóttir kepptitil úrslita í stangarstökki áÓlympíuleikunum í Aþenu á þriðjudag og hafnaði í fimmta sæti. Hún stökk 4,55 metra, sem er besti árangur hennar á stór- móti. Er það stórt stökk frá Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum þegar hún stökk 4 metra og hafnaði í 22. sæti. Hún hefur fyrir löngu unnið hugi og hjörtu þjóðarinnar og er án efa í hópi dáðustu íþróttamanna Íslendinga. Þórey Edda fæddist 30. júní 1977 og varð því 27 ára í sumar. F o r e l d a r hennar eru Sigríður Al- bertsdóttir og Elís S. Stef- ánsson og á hún tvo bræð- ur, annan eldri en hinn yngri. Fjö lskyldan hefur alla tíð búið í Hafnar- firði og er Þórey Edda sögð mikill Hafnfirðingur í sér. Hún var skemmtilegt barn, ákveðin og sjálfstæð og átti það til að stríða bræðrum sín- um. Stríðnin ku að mestu hafa alist af henni. Ung hóf hún að stunda íþróttir og lá leiðin í fim- leikafélagið Björk þar sem hún æfði af kappi í tíu ár. Þórey varð sex sinnum bikar- meistari með Björkunum, tvisvar varð hún Ís- landsmeistari á tvíslá og í fimm ár átti hún sæti í fimleikalandslið- inu. Samferðamenn hennar í fimleikunum segja hana hafa verið afar samviskusama við æfingarnar og fylgna sér með ein- dæmum. Um skeið var kínversk- ur þjálfari við stjórnvölinn hjá Björk og beitti hann „kínversk- um“ aðferðum við þjálfunina sem fólust meðal annars í að gera sömu hlutina aftur og aftur. Ef stúlkunum var sagt að gera ein- hverja æfinguna hundrað sinnum var eins og við manninn mælt; Þórey Edda gerði æfinguna hund- rað sinnum. Upp og ofan var hvort aðrar stúlkur kláruðu það sem fyrir þær var lagt. Það má annars heita sérstakt að hún skyldi dvelja við fimleikana jafn lengi og raun ber vitni því um fermingaraldurinn tók að togna svo mikið úr henni að talsverðu munaði á henni og jafnöldrum hennar. Hæðin háði henni við æf- ingarnar, ekki síst á tvíslánni, og þurfti að færa dýnurnar undan neðri slánni svo hún gæti sveiflað sér eins og lög gera ráð fyrir. Árið 1996 færði Þórey Edda sig úr fim- leikunum og yfir í stangarstökkið. Ljóst var frá fyrsta degi að þar væri hún á heimavelli og naut hún góðs af áralangri og stífri líkams- þjálfun fimleikanna. Fyrsta árið stökk hún yfir 3,30 metra og hefur teygt sig æ hærra til himins síðan. Þó að íþróttir hafi lengst af verið aðalmálið í lífi Þóreyjar Eddu hefur hún einnig gengið menntaveginn. Hún lauk stúd- entsprófi af þremur brautum frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 1998 og stundaði um hríð nám við háskóla í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Þá hóf hún að læra um- hverfis- og byggingaverkfræði við HÍ fyrir nokkrum árum en hefur nú gert hlé á skólasókn og einbeitir sér að íþrótt sinni. Hún er sögð duglegur námsmaður og er staðráðin í að ljúka verkfræð- inni. Vinir og vandamenn Þóreyjar Eddu bera henni afskaplega vel söguna og af orðum þeirra má skilja að hún sé afar vönduð manneskja. Hún er hrein og bein, góð- m e n n s k a n uppmáluð, já- kvæð og ein- staklega góð- ur vinur. Alla tíð hefur hún þótt ákveðin og stöðug ferðalög um heiminn til æfinga og keppni hafa styrkt hana. Hún lifir líf- inu lifandi og þrátt fyrir stífar æfingar tekur hún þátt í félags- og s a m - kvæmislífinu með vinum sínum. Hún er r e g l u m a n n - eskja og reyk- ir ekki en dreypir annað veifið á borð- vínum með mat. Hún er laus við öfgar í æfingum sín- um og borðar það sem henni finnst gott og gerir jafnan það sem henni f i n n s t skemmtilegt. Þórey Edda er einhleyp og herma vinir hennar að hún sé ekkert að flýta sér að binda sig. Fer hún þó á s t e f n u m ó t þegar svo ber undir. Auk íþróttaáhugans hefur Þórey Edda gaman af útivist og ver jafnan dágóðum tíma á fjöllum. Þá var hún í hjálp- arsveit um skeið. Umhverfismál standa hennar afar nærri og birtist sá áhugi hennar berlega í síðustu alþingiskosningum þegar hún skipaði annað sætið á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Framboð hennar kom mörgum á óvart, ekki vegna stjórnmálaáhugans heldur vegna tímans sem slíkt stúss út- heimtir. Héldu flestir að hún hefði í nægu að snúast. Af menningu og listum finnst Þóreyju Eddu tónlist hvað skemmti- legust og eru U2 og Sálin hans Jóns míns í mestu uppáhaldi. ■ 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR18 Maður vikunnar Lifir lífinu lifandi ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR STANGARSTÖKKVARI Svar við gagnrýni á útivistarkort Í Fréttablaðinu á fimmtudaginn fer Sesselja Guðmundsdóttir mikinn í gagnrýni sinni á nýútkomið útivist- arkort af Reykjanesi sem Loft- myndir ehf. gáfu út í samstarfi við Ferðamálasamtök Suðurnesja. Þess er vandlega gætt í greininni að minnast í engu á þá staðreynd að aldrei áður hefur verið gefið út kort með jafn miklum upplýsingum um sögu og minjar á Íslandi. Kortið er öðrum þræði ætlað sem hvatning til hreyfingar og útiveru á einstöku svæði í námunda við stærsta þétt- býli landsins. Við lestur greinarinnar vakna spurningar um lundarfar og/eða kímnigáfu Sesselju sem m.a. kýs að kalla „omega“ Ω, sem er tákn fyrir hella, „kopp á hvolfi“. Líklega er hér um að kenna torlæsi frúarinnar sem kvartar líka undan því að letur sé of smátt fyrir sjóndapra. Önnur gagnrýni Sesselju er flest þess eðlis að hún hefði betur ráðfært sig við einhvern þeirra fjölmörgu sérfræð- inga sem komu að gerð kortsins til að fá nánari skýringar á þeim ör- nefnum á kortinu sem hún ekki þekkir. Sú fullyrðing Sesselju að stígar séu „rissaðir handahófskennt“ er byggð á algjörum misskilningi. Við gerð korta með myndkort sem bak- grunn eru gönguleiðir hnitaðar ofan í stíga sem hreinlega sjást á loft- myndum sem stækkaðar eru upp á stórum tölvuskjám. Vissulega er hér um nýjung að ræða sem ekki hefur verið beitt áður við kortagerð á Íslandi og tryggir að kortin eru nánast fullkomin að því er ná- kvæmni og leiðsagnargildi varðar. Með því að hnita leiðir ofan í loft- myndir fæst algerlega ný sýn á landið og kennileiti sem illmögulegt er að sjá af jörðu niðri. Alkunna er við kortagerð að upp koma deilur um örnefni sem engin leið er að sannreyna. Einstaka mál hafa jafnvel ratað alla leið í Hæsta- rétt. Einnig er ekki óþekkt að kenni- leiti beri mismunandi nöfn eftir því hvort horft er af sjó eða landi. Rauði þráðurinn í gagnrýni Sesselju er að örnefni á korti sem hún þekkir ekki séu þar með rangnefni og/eða rang- lega staðsett. Öll örnefni á kortinu hafa verið staðfest og yfirfarin af aðilum með sérfræðiþekkingu á staðháttum. Sesselja setur út á að kortið skuli vera kallað „Reykjanes“ en ekki „Reykjanesskagi“. Því er til að svara að almenn venja í kortagerð er að nota þekktustu örnefni á svæðinu sem nafn korta. Þessi at- hugasemd er því óskiljanleg með öllu. Sambærilegt væri að setja út á nafnið „Esja“ á korti sem sýnir stærra svæði en hina eiginlegu Esju. Sesselja kvartar einnig yfir því að tvær fjárborgir vanti en setur út á að Lyngborg skuli vera merkt inn. Þess má geta að alls eru um 80 fjár- borgir á Reykjanesi og þar af 15 merktar á kortið þar sem ógjörning- ur er að koma öllum kennileitum inn á kort í þessum mælikvarða svo vel fari. Eins og sjá má á meðfylgjandi úrklippu úr kortinu eru heimasvæði Sesselju gerð góð skil og vart hægt að koma fyrir fleiri örnefnum. Sess- elja kvartar yfir að örnefni séu ekki hægra megin við þá staði sem vísað er til. Örnefni eru einfaldlega sett þar sem þau skyggja sem minnst á staðinn sem þau vísa til. Þau eru því staðsett úti í sjó þar sem þau fara best en þess þó gætt að ljóst sé við hvaða stað er átt. Það er von Loftmynda að sem flestir komi ábendingum á fram- færi um það hvað betur megi fara á þeim sex myndkortum í korta- flokknum „Af stað“ sem fyrirtækið hefur nú gefið út. Það verður hins vegar að gera af fagmennsku og helst með jákvæðu hugarfari. Að lokum óskum við Reyknes- ingum til hamingju með stóraukinn áhuga ferðamanna á svæðinu sem marka má af þeim frábæru viðtök- um sem kortið hefur fengið. Ferða- málasamtökum Suðurnesja og öðr- um sem komu að gerð kortsins þökkum við einnig fyrir gott og ánægjulegt samstarf. ■ DAGUR B. EGGERTSSON Kostar óskilvirkt skipulag heilbrigðis- þjónustu höfuðborgarsvæðis- ins milljarða króna í óþarf- lega dýrum læknisheimsókn- um og lyfjakostnaði? ,, SKOÐUN DAGSINS HEILSUGÆSLAN Má spara milljarð eða tvo? Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri virðist leiða í ljós að mark- vissari verkaskipting heilbrigðis- þjónustu í Reykjavík gæti sparað á annan milljarð króna. Nánar tiltekið, að ef Reykvíkingar notuðu þjónustu sérfræðilækna jafn markvisst og Akureyringar myndi kostnaður Tryggingastofnunar lækka um 1,3 milljarða króna á ári. Skýringarnar sem Ríkisendur- skoðun teflir fram eru þær að verka- skipting heilsugæslu, sérfræðinga og sjúkrahúss sé markvissari á Ak- ureyri en í Reykjavík. Heilsugæslan á Akureyri er í miklu ríkari mæli fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Það birtist meðal annars í því að um 90% af sjúkling- um sem leita til sérfræðilækna fyrir norðan koma með tilvísun frá heim- ilislækni. Nánara samspil er jafnframt milli heilsugæslu og sjúkrahússins á Akureyri. Vaktir heimilislækna á Akureyri fara til að mynda fram inni á bráðamóttöku sjúkrahússins í ná- inni samvinnu við sjúkrahúslækna, ólíkt því sem tíðkast á höfuðborgar- svæðinu. Ekki þarf að efa að í þeirri samvinnu felst margvíslegt hag- ræði. Dag- og göngudeildaþjónusta hefur eflst hraðar á Akureyri en sambærileg þjónusta á Landspítal- anum. Þjónusta sérfræðilækna utan spítala hefur á hinn bóginn vaxið hratt á höfuðborgarsvæðinu. Akureyri hefur þó einnig mikil- væga sérstöðu í skipulagi heilbrigð- ismála sem ekki er vikið að í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Líkt og Höfn í Hornafirði fer sveitar- félagið með málefni heilsugæslu og öldrunarmál ólíkt öllum öðrum sveitarfélögum. Góð samfella í heil- brigðis- og félagsþjónustu getur án efa lagt sitt af mörkum til mark- vissari þjónustu. Ítarlegri skoðun þarf áður en nið- urstöðum Ríkisendurskoðunar er slegið föstum. Vísbendingunum sem fyrir liggja þarf þó sannarlega að fylgja eftir. Auk kostnaðar við sér- fræðilækna þarf að greina áhrif Ak- ureyrarskipulagsins á árangur ann- arra fjárfrekra úrræða í heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo sem lyfja- kostnaðar, fjárhagsaðstoðar og heimaþjónustu. Heilbrigðisráðherra er á réttri leið með því að stefna að flutningi heilsugæslu og öldrunarmála frá ríki til sveitarfélaga. Dæmin frá Akur- eyri sýna að slíkt fyrirkomulag úti- lokar ekki náið samstarf við ríkis- rekið háskólasjúkrahús. Ríkisendur- skoðun bendir þó á að þróun heil- brigðismála virðist í ýmsum efnum hafa verið í öfuga átt við Akureyrar- skipulagið og yfirlýsta stefnu. Það hlýtur að vera umhugsunarvert. Þar sem spara má milljarða með skýrri stefnumótun og festu í framkvæmd má sóa jafn mörgum með því að láta það vera. ■ ARNAR SIGURÐSSON LOFTMYNDUM EHF. UMRÆÐAN ÚTIVISTARKORT AF REYKJANESI Alkunna er við kortagerð að upp koma deilur um örnefni sem engin leið er að sann- reyna. Einstaka mál hafa jafnvel ratað alla leið í Hæstarétt. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.