Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 54
STARANDI ÓLÍFA ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM RANGHUGMYNDIR OG ÖLÆÐI HELGARPISTILLINN Laddi í nýju myndbandi Bjarkar Ég var svo óheppinn í vikunni að drekka yfir mig. Þetta hafði verið erfiður dagur, ég hafði tekið að mér að vaska upp og svo var ein- hver stífla í kaffivélinni. Ég hafði þess vegna brugðið á það ráð að þykjast fara út í sjoppu en fór þess í stað út á bar þar sem ég drakk eins mikið áfengi og ég átti fyrir. Ég lá stjarfur fram á bar- borðið og fyrir framan mig á bar- borðinu var ólífa. Ég hafði misst af mér gleraug- un skömmu áður en þóttist, engu að síður, grilla í tvo skólafélaga mína á borði ekki langt frá. Þetta voru þeir Ned Einarsson og Ted Lárusson, báðir mjög leiðinlegir menn en höfðu náð töluverðum frama í menntaskóla á sínum tíma vegna vasklegrar framgöngu í Morfís ræðukeppnum. Morfís ræðukeppnir ganga út á að það er skipt í tvö lið, valið eitt umræðuefni og svo eiga lið- in að vera á öndverðu máli og verja sinn málstað. Hámark heimskunnar. Mér varð starsýnt á ólífuna á barborðinu fyrir framan mig og í ölæðinu sló niður í mig þeirri ranghugmynd að ég hefði misst út úr mér annað augað. Ég reyndi að knýja hug- ann til þess að beita rökhugsun, horfði með vinstri, horfði með hægri og komst þannig að raun um að ég gæti ekki verið að horfa á eigið auga og þar af leiðandi væri þetta ólífa. Ég leit yfir til Neds og Teds. Þeir voru að rökræða og þeir voru ekki einu sinni drukknir eins og ég. Þeir breyttust í stjórnmála- menn og þeir breyttust í banda- ríkjaforseta, þeir breyttust í fjölmiðlamenn, lögfræðinga og allt í einu voru þeir orðn- ir vinnufélagar, læknar og bílasalar. Ég reisti höfuðið frá klístruðu barborðinu, pírði augun á Ned og Ted og gerði mér þá grein fyrir að þetta voru alls ekki þeir. Þetta voru Ed Hannesson og Sid Reiersson, drykkjufélagar mínir frá Kanada.■ 42 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ... fær James Brown fyrir að vera í stuði, bera aldurinn vel og vera kominn til landsins uppfullur af jákvæðum boðskap. HRÓSIÐ Þar kom að því að ástsælasti gam- anleikari og söngkona þjóðarinn- ar leiddu saman hesta sína. Eða öllu heldur raddbönd og látalæti. Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og við þekkjum hann öll, leik- ur nefnilega í væntanlegu mynd- bandi Bjarkar Guðmundsdóttur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð gamanleikarinn sig með mestu prýði. „Ég veit nú ekkert um það hvort ég hafi brillerað eða ekki,“ segir Laddi hógvær. „Ég var nú bara einn af þátttakendunum í bandinu að gera raddir og svoleiðis.“ Hluti myndbandsins, The Tri- umph of a Heart, var skotinn á barnum Sirkus þar sem listaspír- ur og aðrir félagar Bjarkar héldu uppi stemningunni á miðviku- dagskvöldið. Ásamt Ladda voru Einar Örn Benediktsson, fyrrum Sykurmoli, og Ragnar Kjartans- son, úr Trabant, í áberandi hlut- verkum. „Þetta var hópur sem var samankominn á Sirkus. Senan gerist öll á bar og það eru engin hljóðfæri í laginu, bara raddir sem við gáfum frá okkur. Þannig mynduðum við taktinn. Ég er með einhver skrýtin óhljóð í þessu,“ segir Laddi, sem fékk að klæðast sínum hversdagslegu fötum. „Þetta voru aðallega vinir og vandamenn hennar. Það var slatti af krökkum þarna, ég var aldursforsetinn. Ég hefði getað verið pabbi eða afi sumra þarna. Hún lét strák hringja í mig með ósk um það að fá mig þangað í raddprufu. Það kom ágætlega út og hún sagðist geta notað eitt- hvað af því.“ Laddi segist örlítið þekkja til Bjarkar frá því í gamla daga en sonur hans, Marteinn Böðvar, var með Björk í fyrstu hljóm- sveit hennar, Exodus, sem varð skammlíf skólasveit. „Þau komu einu sinni fram í barnatímanum þegar ég og Bryndís vorum um- sjónarmenn hans,“ segir Laddi og hlær. „Þá voru þau bara krakkar.“ Laddi segist hafa verið stolt- ur af því að Björk hafi viljað nýta sér hæfileika hans. „Ég sló bara til. Þetta var rosalega gam- an. Ég bíð mjög spenntur að sjá þetta, því þetta var mjög skrýtið. Þetta er svona svolítið öðruvísi.“ biggi@frettabladid.is TÓNLIST BJÖRK ■ Í hvern hringdi Björk þegar hana vant- aði íslenskan gamanleikara til þess að gera furðulegar raddir? Ladda, auðvitað. BJÖRK Greinlega aðdáandi Ladda, eins og stór hluti þjóðarinnar, og fékk hann í nýtt myndband sitt. Lárétt: 2 líkamsvökvi, 6 kyrrð, 8 fiskur, 9 kvíða, 11 lést, 12 sýna sparsemi, 14 um- gerð, 16 fæði, 17 veiðarfæri, 18 dý, 20 tveir eins, 21 beitu. Lóðrétt: 1 skíðagrein, 3 hætta, 4 tíma- mót, 5 ljóma ñ a, 7 hræðileg, 10 hey ñ s, 13 í röð, 15 sigaði, 16 vafa, 19 tveir eins. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Glæsilegt sófasett fyrir sólstofuna eða sumarbústaðinn! Hentar úti sem inni. Kæru nemendur og kórfélagar ég hef ákveðið að taka mér frí frá kennslu í vetur. Mig langar til að þakka þeim fjölmörgu sem til mín hafa leitað s.l. 15 ár Esther Helga Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR ■ „Í ölæðinu sló niður í mig þeirri ranghugmynd að ég hefði misst úr mér annað augað.“ LADDI Segist stoltur af því að vinna með Björk. „Við vorum að brjóta niður vegg og opna „italian style“ hérna hinum megin,“ segir Magnús Garðarsson, kokkur á Mangó-Grill í Grafarvog- inum og annar eigandinn. Af því tilefni verður stór opnun milli tvö og fjögur í dag. „Við verðum með smakk á matseðli og gos. Það verð- ur tjald hérna fyrir utan og hljóm- sveitir ungra stráka sem eiga heima í hverfinu og kalla sig Koll- vik og Funkblað. Ölgerðin verður með trukkinn sinn og það verður hipphopp í klukkutíma, allt úr hverfinu. Við höfum verið að senda happdrættismiða í allan Grafar- voginn og Grafarholtið og í vinning er ferð fyrir tvo til Kraká með Heimsferðum en í happdrættinu verður dregið eftir viku.“ Magnús, eða Maggi Mangó eins og hann er nú kallaður, segir Mangó-Grill vera orðinn Grafar- vogsstað, þrátt fyrir að gestirnir komi alls staðar að. „Þetta er æðisgengið fyrir hverfin. Það eru 20 þúsund manns sem búa hérna og það hefur vantað stað sem fólk getur kallað sinn eiginn. Fólk í hverfinu er þegar búið að eigna sér þennan stað, sem mér finnst frábært.“ ■ ■ MATUR Mangó býður í mat MAGNÚS GARÐARSSON Segir Mangó-Grill vera öðruvísi skyndibita- stað, suðrænan og seiðandi. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 Lárétt: 2 þvag, 6 ró, 8 áll, 9 ugg, 11 dó, 12 nurla, 14 ramma, 16 el, 17 nót, 18 fen, 20 tt, 21 agni. Lóðrétt: 1 brun, 3 vá, 4 aldamót, 5 gló, 7 ógurleg, 10 gra, 13 lmn, 15 atti, 16 efa, 19 nn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.