Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 49
■ LEIKHÚSMARAÞON LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 „Þetta er hugmynd sem ég er búin að ganga með í maganum í eitt ár,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir leik- kona, sem í dag ætlar að gera sér lítið fyrir og flytja sama einleikinn sex sinnum í röð á Akureyrarvöku. Einleikurinn er eftir Sigur- björgu Þrastardóttur og heitir Mað- ur, kona: egglos. Hildigunnur flutti þennan einleik í fyrra í einleikjaröð sem hét Uppistand um jafnréttis- mál. „Hann er mjög fyndinn en um leið er hægt að kafa dálítið ofan í hann. Þetta er með því skemmti- legra sem ég hef leikið og vel skrif- að hjá Sigurbjörgu.“ Einleikurinn gerist í framtíðinni og fjallar um konu sem er í góðu hjónabandi en er þó ekki orðin ófrísk. „Hún er orðin algerlega geggjuð vegna þess og það endar með því að hún ræðst á manninn sinn með of- beldi, nauðgar honum eiginlega. Ég stend ein á sviðinu með gínu, og leik þau bæði. Þetta er mikill hama- gangur.“ Einleikurinn verður fluttur í Samkomuhúsinu á Akureyri frá klukkan 16, og síðan á um það bil hálftíma fresti þangað til maraþon- flutningnum lýkur um þremur tím- um síðar. ■ Ræðst á manninn sinn, sex sinnum HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR Flytur einleikinn „Maður, kona: egglos“ sex sinnum í röð á Akureyrarvöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.