Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI Andstæðingur FH-inga í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða verður þýska 2. deildarliðið Alem- ania Aachen. Það er sem stendur í 11. sæti 2. deildarinnar en það segir þó lítið því aðeins eru búnar tvær umferðir. Þetta lið hefur oft gert mjög góða hluti í bikarkeppn- inni þýsku og komst í úrslit henn- ar í vor, sló meðal annars út stór- lið Bayern Munchen á þeirri leið, en beið lægri hlut gegn Werder Bremen, 3-2, í úrslitaleiknum. En þar sem Bremen varð einnig Þýskalandsmeistari fékk Aleman- ia Aachen sæti í Evrópukeppn- inni. Alemania Aachen kemur frá borginni Aachen sem er margra aldargömul og þar er að finna margar glæsilegar byggingar enda var hún höfuðstaður þýskra konunga í rétt rúmlega hálfa öld. Aachen er nálægt landamærum Hollands og Belgíu og varð mjög illa úti í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki eru nema 250 kílómetrar á milli Aachen og höfuðborgar Hollands, Amsterdam, og þangað fljúga Flugleiðir og hópferð því örugg- lega á dagskrá. FH-ingar eru sáttir Guðmundur Árni Stefánsson er formaður knattspyrnudeildar FH og Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið. „Það er varla að maður sé búinn að jafna sig eftir þennan sögulega sigur. Við erum sáttir við að dragast gegn þessu þýska liði því við ættum að eiga mögu- leika í þá. FH-ingar eru afskap- lega sáttir þessa dagana og nú er bara að setja punktinn yfir i-ið í keppnunum hér heima.“ Fyrri leikurinn verður hér á landi 16. september en sá seinni ytra tveimur vikum síðar. sms@frettabladid.is 32 28. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... kvennaliði Vals í knattspyrnu fyrir skemmtilega auglýsingu í Fréttablaðinu í gær þar sem þær vöktu athygli á leik sínum við Breiðabliki. Í leiknum geta Valskonur unnið sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil í 15 ár og þær notuðu þessa skemmtilegu leið til að trekkja að áhorfendur á leikinn sem hefst klukkan 14.00 á Valsvelli í dag. Vissir þú... ... að aðeins tvö félög, Breiðablik og KR, hafa orðið Íslandsmeistari í kvennafótbolta síðustu 15 árin eða frá því að Valur vann 1989. Þá höfðu Valur og ÍA einokað titilinn sex árin þar á undan en hafa hvorugt unnið síðan. Hver veit nema þeirra tími sé runninn upp því Skagastúlkur geta endurheimt sæti sitt í úrvalsdeild vinni þeir Keflavík í úrslitaleik 1. deildar kvenna og á sama tíma getur Valur orðið Íslandsmeistari.sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Valsstúlkur eru búnar að eiga frábært tímabil í sumar og þurfa aðeins einn sigur til að - tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn í fyrsta sinn síðan 1989. Valur leikur gegn Breiðabliki í dag og ÍBV í næstu viku. Valsstelpurnar eru enn sem komið er taplausar í deildinni og hafa verið á toppnum nánast frá degi eitt. Ragnheiður Víkingsdóttir var fyrirliði Valsliðsins sem vann tit- ilinn fyrir fimmtán árum síðan. „Meistaraliðið mætir á völlinn í dag til að styðja við stelpurnar,“ sagði Ragnheiður og bætti við að biðin væri búin að vera alltof löng. „Við erum að vísu búnar að vinna nokkra bikara í millitíð- inni,“ segir Ragnheiður sem hefur verið meðlimur í öllum meistara- liðum Vals til dagsins í dag. Valur hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari og níu sinnum bikarmeistari, þar af tvisvar á síðustu þremur árum. Það hafa verið kynslóðaskipti í herbúðum Vals og athygli hefur vakið að leikmenn eru mestmegn- is uppaldar Valsstúlkur. „Þær hafa oft verið með í baráttunni en ekki tekist að innbyrða titilinn. Nú er kærkomið tækifæri til þess en þetta er hvergi nærri búið.“ Framtíð Vals er mjög björt Framtíð Vals er mjög björt enda mikið og gott starf verið unnið og vel haldið utan um þjálfun yngri flokkanna. Ragnheiður hlær við þegar hún er spurð hvort liðið í ár sé betra en Valsliðið 1989. „Já, þetta er allt annað umhverfi. Þær byrja að æfa 10-11 ára gaml- ar á meðan að við byrjuðum í kringum fimmtán ára aldurinn. Þær eru snemma komnar í tækni- æfingar en ég er ekki frá því að taktískt þá höfum við verið betri. Við vorum ótrúlega góðar,“ segir Ragnheiður hlæjandi. „En í dag er úr miklu meira að moða en í þá daga og eru liðin því með valda stúlku í hverri stöðu. Það gerir gæfumuninn.“ Hlíðabúar þurfa að bíða lengur eftir titli frá meistaraflokki karla en sá titill hefur ekki komið nærri Valsheimilinu síðan 1987. Það verður því hátíðarstemning á Hlíðarenda í dag og er búist við múg og margmenni á völlinn sem mun vafalítið styðja við bakið á sínu liði. smari@frettabladid.is Fimmtán ár frá síðasta titli Valskonur geta í dag unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í knattspyrnu karla og kvenna síðan 1989. Ragnheiður Víkingsdóttir var fyrirliði Vals fyrir fimmtán árum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Bandaríkjamennfara svo sannar- lega ekki tómhentir heim af Ólympíu- leikunum, ef marka má frammistöðu þeirra á fimmtudag- inn þegar þeir sóp- uðu til sín fimm verðlaunum, nánast á einu bretti. Shawn Crawford, Bern- ard Williams og Justin Gatlin hömp- uðu þremur efstu sætunum í 200 metra hlaupi meðan að Dwight Phillips og John Moffitt lentu í tveimur efstu sætum úrslitanna í lang- stökki. Einnig höfðu Bandaríkjamenn ástæðu til að fagna Felix Sanches sem stóð uppi sem sigurvegari í 400 metra grindarhlaupi. Sanches, sem er frá Dómíníska Lýðveldinu, er fæddur í New York og alinn upp í San Diego. Grikkir fjölmenntuá úrslit 200 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum þó svo að þeirra maður, Kostas Kenteris, væri fjarri góðu gamni vegna lyfjamisferlis. Grikkir hrópuðu nafn hans ótt og títt enda höfðu þeir upphaflega borgað fyrir aðgang til að sjá Kenteris verja Ólympíutitil sinn. Shawn Crawford, sigurvegari 200 metra hlaupsins, sagðist skilja reiði Grikkja. „Við erum stödd þar sem ólympíuleikarnir urðu til, núverandi ólympíumeistari er grískur en það voru vissar kringum- stæður sem urðu til þess að hann gat ekki tekið þátt“ sagði Crawford. „Grikkir eru skiljanlega mjög vonsviknir og reiðir“. Dregið í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gær: FH mætir þýsku neðrideildar liði VALSFÖGNUÐUR MEÐ FIMMTÁN ÁRA ALDURSMUN Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennafótboltanum vinni þær Breiðablik í dag. Valur vann síðast titilinn fyrir fimmtán árum og þá tók Ragnheiður Víkingsdóttir við bikarnum eins og sjá má hér á myndinn til vinstri. Þótt það eru ekki nema 15 ár síðan þá var myndin aðeins til svarthvít í myndasafni blaðsins. Valsstúlkur hafa sett mikinn svip á knattspyrnusumarið með líflegum leik og skemmtilegum fögnum og hér sést eitt þeirra fyrir ofan en það er úr einum af mikilvægari leikjum liðsins, 3–1 sigri á erkifjendunum úr liði ÍBV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.