Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 11
IÐNAÐUR Við mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum Fljótsdalslína 3 og 4 úr Fljótsdal að álveri Reyðaráls í Reyðarfirði var ekki fjallað um þann kost að leggja línurnar hinum megin við fjörðinn og svo yfir hann, í stað þess að fara með línurnar fyrir ofan byggðina. Úr Áreyjardal í Reyð- arfirði koma línurnar til með að þvera botn fjarðarins og liggja ofan við byggðina allt að lóð fyrirhugaðs álvers. Gunnlaugur Nielsen, deildar- stjóri á verkfræði- og framkvæmda- sviði orkuflutninga hjá Landsvirkj- un, segir þann kost að fara yfir fjörðinn trúlega hafa verið skoðaðan hjá Landsvirkjun líkt og fjölmarga aðra. „Það eru ýmsar lausnir mögu- legar, en ekki endilega hagkvæmar,“ sagði hann og benti á að til dæmis væri lögn jarðstrengja með þeirri spennu sem þarna væri krafist svo dýr, að aldrei hefði orðið af neinum framkvæmdum hefði verið farið fram á slíkt. Í svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Drífu Hjartardóttur, alþingis- manns í maí 2001 kom fram að fyrir 400 kV línu líkt og um er að ræða í ál- verið í Reyðarfirði næmi kostnaður við lagningu í jörð 250 til 300 milljón- um króna á hvern kílómetra, eða 9 til 12 sinnum dýrara en loftlína. ■ 11LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 56 32 08 /2 00 4 Íslensk ber pottaplöntuútsala 999 kr. Orkideur Kistur...Allar pottaplöntur með miklum afslætti ...margar nýjar gerðir 2.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. Minnst Miðstærð Stærst Bláber Aðalbláber Rifsber Sólber o.fl. Mikið úrval á Græna torginu, Sigtúni. Langtímasjúklingar í Danmörku: Vilja meiri dagpeninga HEILBRIGÐISMÁL Langtímasjúkling- ar í Danmörku kvarta sáran yfir þeim reglum að sjúkradagpening- ar séu einungis greiddir í eitt ár en margir sjúklingar eru mun lengur en það að ná sér eftir erfið- ar aðgerðir. Hefur það valdið mörgum erf- iðleikum enda lyf og þjónusta hvers konar dýr. Þessu vill danski Íhaldsflokkurinn breyta og mun taka málið upp á danska þinginu enda getur það varla heitið gott velferðarkerfi sem skilur sjúk- linga marga hverja eftir í aura- leysi eftir eitt ár. ■ Háspennulínur í Reyðarfirði: Of dýrt að fara yfir fjörðinn FYRIRHUGAÐ ÁLVER REYÐARÁLS Í REYÐARFIRÐI Vegna kostnaðar var hvorki talið vænlegt að leggja jarðstreng með háspennulínum sem flytja rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í álverið, né heldur fara með línurnar yfir fjörðinn. verði ekki aðskilinn frá eldislaxi, geti það þýtt að þrengra verði um útflutning á eldislaxi héðan. Jón Kjartan Jónsson er fram- kvæmdastjóri Oddeyrar, eignar- haldsfélags Samherja sem meðal annars á í fiskeldisfyrirtækinu Sæsilfri sem stundar laxeldi í Mjóafirði. Jón Kjartan segir Sæsilfur ekki hafa farið varhluta af aukningunni sem orðið hafi á milli ára. „Þetta er nálægt því tvö- földun frá því í fyrra,“ sagði hann og kvaðst nokkuð bjartsýnn á gengi fiskeldisins. „Við gerum ráð fyrir að haustið verði gott.“ Væntingar til þorskeldis Töluverðar væntingar eru svo enn gerðar til þorskeldis. Valdi- mar Ingi Gunnarsson, sjávarút- vegsfræðingur og verkefnisstjóri Þorskeldis á Íslandi, býst við mik- illi aukningu næstu ár og telur slátrun jafnvel verða komna í 2.500 tonn árið 2006, úr um 800 tonnum í ár. Sindri Sigurðsson, sem umsjón hefur með fiskeldi Síldarvinnsl- unnar á Norðfirði, segir þó mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið í þorskeldi. „Í þessu ferli sem menn eru í núna er staðan einfald- lega sú að við erum að reyna að finna út hvort eitthvað vit sé í að fara í þetta.“ Hann telur þó allt benda til að svo sé. „En það tekur einhver ár í viðbót að gera þetta þannig að menn fari að sjá ein- hvern pening út úr þessu,“ bætir hann við. Sindri segir vissulega stefnt að því að auka hlutfall seyðaeldisins í rekstrinum en menn sníði sér þó stakk eftir vexti. Við viljum hafa þetta eins lítið og nett og frekast er unnt. Nóg kostar þetta samt.“ Sindri segir ákveðnar sveiflur í áframeldi þorsks á milli ára, þær ráðist af því hvernig gengur að veiða hverju sinni. „Við reiknum með að slátra einhverjum 50 tonn- um á þessu ári, allt úr áframeldi,“ segir hann, en á næsta ári mun stefna í um þrisvar sinnum meiri slátrun. „Við förum svo ekki að slátra úr seyðunum fyrr en eftir í fyrsta lagi tvö ár.“ „Það er ákveð- in þróunarvinna í gangi og við dundum okkur við þetta í róleg- heitunum. Árangurinn er þokka- legur að okkur finnst en samt mis- jafn,“ segir Sindri. Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í kví- um hér á landi hófust árið 1992 og fram til ársins 2000 stunduðu á annan tug eldisstöðva eldi á villt- um þorski á Austfjörðum, Vest- fjörðum og í Eyjafirði. Á vef AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi kemur fram að í fyrra hafi 14 fyr- irtæki stundað tilraunastarfsemi í þorskeldi um allt land, þar á með- al eru nokkur af öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins. Þá er í gangi nokkur vinna við að meta samkeppnishæfni ein- stakra eldistegunda í alþjóðlegu samhengi. Fiskeldishópur AVS og Landssamband fiskeldisstöðva heldur til dæmis í októberlok mikla ráðstefnu sem ætlað er að gefa meðal annars yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda og koma með tillögur að mikilvæg- um rannsókna- og þróunarverk- efnum. Þá verður á ráðstefnunni greint frá öðrum mikilvægum verkefnum sem ætlað er að trygg- ja framgang fiskeldis. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.