Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 11

Fréttablaðið - 28.08.2004, Side 11
IÐNAÐUR Við mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum Fljótsdalslína 3 og 4 úr Fljótsdal að álveri Reyðaráls í Reyðarfirði var ekki fjallað um þann kost að leggja línurnar hinum megin við fjörðinn og svo yfir hann, í stað þess að fara með línurnar fyrir ofan byggðina. Úr Áreyjardal í Reyð- arfirði koma línurnar til með að þvera botn fjarðarins og liggja ofan við byggðina allt að lóð fyrirhugaðs álvers. Gunnlaugur Nielsen, deildar- stjóri á verkfræði- og framkvæmda- sviði orkuflutninga hjá Landsvirkj- un, segir þann kost að fara yfir fjörðinn trúlega hafa verið skoðaðan hjá Landsvirkjun líkt og fjölmarga aðra. „Það eru ýmsar lausnir mögu- legar, en ekki endilega hagkvæmar,“ sagði hann og benti á að til dæmis væri lögn jarðstrengja með þeirri spennu sem þarna væri krafist svo dýr, að aldrei hefði orðið af neinum framkvæmdum hefði verið farið fram á slíkt. Í svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Drífu Hjartardóttur, alþingis- manns í maí 2001 kom fram að fyrir 400 kV línu líkt og um er að ræða í ál- verið í Reyðarfirði næmi kostnaður við lagningu í jörð 250 til 300 milljón- um króna á hvern kílómetra, eða 9 til 12 sinnum dýrara en loftlína. ■ 11LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 56 32 08 /2 00 4 Íslensk ber pottaplöntuútsala 999 kr. Orkideur Kistur...Allar pottaplöntur með miklum afslætti ...margar nýjar gerðir 2.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. Minnst Miðstærð Stærst Bláber Aðalbláber Rifsber Sólber o.fl. Mikið úrval á Græna torginu, Sigtúni. Langtímasjúklingar í Danmörku: Vilja meiri dagpeninga HEILBRIGÐISMÁL Langtímasjúkling- ar í Danmörku kvarta sáran yfir þeim reglum að sjúkradagpening- ar séu einungis greiddir í eitt ár en margir sjúklingar eru mun lengur en það að ná sér eftir erfið- ar aðgerðir. Hefur það valdið mörgum erf- iðleikum enda lyf og þjónusta hvers konar dýr. Þessu vill danski Íhaldsflokkurinn breyta og mun taka málið upp á danska þinginu enda getur það varla heitið gott velferðarkerfi sem skilur sjúk- linga marga hverja eftir í aura- leysi eftir eitt ár. ■ Háspennulínur í Reyðarfirði: Of dýrt að fara yfir fjörðinn FYRIRHUGAÐ ÁLVER REYÐARÁLS Í REYÐARFIRÐI Vegna kostnaðar var hvorki talið vænlegt að leggja jarðstreng með háspennulínum sem flytja rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í álverið, né heldur fara með línurnar yfir fjörðinn. verði ekki aðskilinn frá eldislaxi, geti það þýtt að þrengra verði um útflutning á eldislaxi héðan. Jón Kjartan Jónsson er fram- kvæmdastjóri Oddeyrar, eignar- haldsfélags Samherja sem meðal annars á í fiskeldisfyrirtækinu Sæsilfri sem stundar laxeldi í Mjóafirði. Jón Kjartan segir Sæsilfur ekki hafa farið varhluta af aukningunni sem orðið hafi á milli ára. „Þetta er nálægt því tvö- földun frá því í fyrra,“ sagði hann og kvaðst nokkuð bjartsýnn á gengi fiskeldisins. „Við gerum ráð fyrir að haustið verði gott.“ Væntingar til þorskeldis Töluverðar væntingar eru svo enn gerðar til þorskeldis. Valdi- mar Ingi Gunnarsson, sjávarút- vegsfræðingur og verkefnisstjóri Þorskeldis á Íslandi, býst við mik- illi aukningu næstu ár og telur slátrun jafnvel verða komna í 2.500 tonn árið 2006, úr um 800 tonnum í ár. Sindri Sigurðsson, sem umsjón hefur með fiskeldi Síldarvinnsl- unnar á Norðfirði, segir þó mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið í þorskeldi. „Í þessu ferli sem menn eru í núna er staðan einfald- lega sú að við erum að reyna að finna út hvort eitthvað vit sé í að fara í þetta.“ Hann telur þó allt benda til að svo sé. „En það tekur einhver ár í viðbót að gera þetta þannig að menn fari að sjá ein- hvern pening út úr þessu,“ bætir hann við. Sindri segir vissulega stefnt að því að auka hlutfall seyðaeldisins í rekstrinum en menn sníði sér þó stakk eftir vexti. Við viljum hafa þetta eins lítið og nett og frekast er unnt. Nóg kostar þetta samt.“ Sindri segir ákveðnar sveiflur í áframeldi þorsks á milli ára, þær ráðist af því hvernig gengur að veiða hverju sinni. „Við reiknum með að slátra einhverjum 50 tonn- um á þessu ári, allt úr áframeldi,“ segir hann, en á næsta ári mun stefna í um þrisvar sinnum meiri slátrun. „Við förum svo ekki að slátra úr seyðunum fyrr en eftir í fyrsta lagi tvö ár.“ „Það er ákveð- in þróunarvinna í gangi og við dundum okkur við þetta í róleg- heitunum. Árangurinn er þokka- legur að okkur finnst en samt mis- jafn,“ segir Sindri. Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í kví- um hér á landi hófust árið 1992 og fram til ársins 2000 stunduðu á annan tug eldisstöðva eldi á villt- um þorski á Austfjörðum, Vest- fjörðum og í Eyjafirði. Á vef AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi kemur fram að í fyrra hafi 14 fyr- irtæki stundað tilraunastarfsemi í þorskeldi um allt land, þar á með- al eru nokkur af öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins. Þá er í gangi nokkur vinna við að meta samkeppnishæfni ein- stakra eldistegunda í alþjóðlegu samhengi. Fiskeldishópur AVS og Landssamband fiskeldisstöðva heldur til dæmis í októberlok mikla ráðstefnu sem ætlað er að gefa meðal annars yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda og koma með tillögur að mikilvæg- um rannsókna- og þróunarverk- efnum. Þá verður á ráðstefnunni greint frá öðrum mikilvægum verkefnum sem ætlað er að trygg- ja framgang fiskeldis. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.