Fréttablaðið - 28.08.2004, Page 49

Fréttablaðið - 28.08.2004, Page 49
■ LEIKHÚSMARAÞON LAUGARDAGUR 28. ágúst 2004 „Þetta er hugmynd sem ég er búin að ganga með í maganum í eitt ár,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir leik- kona, sem í dag ætlar að gera sér lítið fyrir og flytja sama einleikinn sex sinnum í röð á Akureyrarvöku. Einleikurinn er eftir Sigur- björgu Þrastardóttur og heitir Mað- ur, kona: egglos. Hildigunnur flutti þennan einleik í fyrra í einleikjaröð sem hét Uppistand um jafnréttis- mál. „Hann er mjög fyndinn en um leið er hægt að kafa dálítið ofan í hann. Þetta er með því skemmti- legra sem ég hef leikið og vel skrif- að hjá Sigurbjörgu.“ Einleikurinn gerist í framtíðinni og fjallar um konu sem er í góðu hjónabandi en er þó ekki orðin ófrísk. „Hún er orðin algerlega geggjuð vegna þess og það endar með því að hún ræðst á manninn sinn með of- beldi, nauðgar honum eiginlega. Ég stend ein á sviðinu með gínu, og leik þau bæði. Þetta er mikill hama- gangur.“ Einleikurinn verður fluttur í Samkomuhúsinu á Akureyri frá klukkan 16, og síðan á um það bil hálftíma fresti þangað til maraþon- flutningnum lýkur um þremur tím- um síðar. ■ Ræðst á manninn sinn, sex sinnum HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR Flytur einleikinn „Maður, kona: egglos“ sex sinnum í röð á Akureyrarvöku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.