Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 6
6 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Leikskólakennarar án samninga: Vilja sömu laun og kennarar KJARAMÁL Daglaun leikskólakenn- ara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir nið- urstöðu kjaraviðræðna kennara verða nýttar til viðmiðunar í við- ræðum leikskólakennara við ríkið. „Leikskólakennarar eru tölu- vert fyrir neðan kennara í launum. Við höfum ekki rannsakað af hver- ju svo er og sennilega eru margar skýringar. Ætli ástæðan sé ekki fyrst og fremst viðhorfin í samfé- laginu. Eftir því sem fólkið er yngra er það minna merkilegra,“ segir Björg: „Okkar mál hanga á deilu grunnskólakennara og hvernig henni fram vindur. Ekkert hefur verið rætt lengra inn í fram í tímann og ekki er tímabært að segja til um hvort komi til verk- falls.“ Karl Björnsson, formaður samninganefndar sveitarfélag- anna í viðræðum við leikskóla- kennara, segir viðræðurnar við leikskólakennara á grunnstigi: „Ég geri mér grein fyrir því að allir opinberir starfsmenn sem og starfsmenn á opinberum markaði munu horfa til niðustaðna kjara- samninga kennara,“ segir Karl. Kjarasamningar leikskólakenn- ara runnu út í ágústlok. Björg segir viðræðuáætlun við sveitar- félögin ná út september. Í fram- haldinu verði skoðað hvort hún verði framlengd. ■ Ágreiningur í hæsta- rétti um Jón Steinar Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari telur meirihluta hæsta- réttar raða Jóni Steinari Gunnlaugssyni of aftarlega í hæfnisröð í um- sögn um skipan hæstaréttardómara. HÆSTIRÉTTUR Meirihluti hæsta- réttar hefur í umsögn til setts dómsmálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að lagaprófess- orarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæf- astir umsækjenda um laust starf dómara í réttinum. Ólafur Börk- ur Þorvaldsson, hæstaréttar- dómari skilaði séráliti þar sem hann segist telja að Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlög- manni sé skipað of aftarlega í hæfnisröð meirihlutans. Í umsögn meirihlutans segir að Hjördís Hákonardóttir, dóm- stjóri sé næst hæfust en að baki henni og prófessorunum standi jafnir Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Leó Löve er skipað aftast. Þessu unir Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari ekki ,einn hæstaréttardómara. Hann segir í umsögn sinni að hann telji „hæpið að ... raða um- sækjendum í sérstaka röð eftir hæfni.“ Ólafur Börkur gagnrýn- ir að fræðistörfum sé gert hærra undir höfði en starfi sak- sóknara, dómara og lögmanna. „Verður því sú aðferð sem við- höfð er hjá meirihlutanum að mínu áliti ekki eins sanngjörn og ætla mætti við fyrstu sýn.“ Síðan segir Ólafur Börkur: „Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson er, vegna kunn- áttu og reynslu, afburðamaður á sviði lögfræði. Því er mér ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að raða honum jafn aftarlega og gert er í áliti meiri- hlutans.“ Óvenjulegt er að hæstiréttur skili ekki samhljóða umsögn um umsækjendur um starf hæstaréttardómara en þó ekki einsdæmi. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra er settur dómsmála- ráðherra í skipan dómara að þessu sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan til þess vegna óút- kljáðs máls Hjördísar Hákonar- dóttur. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu að farið hefði verið á svig við jafnréttislög þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson, var skipaður hæsta- réttardómari, en Hjördís var þá eins og nú umsækjandi um starf hæstaréttardómara. Geir H. Haarde, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann mun meðal annars flytja ræðu utanríkisráðherra á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur lýst því yfir að embættis- veitingin bíði heimkomu hans í næstu viku. Allir hæstaréttar- dómararnir telja alla umsækj- endurna sjö hæfa til starfans og því er settum dómsmálaráðherra – lagalega að minnsta kosti – í sjálfsvald sett hvern hann skipar í embættið. a.snaevarr@frettabladid.is Kosningar í Úkraínu: Ásakanir um bolabrögð KÆNUGARÐUR, AP Rannsókn er hafin í Úkraínu á hugsanlegu morðtil- ræði við einn helsta stjórnarand- stæðing þjóðarinnar. Viktor Yus- hchenko varð veikur þann 6. sept- ember og var sendur á sjúkrahús í Vín í Austurríki og er talið hugs- anlegt að reynt hafi verið að eitra fyrir honum. Forsetakosningar fara fram í október og er Yushchenko einn aðsópsmesti frambjóðandinn. Kosningastjóri hans lýsti því yfir um leið og veikindin gerðu vart við sig að eitrað hefði verið fyrir frambjóðandanum. Læknar gátu hvorki staðfest né hafnað tilgát- unni. Annar leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Yulia Tymoshenko, hélt því fram í gær að stjórnvöld hefðu haft í hyggju að nema sig á brott í aðdraganda kosninganna. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvar er leiksýningin Sellófan sýnd? 2Hve miklu fleiri íslenskir ríkisborgar-ar fluttu frá Austfjörðum en til þeirra fyrstu átta mánuði ársins? 3Hve mörg mörk fengu Íslandsmeistar-ar FH á sig í Landsbankadeildinni í sumar? Svörin eru á bls. 22 VALT Í LAUSAMÖL Bíll valt skammt frá Flúðum laust fyrir hádegi í gær. Að sögn lögreglu missti ungur ökumaður stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspít- alann. Hann slasaðist lítilsháttar. Bíllinn er líklega ónýtur. FULLUR UM MIÐJAN DAG Einn maður var kærður fyrir ölvun- arakstur í Reykjavík um klukkan þrjú í gærdag. Ökulag mannsins þótti eitthvað skrykkjótt og var hann því stöðvaður. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Sveinn Einarsson: Gaf andvirði veisluhalds Sveinn Einarsson, fyrrum þjóð- leikhússtjóri, hélt ekki upp á sjötugsafmælið sitt heldur gaf hann Íslandsdeild Amnesty International andvirði slíkrar veislu. Sveinn afhenti gjöfina á skrif- stofu Amnesty International í Hafnarstræti í gær þar sem Jóhanna K. Eyjólfsdóttir veitti henni viðtöku. Tekið er á móti frjálsum framlögum til mann- réttindastarfsins í SPRON á reikning 1158-26-8717. ■ SVEINN EINARSSON Gaf andvirði afmælisveislu. VIKTOR YUSHCHENKO Talið er hugsanlegt að veikindi hans megi rekja til eitrunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P MAT OG TÖLVU STOLIÐ Brotist var inn á matsölustað í miðbænum skömmu eftir hádegi í gær og mat stolið. Einnig var brotist inn á heimili í Austurbænum. Gluggi var spenntur upp og skartgripum, rafmagnstækjum og fartölvu stolið. Ekki er vitað hverjir voru að verki og eru bæði málin í rann- sókn. HÆSTIRÉTTUR Meirihluta réttarins og Ólaf Börk Þorvaldsson, hæstaréttardómara (annar frá vinstri) greinir á um hvort raða skuli umsækjendum í hæfnisröð og hvar skipa skuli Jóni Steinari Gunnlaugssyni í þá röð. Á LEIKSKÓLANUM KLÖMBRUM Formaður Félags leikskólakennara veltir því fyrir sér hvort lægri laun leikskólakenn- ara en grunnskólakennara séu vegna þess að yngra fólk þyki minna merkilegra en það eldra. BJÖRG BJARNADÓTTIR Segir leikskólakennara horfa til samninga grunnskólakennara. Þeir vilja sambærileg laun fyrir sambærilega menntun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.