Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 BIO-TOUCH er 20 ára gamalt bandarískt fyrirtæki sem er í fararbroddi við Permanent Make Up í heiminum. Kennari frá Bio-Touch Chantelle Chou sem er meistari í Tattoo mun halda námskeið í Permanent Make Up dagana 29., 30. nóvember og 1. desember. Hún kennir Permanent Make up (Tattoo) út um allan heim og þegar hún kemur til Íslands þá er hún að koma frá Japan og Kórea enn þar var hún með eins námskeið eins og hún bíður hér. Kennt verður frá kl. 9 til 6 í tvo daga og frá kl 9 til 5 samtals kennt í 3 daga. Kennslugjald er 75.000 enn hver nemandi verður að hafa lámarks áhöld sem eru seld með afslætti á 33.700 með VSK Einnig er boðið upp á stærri pakka, einnig bjóðum við 30 % afslátt frá okkar verðlista af öllum BioTouch tattoo vörum fyrir þátttakendur á meðan á námskeiðinu stendur. Nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri til að læra faglegt vinnubragð og fáið Certificate um að þið hafið lært Permanent Make Up Skráning hjá S.Gunnbjörnsson ehf. Iðnbúð 8, Sími 565 6317. SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR ER 24. SEPTEMBER. Námskeið í Tattoo (Permanent Make UP) Örvar efnaskipti í líkamanum Dregur úr vökvauppsöfnun. FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. FUTURA EPLACIDER Fáðu flott munnstykki N‡tt námskei› & framhaldsnámskei› hefst 28.sept. Fyrir byrjendur/lengra komna kl 17:30 & 19:00 Fyrir eldriborgara kl 16:45. Allir tímar ver›a á flri›judögum og fimmtudögum uppl‡singar veita J ó n a H i l d u r B j a r n a d ó t t i r Jónahb@centrum.is e›a í síma: 694 3571. G u › n ‡ A r a d ó t t i r stafganga@visir.is e›a í síma: 616 8595. eftir klukkan 17:00 Stafgöngunámskei› í Laugardalnum  „Orkuverið er eina stöðin á Íslandi sem getur tekið á móti öllum, frá sjúklingi upp í kraftlyftingamann,“ segir Georg Ögmundsson. sjúkra- þjálfari og framkvæmdastjóri Orkuversins sem er ný líkams- ræktarstöð í Egilshöllinni þar sem boðið verður upp sjúkraþjálfun og almenna líkamsrækt. Líkamsrækt- arstöðin nær yfir 1.000 fermetra og er á tveimur hæðum. Georg segir að leitast hafi verið við að skipta upp stöðinni eftir því hvaða tegund af líkamsrækt sé stunduð. „Ég geri þetta svo hver og einn hóp- ur geti fengið næði við líkamsrækt- ina án truflunar frá öðrum,“ segir Georg en stöðinni er að vissu leyti skipt í þrennt. Sjúkraþjálfuninni er ætlað afmarkað svæði en líkams- ræktinni er svo skipt í tvo hluta. „Hér verður boðin aðstaða og sérstök tæki fyrir þá sem ætla sér að taka líkamsræktina alvarlega eða takast á við kraftlyftingar. Á efri hæðinni verða tæki fyrir þá sem sækja í líkamsræktina til að halda sér í formi og vilja bara láta sér líða vel,“ segir Georg en tækin sem sett hafa verið á efri hæðina bera vott um þægindi og fallegt útlit. „Þetta er pínulítið blúndulegt fyrir þá sem vilja ekki sjá hrá járnin ganga upp og niður á meðan verið er að lyfta,“ segir Georg. Orkuverið mun vera í nán- um tengslum við aðra starfsemi í höllinni en fjölbreytt íþróttastarf fer þar fram. „Orkuverið er eðli- leg viðbót við aðra íþróttaiðkun hér í húsinu,“ segir Georg. kristineva@frettabladid.is Ný líkamsræktarstöð: Kraftlyftingar og sjúkraþjálfun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Georg Ögmundsson sjúkraþjálfari er framkvæmdastjóri Orkuversins. Sjúklingar í Bretlandi, sem bíða eftir nið- urstöðum úr krabbameinsrannsóknum, munu í framtíðinni fá blómaolíur til að draga úr kvíðanum sem óhjákvæmilega fylgir rannsóknum af þessu tagi. Sérfræðingar við Napier-háskólann í Ed- inborg hafa fengið 15.000 punda styrk til að rannsaka hvernig best má nota olí- urnar til að draga úr kvíða sjúklinganna. Þeir munu leggja aðaláherslu á olíur úr neroli- og lofnarblómum. Prófessor Laura Stirling stjórnar rann- sókninni, en hún er líka menntaður aromaþerapisti. „Sjúklingar sem koma á sjúkrahús til rannsókna þurfa oft að bíða svo dögum skiptir eftir niður- stöðum og gangast svo undir aðgerð um leið og niðurstöður liggja fyrir. Við teljum að þessar olíur geti slegið á kvíðann og gert sjúklingum lífið bæri- legra,“ segir Laura, en rannsóknin mun standa í ár. ■ Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Sjúklingar í rannsóknum: Blómaolíur til að draga úr kvíða Olíur unnar úr lavender verða í framtíð- inni notaðar handa breskum sjúklingum sem bíða niðurstaðna úr rannsóknum. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.