Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 38
30 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Laganemarnir Fróði Steingríms- son, Daði Ólafsson og Bergur Ebbi Benediktsson eru frumkvöðlar að nýjum þætti sem verður sýndur í Ríkissjónvarpinu. Þeir félagar skrifuðu handritið og fara um 15 lögfræðinemar úr Háskóla Íslands með allan leik en Orator, félag lögfræðinema, stendur að þáttun- um. Þættirnir kallast „Réttur er settur“ en þættir með því nafni voru áður á dagskrá sjónvarpsins og hófu göngu sína á sjöunda ára- tugnum og voru á dagskrá í um tuttugu ár. Nýja þættinum er ekki ætlað að líkjast þeim gamla of mikið heldur er ætlunin að búa til nýja þætti undir sama nafni. Aðspurður hvort þeir muni líkj- ast lögfræðidramanu The Practice svarar Fróði: „Ég áttaði mig á því þegar ég horfði á þann þátt um daginn að ekki er hægt að líkja þeim saman. Við einbeitum okkur að réttarhöldunum og dómsmálun- um en fjöllum ekki um einkalíf lögfræðinganna og eru þættirnir því lausir við ástarvellu og fram- hjáhöld.“ Þeir félagar höfðu það markmið að velja áhugaverð og skemmtileg dómsmál og því hægt að búast við alvörudeilum og ærslafullum réttarhöldum. „Tilgangur þáttanna er aðallega að fræða fólk um íslenskt dóms- kerfi auk þess sem þeir innihalda áhugaverð dómsmál úr einkalífi fólks sem margir geta samsamað sig með,“ segir Fróði. Byrjað verður á að sýna prufuþátt og von- ast félagarnir til að fá góðar undir- tektir og að þátturinn verði áfram á dagskrá sjónvarpsins. Fyrri upp- tökur á þáttunum fóru fram í stúdíói í lok ágúst og seinni upp- tökur eru nú í fullum gangi. Ríkis- sjónvarpið kostar gerð þáttanna og sér um upptökur og leikmynd og auglýsingastofan Þeir Tveir sér um framleiðslu, klippingu og leik- stjórn. ■ Fáðu flott munnstykki í dag Kennari rekinn úr stjórn vegna gruns um dónaskilaboð til nemenda Strokupilturinn framseldur af mömmu sinni Lögreglan kom honum á Stuðla Mikil hamingja ríkti á dögunum við Gullfoss þegar erlendur ferða- maður bað ástkonu sinnar við foss- inn. Maðurinn er frá Nýja-Sjálandi og konan frá Ástralíu. Mikið var af fólki við Gullfoss þennan dag og ákaft klappað þegar maðurinn skellti sér á skeljarnar. Bónorðið kom henni mikið á óvart og sagði hún með tárin í augunum að hann hefði sagt fyrir mörgum árum að ef þau myndu einhvern tíma komast til Íslands myndi hann biðja hennar. Svarið stóð heldur ekki á sér: Já! ■ Bónorð við Gullfoss LÖGFRÆÐINEMAR RÁÐAST Í ÞÁTTAGERÐ. Lausir við ástarvellu „Er það ekki bara O sole mio?“ spyr Gunnar Þórðarson á móti þegar hann er spurður hvort hann eigi sér eitthvert uppáhaldslag. Eitthvað sem honum finnst standa upp úr af öllum lögum sem samin hafa verið í heiminum. „Nei annars, þetta var alveg út í loftið,“ bætir hann svo við. Þegar hann hafði fengið tóm til að jafna sig aðeins á spurningunni, kom þó svarið: „Ætli það sé ekki músíkin í La Bohème. Hún er alveg yndisleg og í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Tónlistin í La Bohème er ein vinsælasta ópera sem skrif- uð hefur verið. Hún er eftir ítalska tónskáldið Giaccomo Puccini og var frumflutt í Torínó árið 1896. Hún sló reyndar ekki í gegn strax, því formið þótti kannski einum of frjálslegt og afslappað miðað við það sem menn áttu að venjast á þessum tíma. Gunnar Þórðarson er einhver ástsælasti og vandaðasti lagahöfundur þjóðarinnar, og af einhverjum ástæðum höfðar þessi gullfallega tónlist sterkt til hans. „Hún er alveg frábær þessi ópera. Ég er búinn að sjá hana fjórum sinnum og reyni að sjá hana alltaf þegar hún er flutt.“ La Bohème hefur nokkrum sinnum verið flutt hér á landi, síðast í Íslensku óperunni árið 2001, og jafnan við miklar vinsældir. „Það er alveg kominn tími á að flytja hana aftur,“ segir Gunnar og er staðráðinn í að mæta strax og færi gefst. | SÉRFRÆÐINGURINN | VIÐ GULLFOSS Maðurinn stóð við loforð sitt til margra ára að biðja hennar á Íslandi. Mikil leynd hvílir yfir væntan- legri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, reyndar svo mikil að einungis örfáir aðilar munu hafa vitneskju um efni sögunnar. Fréttablaðið getur hins vegar upplýst að skáldsaga Ólafs Jóhanns mun bera titilinn Sak- leysingjarnir. Hið eina sem hefur spurst út um efni bókarinnar er að hér sé á ferðinni mikil örlagasaga og hún sé að hluta til byggð á sann- sögulegum atburðum er skóku íslenskt þjóðfélag og skildu eftir sig djúpstæð sárindi í ekki svo fjarlægri fortíð. Sumar af persónum bókarinnar eiga sér sem sagt raunverulegar fyrir- myndir og þar á meðal eru þekktir núlifandi Íslendingar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þessar sögupersón- ur Ólafs Jóhanns, sakleysingj- arnir, sitji nú og lesi handritið og hjá útgáfufélagi hans bíða menn spenntir eftir viðbrögðum þeirra. ■ Bók Ólafs Jóhanns byggir á raunverulegu fólki: Sakleysingjarnir lesa ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Hér held- ur höfundurinn á Sóley dóttur sinni en að- alpersóna Sakleysingjanna ber einmitt líka það nafn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA RÉTTUR ER SETTUR Upptökur á nýju lögfræðiþáttunum eru enn í fullum gangi. GUNNAR ÞÓRÐARSON „Hún er alveg frábær þessi ópera.“ Lagasmíðar: Tónlistin í La Bohème FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.