Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 29
AFMÆLI Klara Vémundsdóttir, Kleppsvegi 62, er 95 ára. Eiginmaður hennar var Ársæll Kjartansson, bílstjóri og síðar hús- vörður hjá Nýja Bíó og hjá Útvarpinu við Skúla- götu, en hann lést 1991. Í tilefni af afmælinu tekur Klara á móti vinum og vandamönnum í veislusalnum á annarri hæð, Kleppsvegi 62 í dag klukkan 17-21. Gengið inn baka til að sunnanverðu. Helga Kress prófessor er 65 ára. Hafdís Karlsdóttir, for- seti Landssambands soroptimista, er 50 ára. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Jóhann Árnason fram- kvæmdastjóri, taka á móti gestum í Rafveitu- húsinu, Elliðaárdal, á milli klukkan 18 - 20 í dag. Gjafir eru afþakkaðar, en fyrir þá sem vilja leggja góðu málefni í þágu friðar lið verður baukur á staðnum. Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 2.999.- Leður 2.999.- Leður 1.999.- Leður 999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Efni 999.- Efni 999.- Efni 999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Leður 999.- RISA ÚTSALA Póstsendum um allt land gegn kortagreiðslu. Pöntunarsími 699 2011. SKÓMARKAÐURINN FÁLKAHÚSINU SUÐURLANDSBRAUT 8, RVK. OPNUNARTÍMI: MÁNUD. -LAUGARD. 11:00 – 18:00 JARÐARFARIR 13.30 Jóhannes Ingibjörn Ólafsson, fyrrv. forstjóri Dósagerðarinnar, verður jarðsunginn frá Neskirkju. 13.30 Guðbjörn Sigfús Kristleifsson, Asp- arfelli 4, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Gestur Guðmundur Þorkelsson, Suðurgötu 72, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, Íshús- stíg 5, Keflavík, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Knútur Hákonarson, Hraunbæ 170, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 15.00 Ágústa Guðrún Halldórsdóttir, Há- túni 4, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni. BLAÐBERI VIKUNNAR GUÐRÚN ÁSA Ingvar Viktorsson, formaður FH og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnaði Íslands- meistaratitli þeirra FH-inga ákaflega á sunnudaginn og gleðin var ekki enn runnin af honum í gær. „Þetta er nokkuð sem við erum búnir að bíða eftir í mörg, mörg ár og það er ekki hægt að segja neitt annað en loksins, loksins, loksins. Það eru 40 ár síðan FH lék fyrst undir eigin nafni á Íslandsmótinu og 30 ár síðan liðið fór fyrst upp í efstu deild þannig að þetta hefur verið löng bið.“ Ingvar er almennt talinn FH- ingur númer eitt og hann efast ekki um að strákarnir hans séu vel að titlinum komnir. „Þetta er stórkostlegt en strákarnir áttu þetta virkilega skilið enda voru þeir að spila besta fótboltann af öllum liðunum í sumar. Svo er þetta auðvitað rós í hnappagat Hafnarfjarðar en bæjaryfirvöld hafa staðið feykivel að íþrótta- málum og menn eru að uppskera eins og til var sáð en Hafnfirðing- ar eru á toppnum í öllum íþrótta- greinum sem þeir taka þátt í.“ Ingvar segir að það megi heldur ekki gleyma þætti stuðn- ingsmanna FH sem fylgt hafa liðinu í sumar. „Halli og Heiðar í Botnleðju og Viðar Steingríms- son hafa lyft þessu á æðra plan ásamt Þóri, heitnum, Jónssyni,“ segir Ingvar en stjórn FH fór ásamt leikmönnum liðsins í gær þar sem hver og einn lagði eina rós á leiði Þóris sem lést fyrr á árinu. Ingvar segist ekki hafa verið rólegur á vellinum þó titillinn hafi nánast verið gulltryggður. „Ég er þekktur fyrir það að geta ekki verið á vellinum og er því yfirleitt spurður að því eftir leiki hversu langir þeir hafi verið þar sem ég hef þá oft keyrt í gegnum þrjú sveitarfélög á meðan. En ég var allan tímann á vellinum á sunnudaginn, gegndrepa í rign- ingunni,“ segir Ingvar sem segir það ekki rétt að hann hafi ein- hverju sinni fengið hjartaslag á vellinum. „Það er ekki rétt en ég æsi mig oft þannig að mig snar- svimar.“ ■ Hvað heitir blaðberinn? Guðrún Ása. Hvað ertu búin að bera lengi út? Ég er búin að bera út í tæpt ár. Hvað ertu með í vasanum? GSM-síma. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Spila handbolta og hanga með vinum mínum. Hvert er þitt mottó? Að lifa lífinu. GUÐRÚN ÁSA Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hún er búin að bera út í tæpt ár. Loksins, loksins, loksins INGVAR VIKTORSSON Fagnaði Íslandsmeistratitli FH ákaft á sunnudaginn. Hann segir 40 ára bið á enda en hann var sjálfur inn á þegar FH spilaði fyrst undir eigin nafni fyrir fjórum áratugum. M YN D P ED O M YN D IR .IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.