Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 12
12 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR AÐALRITARI Á ÚLFALDA Koichiro Matsura, aðalritari Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), fór í stuttan útreiðatúr á úlfalda á hátíðinni Tan Tan í Marokkó um helgina. Fjöldi hirðingja frá Marokkó, Malí og Máritaníu sækir hátíðina. Tryggvasafn í Neskaupstað: Yfir tvöhundruð verk í eigu safnsins LISTIR Skrifað hefur verið undir samninga vegna stofnunar sjálfseignarstofnunar um lista- safn Tryggva Ólafssonar í Nes- kaupstað. Athöfnin fór fram í húsnæði safnsins að Egilsbraut 2 á Norðfirði að viðstöddu nokkru fjölmenni á sunnudag. Tryggvi Ólafsson, sem er fæddur og uppalinn í Neskaup- stað mætti á staðinn í tilefni tímamótanna. Með honum var Helgi Guðmundsson rithöfund- ur sem nýverið lauk við að skri- fa minningar listamannsins. Bókin ber heitið „Hvað er á bak við fjöllin?“ en hana gefur Tryggvasafn út um jólin í sam- vinnu við Mál og Menningu. Magni Kristjánsson, bæjar- fulltrúi Fjarðabyggðar, er aðal- hvatamaður að Tryggvasafni. Magni og kona hans, Sigríður Sjöfn Guðbjartsdóttir, gáfu safninu allar myndirnar sem þau áttu eftir Tryggva og sagði Magni í ávarpi sínu að ákvörð- unin hefði verið tekin af þeim hjónum svo aðrir mættu njóta verkanna. Samtals gáfu Tryggvi og Magni safninu 192 verk, Fjarðabyggð gaf 9 verk og nokk- ur önnur verk hafa komið frá öðrum. Að auki hefur Tryggvi gefið 170 litógrafíur til að selja til ágóða fyrir safnið. Stofnaðil- ar eru, auk þeirra Magna og Tryggva, Fjarðabyggð og Sam- vinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. ■ Enn tækifæri að tækla verðbólgudrauginn Hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að þótt hann hafi áhyggjur af aukinni verðbólgu séu forsendur kjarasamninga ekki brostnar. Nauð- synlegt að ríkið leggi fram trúverðuga langtímaáætlun í ríkisfjármálum. VERÐBÓLGA Nauðsynlegt er að hið opinbera draga saman seglin til að valda ekki aukinni þenslu í þjóðfé- laginu að sögn Ólafs Darra Andra- sonar, hagfræðings Alþýðusam- bands Íslands. Í Fréttablaðinu á laugardaginn lýstu bæði Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, og Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, yfir áhyggjum af því að verðbólga væri yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Höfðu þeir áhyggj- ur af því að sú þróun héldi áfram og að þar með myndu forsendur kjarasamninga bresta. „Þótt ég hafi áhyggjur af ástandinu þá eru forsendur kjara- samninga ekki brostnar,“ segir Ólafur Darri. „Það eru enn tæki- færi til að koma í veg fyrir það. Við leggjum áherslu á að notuð verði þau hagstjórnartæki sem til eru til að koma í veg fyrir að for- sendurnar bresti. Það kom okkur ekki á óvart að Seðlabankinn skyl- di hækka vexti á föstudaginn. Við tökum líka undir með Seðlabank- anum um að ríkisvaldið verði að sýna verulegt aðhald og koma með trúverðuga langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Ef skattar verða lækkaðir eins og búið er að boða þá verður að lækka ríkisútgjöld enn frekar.“ Eftir undirritun kjarasamning- anna síðasta vetur, sem voru til fjögurra ára, var skipuð sérstök nefnd sem í sitja fulltrúar verka- lýðsforystunnar og Samtaka at- vinnulífsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir forsendur kjarasamninga. Ólafur Darri, sem situr í nefndinni, segir að næsta haust muni nefndin hittast og fara yfir málin. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að það geti gerst fyrr seg- ist hann ekki eiga von á því. Hann segir að ef komist verði að þeirri niðurstöðu næsta haust að for- sendur séu brostnar geti einstök félög sagt upp kjarasamningum, ef það gerist verði þeir lausir um áramótin 2006. Í desember árið 2001 gerðu Alþýðusambandið, Samtök at- vinnulífsins og ríkið samkomulag um aðgerðir til stemma stigu við verðbólgu. Þá var dregið svokall- að rautt strik sem verðbólgan átti að vera undir. Ólafur Darri segir að staðan sé svolítið önnur núna. „Við erum að horfa fram á að hlutirnir geti farið úr böndunum en í desember 2001 voru þeir farnir úr böndunum,“ segir Ólafur Darri. „Það sem við erum að gera núna er að koma með varnaðarorð til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.“ trausti@frettabladid – hefur þú séð DV í dag? Orkunámskeið sögð sundra fjölskyldum Gitte skipuleggur fjárplógsstarfsemi af verstu gerð » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ ÓLAFUR DARRI Hagfræðingur ASÍ hefur áhyggjur af ástandinu. LÖGREGLUMÁL Ekið var á sölunest- ið Staldrið við Stekkjabakka í neðra Breiðholti um kvöldmat- arleytið á sunnudag. Ökumaður missti stjórn á bílnum þegar hann steig á bens- íngjöfina í stað bremsunnar. Skemmdir voru ekki miklar á húsnæðinu. Þær fást bættar samkvæmt eiganda Staldursins. Lögreglan í Reykjavík var köll- uð til og tók skýrslu af atburðin- um. Óhapp, segir lögreglan. Ökumaður kenndi einskis meins en bíllinn skemmdist lítillega. ■ STOPPAÐ Á STALDRINU Ökumaður missti stjórn á bíl og ók á falsk- an vegg við sölunestið Staldrið í neðra Breiðholti. Óhapp ökumanns: Ekið á Staldrið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UNDIRRITUN SAMNINGA SÍÐASTA VETUR Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari og Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasam- bandsins, voru ánægðir að lokinni undirritun kjarasamninga fyrir páskahátíðina. Eiturlyfjahringur: Höfuðpaur handtekinn TÉKKLAND, AP Tékkneska lögreglan hefur handtekið einn af höfuðpaur- um eiturlyfjahrings sem talið er að hafi smyglað hundruð þúsunda e-taflna til Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld óskuðu eftir því að maðurinn, sem er þrítugur Ísraeli, yrði framseldur til Banda- ríkjanna. Auk hans hafa lögreglu- yfirvöld víðsvegar um Evrópu handtekið níu manns sem tengjast eiturlyfjahringnum. E-töflunum var smyglað frá Evrópu til Los Angeles, en alls hafa um 130 þúsund e-töflur verið gerðar upptækar. ■ VIÐ UNDIRRITUN Á SUNNUDAG Við undirritun um stofnun sjálfseignarfélagsins f.v. Smári Geirsson, Magni Kristjánsson, Tryggvi Ólafsson og Kristinn V. Jóhannsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.