Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 32
24 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Nýkomið! Hitti skemmtilegan mann á Ölstofunni um daginn en lík- urnar á því að það gerist eru álíka miklar og að fá eld- ingu í hausinn á góð- viðrisdegi. Það sem gerði okkur svona skemmtilega var lík- lega fyrst og fremst það að við vorum hvorugur ofurölvi og á sama aldri. Þessi ágæti maður var nýbúinn að öðlast kynslóðar- vitund. Þetta fólst aðallega í því að framvegis ætlaði hann að gefa skít í þetta Bítla og Rolling Stones pakk og krefjast þess hástöfum í öllum partí- um að fá að spila lög með Duran Duran. Þetta gerði okkur samstundis að blóðbræðrum þar sem ég hef alltaf verið mjög kynslóðameð- vitaður og tekið Djúranið fram yfir Bítla og Stóns. Þessar gamalmenna- grúppur voru upp á sitt besta þegar það var í tísku að vera hálviti. Ekkert að því svo sem og rétt eins og týndi hlekkurinn var ómissandi í þróunar- sögu mannskepnunnar þurftu að koma kynslóðir útúrreyktra bjána til þess að hrista teprulega kreddu- hlekkina af lífinu. Það liggur til dæmis í augum uppi að Jim Morrison ruddi brautina fyrir Sex Pistols og Madonnu. Duran Duran ber höfuð og herðar yfir þær hljómsveitir sem kenndar eru við nýrómantík og færðu kæru- leysilega gleði og ástarvellu inn í ára- tug kjarnorkuóttans þar sem maður átti von á heimsendi alla daga. Á þessum árum var aðalmálið að lifa lífinu lifandi þar sem dauðinn var á næsta leyti. Mánaðarlangt kennara- verkfall var því himnasending og ég minnist þess ekki að það hafi truflað heimilislíf mikið enda voru skólar ekki dagheimili þá og krakkarnir fóru bara út að leika. Maður hafði auðvitað ekki neina samúð með bítlamussuskrílnum í verkfallinu og óskaði þess að það stæði sem lengst. Mér skilst að skólakrakkar dags- ins í dag standi með kennurum sínum og vilji að verkfallinu ljúki sem fyrst. Göfugt og heilbrigt sjónarmið en það er ekki vitrænt samræmi í því að nemendur styðji kennara. Á hvaða tónlist er þetta unga fólk nú til dags eiginlega að hlusta á? ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HAFÐI ÞAÐ GOTT Í STÓRA BSRB VERKFALLINU. KYNSLÓÐARVITUND Í VERKFALLI M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Hin svokallaða „einhendiskuðl“! Það tekur ár að læra tæknina! Fyrir sama verð og há- skólagráðu! Djöfull líður mér vel! Ég er með hjákonuna í viðskipta- ferð! Mér líður eins og stéttarfélagsjaxli! Vissulega er þetta rómantískt! Ég ligg með samstarfskonu minni í rúmi á hóteli! Kunnuglegt blikk frá dömunni í afgreiðslunni! Og það besta er að þetta er frá- dráttarbært frá skatti! Hvað er svona rómantískt við að upplifa sig sem Julio Iglesias þegar þú ert 26 ára? Það er jú þetta subbulega sem gerir þetta svo spennandi! Hvaða frádráttarliður er ég svo? Hugmyndaauðgi? Ég vona að þú hafir fengið kvittun fyrir smokkunum! I love it when you talk dirty to me! Hæ Solla! Varstu góð stelpa í dag? Já. Ég fiktaði ekki með eldspýtur, Ég hljóp ekki um með skæri, og ég lamdi Hannes ekki með neinu stærra en hendinni minni. Að hegða sér ekki illa er ekki það sama og að hegða sér vel! En það er betra en ekkert.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.