Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 24
SVIPMYND 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 ? VISSIR ÞÚ … Þitt verð 199kr? SMS leikur Sendu SMS skeytið BTL STAR á númerið 1900 og þú gætir unnið. Kemur í verslanir Í DAG 13. hver vinnur Í VINNING ER: StarWars pakkinn DVD myndir Tölvuleikir Ofl. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr.skipti á DVD Vinsælasti þríleikur sögunnar ásamt Bónusdisk með yfir 4 klst af frábæru aukaefni Í fyrsta Í hverju felst starfið? Veita ráðgjöf varðandi tryggingar og sparnað. Hvenær vaknarðu á morgnana? Klukkan átta, ég er ekki svo tímabundin. Hversu lengi vinnurðu? Mjög misjafnt. Stundum fram á kvöld. Svo ferðast ég líka um landið og þá er ég að vinna frá morgni til kvölds og geri í raun ekkert meira en að vinna, en stundum tek ég mér góð frí. Vinnutíminn er í raun mjög sveigjanlegur þar sem ég ræð mér mikið sjálf. Hvað er skemmtilegast við starfið? Kynnast nýju fólki. Vinnan snýst um fólk og ég hitti nýtt og nýtt fólk um allt land. En erfiðast? Ég er alltaf í vinunni þó ég sé heima hjá mér. Það er mikið álag og mikil ábyrgð hvílir á manni, það má ekkert klikka. Árangur starfsins er undir mér kominn enda ber ég ein ábyrgð á mínum tekjum. Hvað gerirðu eftir vinnu? Sæki barnið mitt og á stund með fjölskyldunni. Eyði mestum mínum tíma í að slaka á heima með fjölskyldunni. Heimilið er minn mið- punktur og mér finnst gaman að fá fólk i kaffi. Hvað gerirðu um kvöldið? Finnst voðalega gott að slaka á fyrir framan sjónvarpið, kíkja í bók eða fara á kaffihús. Emilía Rigensborg kynnist mörgu nýju fólki í gegnum starfið. HVUNNDAGURINN Vinnan snýst um fólk Emilía Rigensborg er sölufulltrúi hjá Allianz og sinnir ráðgjöf fyrir einstaklinga varðandi tryggingar og sparnað. HÚSAVÍK: KAUPSTAÐUR VIÐ AUSTAN- VERÐAN SKJÁLFANDAFLÓA OG STENDUR INNARLEGA Á TJÖRNESI. FYRSTI ÍBÚI: Garðar Svavarsson hinn sænski er þar hafði vetursetu eftir að hafa siglt kringum landið. NAFNIÐ: Dregið af húsunum hans Garðars og er eitt af fyrstu örnefnum landsins. FJALLIÐ: Húsavíkurfjall er austan víkur- innar 417 m, þar uppi er hringsjá. FORSPRAKKAR: Vísir að fyrsta skíða- skóla landsins var settur upp á Húsa- vík 1780. FRÆGUR BLAÐAMAÐUR: Jóhannes Sigurjónsson er mikill skrifari og gaf út Víkurblaðið - blað alls mannkyns -um margra ára skeið. Nú ritstýrir hann Skarpi. GOTT AÐ VITA: Pöbbinn á staðnum heitir Gamli-Baukur. … að metið í kjúklingaflugi á kjúkling- ur sem flaug í 13 sekúndur? … að Tennessee-ríki í Bandaríkjunum hét Franklin-ríki þangað til árið 1796? … að kakkalakki getur lifað höfuðlaus í nokkra vikur, þar til hann drepst úr hungri? … að venjulega manneskju dreymir að minnsta kosti 1.460 drauma á ári? … að Thomas Edison, sem fann upp ljósaperuna, þjáðist af myrkfælni? … að jörðin vegur 6,588,000,000,000,000,000,000,000 tonn? … að uglur eru einu fuglarnir sem sjá bláan lit? … að q er eini bókstafurinn í stafróf- inu sem kemur ekki fyrir í nafni nokk- urs af ríkjum Bandaríkjanna? … að leðurblökur beygja alltaf til hægri þegar þær fljúga inn í hella? … að meðalmanneskjan hlær 13 sinnum á dag? … að ef þú þefar af grænum eplum og banönum hjálpar það til við að léttast? …að Mick Jagger söng bakraddir í lagi Carly Simon, You¥re so vain? …að tveir af þremur fullorðnum ein- staklingum í Bandaríkjunum nota gler- augu einhvern tímann á lífsleiðinni? …að augu mannsins eru um fimm prósent af höfði hans?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.