Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 34
26 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Þriðjudagur SEPTEMBER FRÁBÆR SKEMMTUN COFFEE&CIGARETTES kl. 8 KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI THE TERMINAL kl. 5.30, 8 og 10.30 THE BOURNE SUPREMACY kl. 5.40 og 10.30 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 Ein besta ástarsaga allra tíma GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.45 M/ÍSL. HAROLD & KUMAR kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 THE BOURNE SUPREMACY kl. 6, 8 og 10.20 B.I. 14HHH - Ó.H.T. Rás 2 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 FORSÝND kl. 8 B.I. 14 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 HHH "Grípandi." H.L., Mbl HHH "Sterk og óvægin." Ó.Ö.H., DV HHHHS.G. Mbl. SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5, 8 og 11 SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKUK TALI SÝND KL. 4 og 6 M/ENSKU TALI SÝND kl. 8 og 10.40 Sjóðheit og sexí gaman- mynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina SÝND kl. 8 og 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH S.V. Mbl. HHH DV HH Ó.H.T. Rás 2 SUPERSIZE ME kl. 6 SÝND kl. 10 B.I. 16 SÝND kl. 8 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.40, 8 og 10.20 ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói Þýsku áróðurskvik- myndina Triumph des Willens eða Sigur viljans frá árinu 1934 Leni Riefenstahl. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Jóhann Stefáns- son trompetleikari flytja verk eftir Bach, Schubert, Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfsson og fleiri á tón- leikum í Selfosskirkju. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Dr. Paul van den Noord, deildarstjóri í hagfræðideild OECD, flytur erindi "Um reynslu Evruþjóða af evrunni" í sal 132 í Öskju.  12.00 Racheal Johnstone lögfræð- ingur flytur fyrirlestur á Lögfræði- torgi Háskólans á Akureyri um rannsóknir sínar hvort niður- skurður á heilsugæslu á lands- byggðinni geti talist mannrétt- indabrot. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sólborg, stofu L102.  12.05 Helgi Þorláksson sagnfræð- ingur fjallar um vald og ofurvald á fyrsta hádegisfundi Sagnfræðinga- félags Íslands í vetur í Norræna húsinu. ■ ■ FUNDIR  16.00 Rektor Háskóla Íslands og Háskólinn í Túnis bjóða til mál- þings um menningu og sögu Túnis í Öskju, sal 132. Sagnfræð- ingurinn Mounir Khélifa fjallar um sögu Túnis, fagurfræðingurinn Rachida Triki fjallar um túníska myndlist og heimspekingurinn Fathi Triki fjallar um samfélags- vitund Túnisbúa. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. Sagnfræðingar fara á stjá Á haustin fara sagnfræðingar jafn- an að undirbúa hádegisfyrirlestra- röð sína í Norræna húsinu. Þetta árið ætla þeir að velta fyrir sér valdinu og skoða birtingarmyndir þess frá ýmsum sjónarhornum. „Ég fjalla í fyrirlestri mínum um öld þegar ríkisvald er ekki til í eiginlegum skilningi hér á landi heldur aðeins fjarlægt konungs- vald,“ segir Helgi Þorláksson, pró- fessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem ríður á vaðið og flytur fyrsta fyrirlestur vetrarins í há- deginu í dag. Fyrirlestur hans nefnist: „Vald og ofurvald. Um innlent vald, erlent konungsvald og líkamlegt ofbeldi á 15. öld, einkum árin 1430 til 1450. „Menn hafa haldið að höfðingj- ar hafi getað vaðið uppi nokkurn veginn að vild. Höfðingjar hafi getað farið um með sveina sína og rænt og ruplað á heimilum bænda. Þetta hefur verið talið gott dæmi um upplausn og öngþveiti á þess- um tíma.“ Af þessum sökum hefur verið talað um sveinaöld, og fimmtánda öldin hefur einnig oft verið nefnd enska öldin hér á landi vegna þess að höfðingjar hafi margir hverjir snúist á sveif með Englendingum og leyft þeim að ráða hér nokkurn veginn því sem þeir vildu. „Menn hafa talið að konungur hafi misst tökin á málefnum Ís- lands, en getað náð þessum tökum aftur eftir að Englendingar fóru að sigla um Eyrarsund til Eystrasalts- landa, þar sem þeir áttu líka hags- muna að gæta. Konungurinn í Danmörku hafi notað sér þetta. Hann fór að leggja tolla og gjöld á skip sem sigldu þarna um og beitti þannig þrýstingi á þá.“ Helgi hefur ákveðnar efasemd- ir um þessa kenningu, þótt hann vilji ekki afneita henni með öllu. „Konungurinn gat vissulega hafa sett pressu á Englendinga með þessum hætti, en ég held að konungurinn hafi verið valdastétt- inni á Íslandi mikilvægur, líka á þessum tíma.“ Helgi telur einnig að allt tal um ofbeldi íslenskra höfðingja á 15. öld, ekki síst í kringum heimreiðir þeirra á bæi, séu mjög orðum auknar. „Þetta var örugglega mjög tak- markað ofbeldi, því ofbeldi var að vissu marki eðlilegt í augum 15. aldar manna, og það þarf ekki endilega að vera merki um upp- lausn eins og menn hafa talið.“ Þessar hugmyndir sínar ætlar Helgi að rökstyðja í fyrirlestri sín- um í dag. ■ ■ FYRIRLESTUR HELGI ÞORLÁKSSON Ríður á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu í dag og flytur fyrirlestur um vald höfðingja og konungs hér á landi á 15. öld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.