Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 24
Það eru varla til þau orð semfara ekki um hugann þegarmaður sér myndir af þeim Jóni Heiðari Andréssyni og Erlendi Þór Magnússyni stökkva niður Goðafoss í kajak. Hvað það er sem fær drengina til að renna sér niður iðandi á og stökkva fram af átta til tólf metra hengiflugi er erfitt að segja. Sjálfir segja þeir það gert í gamni eða af hreinni ævintýramennsku. Öruggur foss „Við kynntumst svona creek-bát- um þegar bandarískir kvik- myndagerðarmenn komu hingað til lands til að taka upp mynd og ég vann sem leiðsögumaður fyrir þá. Þegar þeir fóru aftur heim keyptum við félagarnir bátana af þeim og þá opnaðist fyrir okkur nýr heimur,“ útskýrir Jón Heiðar sem hefur stundað kajakróður í ein sex ár. Erlendur hefur stundað íþróttina í fjögur ár. Félagarnir segja það taka talsverðan tíma að læra á bátinn en eftir því sem reynslan vex, því erfiðari hluti reyni þeir. „Fólk byrjar ekki á því að fara niður Goðafoss eða gera eitthvað álíka. Það reynir fyrst fyrir sér úti á stöðuvatni og æfir sig. Eftir því sem tíminn líður verður það betra og betra. Svo vill það fara að gera eitthvað meira og á endanum fer það niður Goðafoss. Ekki að það sé erfiðasti fossinn að fara niður,“ útskýrir Jón Heiðar en þeir félagar hafa farið niður fimmtán til sautján metra háa fossa. „Goðafoss er fallegur og þægilegur foss til að fara niður ef það á að skjóta myndir eða videó. Hann er líka tiltölulega öruggur þannig að það er hægt að fara fram af honum án þess að setja sig í mikla hættu.“ Í heimsklassa Drengirnir segjast hafa farið frekar fljótt niður fossinn miðað við þá reynslu sem þeir höfðu þá. „Við vissum einfaldlega ekki betur. Það var enginn hérna sem gat haft vit fyrir okkur. Við erum eiginlega frumkvöðlar í þessu sporti, ekki í kajaksportinu sjálfu heldur í því sem við erum að gera,“ segir Jón Heiðar. Tvímenningarnir segja erfitt að lýsa tilfinningu sem fylgir því að fara niður foss á kajak. Þeir grandskoða fossinn áður enda margt sem þarf að varast; grjót, grunn lending og svo framvegis. Þegar þeir hafa svo tekið á- kvörðun um að fara niður tekur hræðslan við. „Ég verð oftast þurr í munninum þegar ég labba að bátnum og jafnvel enn hræddari. Það slaknar þó aðeins á mér þegar ég sest í bátinn og hræðslan hverfur þegar ég legg af stað. Þá fer ég að spá í það sem ég er að fara að gera.“ „Það besta kemur samt eftir á,“ skýtur Erlendur inn í og drengirnir verða báðir dreymnir á svip þegar lendingunni er náð. Öfgafullir íþróttamenn Jón Heiðar og Erlendur eru ekki við eina fjölina felldir þegar öfga- sport eru annars vegar. Þeir stun- da meðal annars snjóbretti, brim- bretti og klifur af miklum móð. Áhugi þeirra á öfgasportum kviknaði á unga aldri; þegar þeir voru í fjallamennsku, kletta- og ísklifri. Félagarnir eru duglegir við að fara út á land og reyna fyrir sér í íþróttagreinunum og svo sækja þeir einnig talsvert út. „Þegar við förum á snjóbretti úti erum við ekki á skipulögðu svæðunum heldur blöndum sam- an snjóbrettum og fjallamennsku. Þá reynum við að klifra upp á tinda og renna okkur niður þar sem er bratt,“ segir Jón Heiðar og Erlendur bætir við. „Það er gaman að vera einhversstaðar upp í fjöllum í ævintýrum þar sem enginn annar er.“ Hafa lært af mistökunum Drengirnir segjast ekki vera svo- kallaðir adrenalín-fíklar. Hafa í raun skömm á því orði. „Af hverju erum við að þessu? Af því að þetta er ævintýri og þetta er skemmtilegt. Það er ekkert til sem heitir adrenalínfíkill – þetta er meiri ævintýraþrá.“ Jón Heiðar og Erlendur segjast hafa lent í ýmsu í ævintýrum sín- um. jafnvel slysum. Þá róa þeir aðeins ferðina en koma síðan tví- efldir til baka. „Við höfum lært af mistökunum á kajökunum en það var enginn til að segja okkur til. Við hefðum ábyggilega ekki farið niður fossa ef einhver hefði verið til að leiðbeina okkur. Eftir því sem árin líða gerum við meira og meira og erum farnir að átta okkur betur á hættunum. Við erum farnir að hugsa miklu meira, erum þroskaðri og gerum ekki hvað sem er,“ segir Jón Heið- ar sem veit þó ekki hversu langt þeir muni ganga. „Hvar þetta hættir? Það er ómögulegt að segja.“ Heimildarmynd um lífið og tilveruna Íþróttagreinarnar sem drengirnir stunda eru stórhættulegar en þótt drengirnir sýni fífldirfsku í þeim reyna þeir hvað þeir geta að setja öryggið á oddinn. „Hjálmarnir eru lífsnauðsynlegir. Það er ekki hægt að vera á kajak án þess að vera með hjálm. Annars rekur fólk bara hausinn í grjót og drepur sig. Við reynum að gæta öryggis og það kemur fyrir að við látum það vera að fara niður fossa,“ segir Jón Heiðar og bætir við að það sé farið að gerast æ oftar í seinni tíð að þeir hætti við að stökkva. „Stundum sjáum við flottan foss og getum náð góðri mynd en það eru ein- hverjir vankantar á honum. Kannski er of grunn lending, það vantar aðeins meira vatn eða hann er aðeins of hár. Þá löbbum við burt og reynum kannski aftur seinna.“ Jón Heiðar og Erlendur ferðast oftast um með tveimur kajakfélög- um sínum sem og ljósmyndara sem tekur upp allt sem fram fer í ferð- um þeirra. „Við erum að vinna að einhverskonar heimildarmynd um líf okkar og lífsstíl til að leyfa fólk- inu að sjá,“ segir Jón Heiðar sem hefur þegar leikið í tveimur alþjóð- legum kajakmyndum. kristjan@frettabladid.is 24 25. september 2004 LAUGARDAGUR Viltu ná forskoti í nýsköpun? Frumkvöðlaskóli Impru nýsköpunarmiðstöðvar Hagnýtt 28 vikna nám sem veitir þekkingu og þjálfun í að vinna með viðskiptahugmynd og koma henni í markaðshæfa vöru eða þjónustu Kennsla hefst á Akureyri 7. október 2004 og er kennt einu sinni í viku Námið er opið einstaklingum úr öllum greinum atvinnulífs Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.impra.is og í síma 462 1700. Glerárgata 34 600 Akureyri Netfang: arnheidurj@iti.is Fram af Goðafossi í kajak Ofurhugar. Hugprýði. Fífldirfska. Eða bara heimska? Þeir félagar Jón Heiðar og Erlendur segja Goðafoss þægilegan og öruggan til að fara fram af en þetta er ekki eitthvað sem allir leggja fyrir sig. KAJAKMENNIRNIR Jón Heiðar Andrésson og Erlendur Þór Magnússon hafa iðkað kajaksportið í nokkur ár. Þeir fara í leikinn Skæri, steinn, blað til að ákveða hvor fari á undan niður fossinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ET ER S TE R LI N G Á FLEYGIFERÐ FRAM AF GOÐAFOSSI Það er ekkert grín að renna sér niður foss- inn enda leynast hætturnar víða. Fallið fram af Goðafossi er um átta til tólf metrar. Drengirnir hafa stokkið niður hærri fossa, allt upp í sautján metra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.