Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 26
Kvöldin og næturnar verða sífellt kaldari og frostið er ekki langt undan. Upplagt er að þrífa bílinn almennilega að innan sem utan áður en frostið skellur á. Loftlaus dekk, bílar sem vara ökumenn við ef þeir rása af leið og innbyggð ilmsprey eru á með- al nýjunga sem kynnt verða til sögunnar á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í París. Undanfarna daga hefur sýningin verin opin fyrir blaðamenn en sýningin verður opnuð formlega í dag. 60 nýir bíl- ar verða kynntir til leiks og ýms- ar fleiri nýjungar. Stórveldið Michelin afhjúpaði frumgerð loftlauss dekks sem hugsanlega á eftir að umbylta dekkjaiðnaðinum. Sprungin dekk verða úr sögunni ef þessi dekk ná að ryðja öðrum úr vegi. Þau eru þeirrar náttúru að þó að skot- ið sé á dekkin þá er bíllinn enn ökufær. Prófanir hafa sýnt að dekkin endast betur en meðalbíll segir þróunarstjóri Michelin Daniel Laurent sem þó vildi ekki gefa nein fyrirheit um hvenær dekkin koma á markað. Citroen kynnir athyglisverða nýjung, bíl með innbyggðu ilm- spreyi, til að mynda er hægt að fá bíl með vanilluilmi eða furu- ilmi, svo fátt eitt sé nefnt. Óvíst er þó hvort þessi nýjung slær í gegn. Margir framleiðendur eru með vetnisbíla í þróun. BMW náðu að stela athyglinni þar með frumgerðinni af sínum bíl. Umgjörð bílasýningarinnar er öll hin glæsilegasta en bent hefur verið á að ekki sé allt sem sýnist í bílaheimum. Margir bíla- framleiðendur eiga í fjárhags- örðugleikum. Ekki er nema vika síðan Jagúar tilkynnti að sögu- frægri verksmiðju þeirra á Englandi yrði lokað og 1.100 manns sagt upp. Jagúar er nú í eigu Ford sem er í hópi evr- ópskra og bandarískra bílafram- leiðanda sem hafa tapað mark- aðshlut til japanskra stórvelda á borð við Toyota. Þrátt fyrir allt var stemningin góð í París en alls er búist við að 1,5 milljón gesta skoði sýning- una. ■ Forstjói Fiat Luca di Montezemolo kíkti á Fíat-svæði bílasýningarinnar. Blaðamenn skoða nýja dekkið frá Michelin. Renault Modus á sýningarpalli. Blaðamaður skoðar nýja Mercedes Bens bílinn. Starfsmaður gerir Peugeot 1001 kláran fyrir opnunina. Framkvæmdastjóri BMW Helmut Panke stillir sér upp við frumgerð vetnisbílsins frá BMW. Japanska fyrirsætan Maki Sato stillir sér upp við hlið Subaru Legacy 3.0. Blaðamenn skoða nýja BMW-inn120i. Hin nýja gerð Misubishi Colt er að sjálf- sögðu kynnt á bílasýningunni. Alþjóðleg bílasýning: Framtíðarsýn bílafram- leiðenda til sýnis í París KIassískt! Enn er vinsælt að tengja saman sýningarstúlkur og nýja bíla. Hér er ein sem leggur sig ljúflega á Alfa Romeo 147. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Allir þekkja hina landsfrægu vara- hluta- og viðgerðaþjónustu okkar. G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 •www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com Síðustu eintök slátturtraktoranna frá Hvelli.Com Einnig örfáar sláttuvélar eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.