Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Enska undrabarnið Wayne Rooney hjá Manchester United er búinn að ná sér af meiðslunum og er farinn að æfa á fullu með aðal- liði félagsins. „Hann er klár í slaginn en við verðum að meta hvenær er rétt að láta hann spila,“ sagði fram- kvæmdastjórinn Alex Ferguson á blaða- mannafundi um mál- ið í gær. „Við fylgj- umst grannt með honum á æfingum og erum mjög ánægðir með framgöngu hans til þessa,“ bætti Ferguson við en Rooney ristar- brotnaði með enska landslið- inu á Evrópu- mótinu í Portúgal í sumar. Manchester United keypti Rooney á 27 milljónir punda í síðasta mánuði en strákurinn sló í gegn á Evrópumótinu í sumar og varð með þessum kaupum dýrasti táningur heims. Forráðamenn United stefna á að gefa hon- um nokkra daga til við- bótar til að efla styrk og þol og tefla honum frekar fram gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbahce í Meistaradeildinni á Old Trafford á þriðjudaginn. Varnarmaðurinn Gary Neville og framherjinn Lou- is Saha snúa báðir aftur eftir hné- meiðsli í þeim leik og það er ljóst að loksins sér Sir Alex fram á að geta teflt fram sínu sterkasta liði. „Þetta er allt að koma hjá þeim og það er ljóst að þeir spila á ný í þessarri viku,“ sagði Ferguson sem endurheimti Rio Ferdinand í síðasta deildarleik þegar liðið vann 2-1 sigur á Liverpool á mánudaginn. United er samt bara í áttunda sæti deildarinnar eftir slökustu byrjun sína í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og mótherj- arnir í dag úr Tottenham eru enn ósigraðir og þremur sætum ofar í deildinni. Manchester United mætir Tottenham í dag klukkan 14.00 og fer leikurinn fram á White Hart Lane í Lundúnum. ■ KLÁR Wayne Rooney getur brosað á nýjan leik því hann klæðist fljót- lega treyju United. 36 Við skiljum fullkomlega... ... af hverju Jón Arnór Stefánsson ákvað að yfirgefa NBA-deildina. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist eiga að breyta deildinni í einhverja „Old boys-deild“ þar sem gamlar stjörnur munu gera aumkunarverðar tilraunir til þess að endurheimta frægðarljómann sem eitt sinn umlukti þá. „Það vilja allir og öll lið að við töpum þessum leik.“ Ánægja almennings með sigur FH í Landsbankadeildinni hefur algjörlega farið fram hjá þjálfara liðsins, Ólafi Jóhannessyni, sem telur að allir séu á móti honum og hans liði en hann lét þessi orð falla í þætti Valtýs Björns á Skonrokki í gær.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Laugardagur SEPTEMBER KNATTSPYRNA Búast má við góðri skemmtun í Laugardalnum um helgina þegar undanúrslitin í Visa bikarkeppni karla fer þar fram. Í dag klukkan 14 mæta Íslandsmeistarar FH liði KA frá Akureyri og á morgun mætast á sama tíma lið Keflavíkur og HK. Keflavík er eina liðið í hópnum sem unnið hefur bikarkeppnina áður. Fréttablaðið fékk þá Ólaf Þórð- arson, þjálfara Skagamanna, og Bjarna Jóhannssonar, þjálfara Breiðabliks, til að spá í leikina tvo og eru þeir báðir sammála um að Keflavík og FH eigi tiltölulega greiða leið í úrslitin að öllu jöfnu. Ólafur segist þó viss um að lið KA berjist til síðasta manns. „Eft- ir slakt tímabil í deildinni þar sem liðið féll í síðasta leiknum gegn FH er alveg ljóst að leik- menn þess hljóta að selja sig dýrt þótt ekki væri til annars en að sanna að þeir geti það. Liðið er fallið, pressan er farin og oft hefur það jákvæð áhrif á leik- menn þegar í svona leiki kemur. Kalt mat er engu að síður að FH sigri með einu marki enda eru hæfileikaríkari menn í því liði þegar upp er staðið. Það eina sem þeir verða að hafa áhyggjur af er að leikmennirnir séu ekki enn á bleiku skýi eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn.“ Bjarni Jóhannsson telur leik Keflavíkur og HK mikilvægari þessa tveggja leikja. „Það kemur til af því að flestir telja víst að FH muni sigra KA og það þýðir að annaðhvort HK eða Keflavík eru með örugg sæti í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir lítið félag á borð við HK að komast alla leið þangað. Hins vegar eru Keflvíkingar þrepi ofar hvað almenna getu og hæfileika snert- ir og ég á bágt með að sjá annað en að þeir hafi þetta af. Svo lengi sem þeir hafa í huga að HK hefur sett stór lið út í kuldann á leið sinni í undanúrslitin þá vinna þeir leikinn.“ albert@frettabladid.is Greið leið í úrslitaleikinn Þjálfararnir Ólafur Þórðarson og Njáll Eiðsson eru á einu máli um að FH og Keflavík eigi bæði að sigra leiki sína í undanúrslitum bikarkeppninnar sem fram fara um helgina á Laugardalsvelli. ■ ■ LEIKIR  10.00 Hraðmót SPK í körfuknatt- leik kvenna. Fjölmargir leikir á Hraðmóti SPK í Njarðvík.  13.00 Grótta KR og ÍBV eigast við á Nesinu í handbolta kvenna.  14.00 FH og KA eigast við á Laugardalsvelli í undanúrslitum VISA-bikarsins í knattspyrnu.  15.00 Fram og Víkingur eigast við í Framhúsinu í handbolta kvenna.  16.15 KA/Þór og FH eigast við í KA-heimilinu í handbolta kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  11.40 Middlesbrough og Chelsea á Skjá einum. Beint frá enska boltanum.  11.50 Formúla 1 á RÚV.  12.25 Leeds og Sunderland á Sýn. Beint frá enska boltanum.  13.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  13.50 Bikarkeppnin í fótbolta á RÚV. Beint frá leik FH og KA.  14.00 Tottenham og Manchester á Skjá einum. Beint frá enska boltanum.  16.10 Bolton Wanderers og Birmingham City á Skjá einum. Beint frá enska boltanum.  16.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV.  16.55 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  17.50 Athletic Bilbao og Real Madrid á Sýn. Beint frá spænska boltanum.  19.45 Mótorsport 2004 á Sýn. Ítarleg umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir.  21.05 World’s strongest man (Sterkasti maður heims) á Sýn. Kraftajötnar reyna fyrir sér í ýmsum þrautum.  00.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Las Vegas frá nóvember 2003. Á meðal þeirra sem mættust voru Roy Jones Jr. og Antonio Tarver.  01.55 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá hnefaleikakeppni í Memphis í Bandaríkjunum. Roy Jones Jr. og Glencoffe Johnson berjast um heimsmeistaratitil IBF- sambandsins í léttþungavigt.  05.30 Formúla 1 á RÚV. Beint frá Shanghai-kappakstrinum. Fáðu flott munnstykki TÖLFRÆÐI SÍÐUSTU ÁTTA ÁRA: FH-KA í dag klukkan 14.00 FH - KA mæst 18 sinnum FH unnið átta sinnum KA unnið þrisvar sinnum Sjö jafntefli Markatalan 29 - 23 FH í vil HK–Keflavík á morgun klukkan 14.00 HK - Keflavík mæst þrisvar sinnum Keflavík unnið þá alla Markatalan 16 - 2 Keflavík í vil Manchester United ætlar ekki að taka neina áhættu með undrabarnið sitt: Rooney klár en verður ekki með í dag ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Telur líklegt að KA stríði FH í dag en meistararnir eigi engu að síður að sigra og komast áfram í úrslitaleikinn. Diego Maradona fær slæmar fréttir úr öllum heimshornum þessa dagana: Napolitreyja númer 10 aftur í notkun? FÓTBOLTI Það á ekki af greyinu Diego Maradona að ganga þessa dagana. Hann hefur legið við dauðans dyr síðustu vikur og ku vera í meðferð á Kúbu þessa dagana. Það mun eflaust ekki hjálpa bata hans að Napoli mun væntanlega þurfa að nota treyju númer tíu á nýjan leik á næstunni. Napoli ákvað árið 2000 til heið- urs Maradona að hætta að nota þá treyju en sökum þess að félagið fór á hausinn, og var dæmt niður í C-deild, gæti það þurft að endur- skoða málið. Reglur ítalska knattspyrnu- sambandsins kveða nefnilega á um að byrjunarlið í C-deildinni verði að spila í treyjum með núm- erunum 1-11 á bakinu. „Það væri mikil synd ef þeir þyrftu að nota treyjuna aftur,“ sagði Franco Baresi en treyjan sem hann spilaði í með AC Milan, númer 6, var einnig hvíld árið 1997. „Maradona er mikilvægur hluti knattspyrnusögu Napoli og ítalska boltans. Ég vona svo sann- arlega að ítalska knattspyrnusam- bandið veiti Napoli undanþágu í þessu máli,“ sagði Baresi en Maradona er enn minnst fyrir knattspyrnuhæfileika á Ítalíu á meðan flestir aðrir minnast hans fyrir afrek utan vallar síðustu árin. ■ SEKKUR Maradona kæmist tæplega í gömlu Napoli-treyjuna sína í dag. Myndi þá engu skipta þótt fimm manns hjálpuðu til við að troða honum í treyjuna. 25. september 2004 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.