Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 44
28 25. september 2004 LAUGARDAGUR Ég reyni að nálgast hann eins og um góðan og hjartahlýjan mann sé að ræða,“ segir Ágúst Ólafs- son, barítonsöngvarinn ungi sem syngur titilhlutverkið í Sweeney Todd, rakarann morðóða, sem Íslenska óperan frumsýnir innan tíðar. Hlutverk Todds er fyrsta hlutverkið sem Ágúst syngur á óperusviðinu en hann hefur verið við söngnám erlendis um nokk- urra ára skeið – reyndar er Ágúst enn í námi við Sibeliusar-akadem- íuna í Helsinki, en hefur ekki haft tíma til þess að ljúka því vegna anna. Rödd Ágústs er ekki vel þekkt hér heima, enda hefur hann að- eins tvisvar komið fram á opin- berum tónleikum í Salnum í Kópavogi. Okkur, sem urðum vitni að þeim tónleikum, duldist hins vegar ekki að hér var á ferð stórkostlegur söngvari og bíðum auðvitað spennt eftir því að hlýða á hann í Sweeney Todd, í hlut- verki illvirkjans. En hvað meinar maðurinn með því að morðóði rakarinn sé góður og hjartahlýr? Reynslan hefur gert hann að ill- menni „Todd hefur lent í alveg hrika- legri stöðu,“ segir Ágúst. „Það hefur verið illa farið með hann. Allt sem er honum einhvers virði í lífinu er tekið frá honum. Konan hans fremur sjálfsmorð í kjölfar- ið á illverkum dómara og dóttir hans er síðan ættleidd af þessum sama dómara. Þetta er staðan þegar Todd kemur kemur aftur heim til London eftir fimmtán ára fangavist í Ástralíu, en þangað var hann sendur af téðum dóm- ara. Reynslan hefur gert hann að því illmenni sem við sjáum á svið- inu.“ Hvað kom til að þú varst val- inn í þetta stóra hlutverk? „Bjarni Daníelsson óperustjóri hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka þátt í iþessu verkefni. Ég þekkti þetta verk lít- ið og samdi reyndar um að taka það að mér án þess að hafa litið á nóturnar – sem er mjög óvenju- legt. En ég var staddur í Þýska- landi og átti ekki aðgang að nót- unum. Hins vegar hafði ég heyrt um þetta verk vegna þess að söngkennarinn minn í Finnlandi hafði sungið hlutverkið við Finnsku óperuna, auk þess sem frægir söngvarar eins og Thomas Allen og Bryn Terfel höfðu sungið það nýlega.“ Hvernig varð þér við þegar þú sást nóturnar? „Mér brá þegar ég las þær. Legan á sönglínunni er mjög lág í hlutverkinu og reyndar hef ég lesið viðtal við Sondheim, höfund óperunnar, þar sem hann sagðist vera undrandi á þeim vinsældum sem hún hefur náð vegna þess að hann er að gera mjög miklar kröf- ur til söngvaranna. En það var ein ástæðan fyrir því að ég tók hlut- verkið og ég sé ekki eftir því. Ég ræddi við söngkennara minn í Finnlandi og hann mælti eindreg- ið með því að ég tæki það, einkum vegna þess að það gerir miklar kröfur til leiks og mig vantar meiri þjálfun þar.“ Nemandi hjá Elizabeth Schwarzkopf Ágúst hóf söngnám við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði, þar sem kennari hans var Eiður Ágúst Gunnarsson. Þar var hann í fjögur ár áður en hann hélt til Finnlands til þess að nema við Síbelíusar- akademíuna, en seinustu tvö árin hefur hann verið skiptinemi í ljóðasöngsdeild í Karlsruhe í Þýskalandi. Við akademíuna í Helsinki á hann eftir að ljúka lokasöngprófinu og skrifa lokarit- gerðina. „Það eru alltaf að koma skemmtileg verkefni,“ segir Ágúst, „auk þess sem ég hef tekið þátt í ýmsum söngkeppnum. Í Þýskalandi hef ég líka svo frá- bæran kennara, Elizabethu Schwarzkopf, auk þess sem ég hef sótt masterklassa hjá Dietrich Fischer-Dieskau, svo ég hef tafist frá hefðbundnu söngnámi.“ Hefði ekki verið sniðugt að klára fyrst í Finnlandi? „Nei, þegar maður hefur tæki- færi til þess að vinna með söngv- urum eins og Schwarzkopf, sem er orðin 88 ára gömul, þá grípur maður það á meðan það gefst. Slík tækifæri er ekki hægt að geyma.“ Hvernig tónlist hlustarðu helst á þegar þú ert ekki að vinna? „Ég hlusta á klassíska tónlist. Ég byrjaði að læra söng vegna mikils áhuga á klassískri tónlist. Mig langaði einfaldlega til þess að vita svo miklu meira um hana. Það var bara tilviljun að ég skyldi hafa rödd til þess að syngja hana sjálfur. Að þessu leyti er ég mjög einhæfur. Ég kaupi um það bil hundrað geisladiska á ári og fer mikið á klassíska tónleika. Klassíkin er bara svo víðfeðm að það er alltaf eitthvað nýtt til þess að hlusta á. Ég lofaði sjálfum mér að vísu einhvern tímann að ég skyldi hlusta á djass þegar ég hætti að syngja, væri kominn á eftirlaun. Ég legg ekki í það strax, vegna þess að þegar ég fæ dellu, þá fæ ég hundrað prósent dellu og vil hafa tíma fyrir hana.“ Lífið snýst um tónlistina Ertu alinn upp við mikla hlustun á klassískri tónlist? „Nei. Móðir mín spilaði ein- staka sinnum klassíska diska. En þegar ég var að alast upp var verið að sýna Kontrapunkt í sjón- varpinu og þar vaknaði minn áhugi.“ Hefurðu einhver önnur áhuga- mál en sönginn? „Það kemst afskaplega lítið annað að. Ég reyni að hreyfa mig og les mikið – en fyrst og fremst snýst lífið um tónlistina.“ Hvað með einkalífið? „Jú, jú, það er í góðu lagi. Ég á kærustu.“ Er ún söngkona? „Nei, hún er píanóleikari, japönsk og býr í Þýskalandi.“ Hefurðu einhver plön um að flytja heim til Íslands? „Ég er ekki með nein ákveðin plön eftir sýninguna hér á Sween- ey Todd. Þetta er fyrsta „prófess- jónal“-sýningin sem ég tek þátt í og ég er dálítið að mæla út hvað ég vil gera í framtíðinni; hvort ég vil vera á óperusviðinu eða hvort ég vil vera í ljóðasöng, óratoríum og slíku. En næstu misserin er planið að vera í útlöndum vegna þess að ég hef þar aðgang að bestu kennurum sem völ er á.“ sussa@frettabladid.is Ágúst í hnotskurn • Nam við Tónlistarskólann í Hafnarfirði, hjá Eiði Ágústi Gunnarssyni í fjögur ár. • Er í námi við Síbelíusar-akademíuna í Helsinki. • Er nú skiptinemi í Karlsruhe í Þýskalandi, undir leiðsögn Elisabeth Schwarzkopf. • Hefur sótt masterklassa hjá Dietrich Fischer-Dieskau og er að byrja að taka þátt í söngkeppnum. • Hlutverk Sweeneys Todd er fyrsta hlutverk Ágústs á óperusviði. Frægir söngv- arar á borð við Thomas Allen og Bryn Terfel hafa nýlega sungið það hlutverk í óperuhúsum erlendis. • Áhugi Ágústs á klassískri tónlist kviknaði á unglingsárunum þegar hann fylgdist með norrænu spurningakeppninni Kontrapunkti í sjónvarpinu. SWEENEY TODD Illvirkinn sem hefur glatað öllu sem er honum einhvers virði, gæðir sér á kjötbökum hjá frú Lóett. Brá þegar ég las nóturnar Ágúst Ólafsson baríton þreytir frumraun sína á sviði í hlutverki Sweeneys Todd hjá Íslensku óperunni. Hann stundar söngnám við Síbelíusar-akademíuna í Helsinki, en hefur seinustu tvö árin verið skiptinemi í Karlsruhe í Þýskalandi. ÁGÚST ÓLAFSSON Tilviljun að ég hafði rödd í klassíska tónlist. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.