Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 25. september 2004 25 Útiljós á vegg – Galv. 9.950,- Útistaur – h: 110 cm HELSINKI 5.960,- Útiljós á vegg – APOLLO 3.950,- Útistaur – h: 43 cm APOLLO 3.950,- Útiljós á vegg – Svart 1.990,- Útiljós á vegg – Hvítt 1.990,- Útistaur - h: 43 cm HELSINKI 3.980,- Útistaur – h: 92 cm Kopar 11.670,- Útiljós á vegg – Stál 4.950,- úrval útiljósa á frábæru verði Útiljósatilboð Síðustu tilboðsdagar! opið laugardaga: 11 - 16 Útiljós á vegg – Grátt 2.990,-Útiljós á vegg – Grátt 4.990,- LJÓSIN Í BÆNUM, Suðurveri / RAFBÚÐIN ÁLFASKEIÐI, Hafnarfirði / BYMOS, Mosfellsbæ / RAFBÚÐ RÓ, Keflavík / BLÓMSTURVELLIR, Hellissandi / ÞRISTUR, Ísafirði / KAUPF.HVAMMSTANGA / KH. BLÖNDUÓSI / RAFSJÁ, Sauðárkrók / RAFLAMPAR, Akureyri / ÖRYGGI, Húsavík / SVEINN GUÐMUNDSSON, Egilsstöðum RAFALDA, Neskaupstað / HS RAF, Eskifirði / KLÖRUBÚÐ, Djúpavogi / LÓNIÐ, Höfn / KLAKKUR, Vík / GEISLI, Vestmannaeyjum Stones-hátíð á Draugabarnum Draugabarinn á Stokkseyri verð- ur opnaður aftur í kvöld eftir stækkun og mun hljómsveitin Mae West undir stjórn Kristins Níelssonar, skólastjóra Tónlistar- skóla Bolungarvíkur, halda Roll- ing Stones-tónleika. Sveitin hefur mikla reynslu af Stones-samkomum því um síðustu verslunarmannahelgi fagnaði hún með Vestfirðingum á veitinga- staðnum Vagninum á Flateyri, fimm árum eftir aðn Mick Jagger, söngvari Stones, kom óvænt til Ísafjarðar. Verndari hátíðarinnar, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, hitti Jagger einmitt fyrir vestan. Mun hann trúlega taka lagið með hljómsveitinni. „Ég vænti þess að það verði enginn fyrir vonbrigð- um á þessum tónleikum,“ segir Ólafur Helgi. „Þessi hljómsveit kom mjög á óvart um verslunar- mannahelgina og Kristinn Níels- son er mikill listamaður. Honum hefur stundum verið líkt við Keith Richards og sagt hefur verið að ekki sé mikill munur á þeim uppi á sviði.“ Ólafur segir Jagger hafa lítinn tíma til að spjalla, síðast þegar hann hitti kappann á Stones tón- leikum í Glasgow fyrir ári, enda brjálað að gera fyrir tónleikana, sem voru frábærir að sögn Ólafs. Vonast hann til að sjá Stonesarana aftur þegar þeir fara í tónleika- ferð árið 2006 og ræða þá kannski betur við Jagger í leiðinni. ■ HLYNUR HALLSSON Á sýningunni ALDREI - NIE - NEVER í Nýlistasafninu í Reykjavík. Næsti leggur sýningarinnar var opnaður í Berlín í gær. Aldrei, aldrei nokkurn tímann Kuckei + Kuckei galleríið í Berlin- Mitte opnaði í gær samsýningu íslenskra og þýskra listamanna undir stjórn Hlyns Hallssonar myndlistarmanns. Sýningin ber nafnið ALDREI - NIE - NEVER og er ein sýning á þremur stöðum með verkum 18 listamanna. Aðrir sýn- ingarstaðir eru Nýlistasafnið í Reykjavík, en sýningin hófst þar í ágúst, og Gallerí + á Akureyri, þar sem sýningin hefst 13. nóvember. Til að velja listamennina 18 var farið eftir þeim verkum sem þeir hafa verið að vinna að síðustu árin, en listamönnunum var í sjáfsvald sett hvort þeir sýndu eldri verk eða gerðu ný verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. Ekkert þema bindur sýninguna saman og var takmarkið að setja upp áhugaverða sýningu þar sem ólíkir listamenn væru tengdir saman við fjölbreyttan hóp sýningargesta. Sex listamenn sýna á hverjum stað og í Berlín er hægt að sjá verk þeirra Ásmundar Ásmundssonar, Rolfs Bier, Margrétar H. Blöndal, Ráðhildar Ingadóttur, Haraldar Jónssonar og Alexander Steig. ■ TÓMAS LEMARQUIS Einn þeirra lista- manna sem sýna á Grasrót #5 Grasrótin Í dag klukkan 16 opnar fyrri hluti Grasrótar #5, grasrótarsýningar Nýlistasafnsins í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur 100˚, Bæjarhálsi 1. Klukkan 18 opnar svo síðari hluti sýningarinnar í sal Nýlistasafnsins. Grasrót #5 er sýn- ing 13 ungra myndlistarmanna og er henni ætlað að gefa þverskurð af því sem ungir íslenskir mynd- listamenn eru að vinna að í dag. Listamenn sem eiga verk á sýning- unni í þessum tveimur sýninga- sölum eru Elín Hansdóttir, Halla Dögg Sigurðardóttir, Hermann Karlsson, Hildigunnur Birgis- dóttir, Hildur Margrétardóttir, Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Margrét M. Norð- dahl, Sólveig Einarsdóttir, Tómas Lemarquis, Þórunn Eva Hallsdóttir og Þórunn Inga Gísladóttir. ■ ROLLING STONES Mick Jagger og Keith Richards á tónleikum. Jagger hitti Ólaf Helga Kjartansson í fyrra fyrir tónleika Stones í Glasgow.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.