Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 32
Frá Lýðheilsustöð: Ráð til foreldra Sífellt fleiri foreldrar hafa áhyggjur af holdafari barna sinna. Töfralausnirnar láta þó á sér standa, og svo mikið er víst að ekki er mælt með því að setja börn beinlínis í megrun eða fá þau til að fylgja ströngu matar- æði, jafnvel þótt þau séu of þung. Börnin eru að vaxa og þroskast og þurfa til þess næga næringu. Það er heldur ekki hollt að börn verði of upptekin af eigin líkamsþyngd eða að alið sé á sektarkennd þeirra gagn- vart mat með ströngum reglum um hollt mataræði. Það getur því verið vandrataður meðalve- gurinn fyrir fjölskyldur barna sem eru of þung. Hér á eftir eru nokkur ráð sem foreldrar geta haft í huga til að bæta matar- venjurnar og auka hreyfingu barna sinna. Takist fjölskyldun- ni að tileinka sér, þó ekki sé nema nokkur þeirra, hefur mikið áunnist. 1. Höfum reglu á máltíðum, þrjár aðalmáltíðir og tveir til þrír millibitar á dag henta fyrir börnin og er þá minni hætta á að seilst sé í óholla millibita. 2. Gefum börnunum hollan morgunverð þá sækja þau síður í ruslfæði þegar líður á daginn. 3. Sköpum rólegt andrúm- sloft við matarborðið og fáum börnin til að gefa sér góðan tíma til að borða. Látum líða tíma áður en barnið fær ábót þá finna þau e.t.v. að þau eru orðin södd og þurfa ekki á ábótinni að halda. 4. Kennum börnunum að skammta sér hæfilegt magn á diskinn. 5. Eigum alltaf nóg úrval af girnilegu grænmeti og ávöxtum til á heimilinu og höfum það aðgengilegt. Þannig gerum við börnunum auðveldara með að grípa til þess ef þau verða svöng milli mála. 6. Hvetjum börnin til að drek- ka vatn við þorsta, auk þess að bjóða þeim upp á vatn með mat- num. 7. Höfum sælgæti, kex, kökur og gosdrykki ekki aðgengilegt fyrir barnið á heimilinu dagsda- glega. Notum laugardaga og hátíðisdaga til að gera þeim dagamun. 8. Hvetjum börnin til að hrey- fa sig. Það hefur verið sýnt fram á að sú hreyfing sem stunduð er daglega eins og að ganga eða hjóla í skólann eða ganga upp tröppur í stað þess að taka lyftu- na skilar árangri. 9. Hvetjum börnin til að fara frekar út að leika sér en að set- jast fyrir framan sjónvarpið. Þegar horft er á sjónvarp fylgir oft aukið nart og lokkandi auglýsingar geta aukið á neysluna og löngunina í mat eða sælgæti það er því gild ástæða til að draga úr sjónvarpsáhorfi barnanna. 10. Hvetjum börnin til að taka þátt í skipulögðu íþróttas- tarfi eða tómstundastarfi skólanna. 11. Stundum hreyfingu og útivist með börnunum. Förum í göngu, á skíði, skauta, út að hjóla. Það hefur sýnt sig að aukin hreyfing foreldra leiðir til aukinnar hreyfingar barna. 12. Foreldrar eru sem uppal- endur og fyrirmyndir í lykil- stöðu til að hafa áhrif á lif- naðarhætti barna sinna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft – verum góð fyrirmynd Sjá ennfremur lydheilsustod.is Þó að foreldrar eigi að vera góðar fyrirmyndir er varahugavert fyrir fullorðna að reyna þetta. Frískir krakkar úr Grafarvogi leika listir sínar. Mynd: Pjetur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.