Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 270 stk. Keypt & selt 46 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 17 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 31 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 34 stk. Atvinna 27 stk. Tilkynningar 7 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 25. september, 269. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.20 13.19 19.17 Akureyri 7.05 13.04 19.02 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þeir sem halda mikið uppá myndir á borð við Easy Rider hafa eflaust látið sig drey- ma um klassískt, gamaldags mótorhjól, endalausan malarveg einhvers staðar í Bandaríkjunum og keyra út í eilífðina þangað til rökkva tekur og bensínið er búið. Hafsteinn Emilsson er 49 ára Njarð- víkurbúi og hann er einn af þeim sem hef- ur látið drauma sína rætast. „Hugmyndin að svona mótorhjólaferð kviknaði árið 1999 þegar við fórum nokkr- ir kunningjar til Flórída og keyrðum aðeins þar um. Í fyrra setti SBK ferðaskrifstofan saman hóp sem saman stóð af sautján manns og þrettán mótorhjólum. Við ferð- uðumst um Flórída í fimm daga og sú ferð sló í gegn. Núna eru það hins vegar Flug- leiðir sem skipuleggja ferðina og hún verð- ur eflaust ekki síðri,“ segir Hafsteinn. „Prógrammið byrjar á svokallaðri Bike- októberfest sem er í þrjá daga. Hún er haldin á Daytona Beach í Flórída og þang- að koma um hundrað til tvö hundruð þús- und manns í október. Hátíðin er reyndar líka haldin í mars og þá koma um hálf milljón manns þangað. Þessi hátíð hefur verið haldin síðan árið 1932 og þangað koma saman allir tengdir mótorhjólum; bæði eigendur og seljendur aukahluta og ýmislegs varnings. Tjöld eru sett upp við aðalgötuna í Daytona Beach og mótor- hjólamenn geta sýnt sig og séð aðra. Eftir það keyrum við í fimm daga um Flórída þar sem margt er að sjá. Við förum til dæmis í Everglades-þjóðgarðinn sem er alveg magnaður, Key West og Miami svo eitthvað sé nefnt. Flugleiðir setja upp hót- elgistingar fyrir okkur á leiðinni þannig að prógrammið er frekar fast en auðvitað eru frjálsir dagar inná milli þar sem við ger- um það sem okkur sýnist,“ segir Hafsteinn og bætir við að svona ferð geti verið full- komið frí frá Íslandi. „Fólk getur auðvitað komið fyrr út til Flórída og verið lengur ef það vill og gert þetta að góðu fríi.“ Hafsteinn og félagar leggja upp í þessa stórferð 22. október næstkomandi og það heyrist á Hafsteini að hann hlakkar mikið til. „Mér finnst þetta ofboðslega gaman. Hitinn er mjög góður á þessum tíma í suðr- inu, um tuttugu til þrjátíu stig, sem er frá- bært að hjóla í. Aðstæðurnar í Bandaríkj- unum eru líka allt öðruvísi en hér. Svo er gaman að hitta aðra mótorhjólakappa. Það er alls staðar sama tungumálið hvort sem ég hitti mótorhjólamenn í Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Draumurinn er auðvitað að fara lengri ferð um gervöll Bandaríkin og vonandi rætist hann einhvern daginn,“ segir Hafsteinn sem hefur verið áhuga- maður um mótorhjól síðan hann var fjórtán ára en sjálfur á hann Hondu 111 hippamótorhjól. „Mótorhjólið er eins og ísskápur á mínu heimili. Maður selur ekki ísskápinn hvað sem bjátar á.“ Nánari upplýsingar um ferðina er á icelandair.is. lilja@frettabladid.is Frábært mótorhjólafrí frá klakanum: Ferðast um Flórída Hannes Emilsson er sannkallaður mótorhjólaáhugamaður og dýrkar mótorhjólið sitt. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 bilar@frettabladid.is Hin árlega jeppaferð Land Rover-eigenda og bílaumboðs- ins B&L er á sínum stað í ár og haldið verður í hana í dag. Nú ligg- ur leiðin upp á Skarðsheiði en keyrt verður að þessari náttúruperlu suð- vesturshorns- ins um Blá- skógaheiði og vestur eft- ir Uxahryggj- um. Mæting í ferðina er stundvís- lega klukkan 8.15 í B&L húsinu. Þar verður farið yfir ferðatilhögun, ör- yggismál og fleira tengt ferðinni. Lagt er af stað klukkan 9.00 og áætluð heimkoma er á fimmta tím- anum síðdegis. Ekkert þátttökugjald er í ferðina og hvetur B&L alla Land Rover-eigendur að mæta með góða skapið og fyrst og fremst vel útbúna í hlýjum og góðum fötum. Ekki spillir fyrir að taka einnig með sér góðan félagsskap. Slegið verður upp grilli og farið í skemmtilega leiki fyrir fólk á öllum aldri en allt er það í boði B&L og Íslandrover. Cadillac-bílaframleiðandinn ætlar að hasla sér völl um allan heim ef marka má markmið hans. Cadillac hefur í hyggju að tvöfalda sölu sína utan Norður-Ameríku á næstu tíu árum. Enn fremur ætlar hann að hanna nýjar útfærslur af núverandi bílum sem henta Evrópubúum og Asíubúum betur. Á síðasta ári seldi Cadillac 3.252 bifreiðar fyrir utan Norður-Ameríku en í ár mun sala þeirra líklegast fara upp í 9.000 bif- reiðar. Þó að sala í Evrópu skipti Cadillac-menn miklu máli þá vilja þeir einbeita sér frekar að mark- aðinum í Kína þar sem hann gefur meira af sér. Bandalag íslenskra bíla- blaðamanna eða BÍBB var stofnað nýverið. Félagið stendur fyrir því að velja bíl ársins á Íslandi á hverju ári og nú hefur BÍBB til- nefnt fjölda bíla. Bílunum verður síðan fækkað og eftir munu standa þrír bílar í fjórum flokkum eða alls tólf bílar. Vefurinn billarsins.is hefur verið opnaður í tilefni af þessu og þar getur almenningur tekið þátt í atkvæðagreiðslu og valið bíl ársins auk þess að afla sér fróðleiks um bílana. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í hverjum flokki og hinn eina sanna bíl ársins 2005 við formlega athöfn 15. október. Er þetta í fyrsta sinn sem óháð fagfélag stendur fyrir atburði af þessu tagi. Áður stóð DV fyrir þessu vali í samstarfi við nokkra aðra fjölmiðla. Liggur í loftinu Í BÍLUM Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Það er ekki komið haust af því grasið er ekki sofnað. Til sölu tekk borðstofusett. Platan er 135 cm hægt að stækka. 6 stólar fyl- gja. Uppl. í s. 696 4682. Great Dan hvolpar til sölu. Aðeins einn eftir. Góður fjölskylduhundar. Góðir greiðslumöguleikar,gott verð. S. 846 8899. Mjög góð 3ja herb. íbúð í Starengi í 112 Graf., laus 10. okt., 89.000. S.: 8931819.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.