Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 14
14 1. október 2004 FÖSTUDAGUR GLÆSILEG AÐ VANDA Bandaríska tónlistarstjarnan Janet Jackson mætti prúðbúin á tónlistarhátíð þeldökkra tónlistarmanna í London í gær. Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg: Hallar undan fæti í lýðræðislegri umræðu FRAMSÓKNARFLOKKURINN „Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknar- flokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokk- urinn,“ segir Einar Pálsson, sveit- arstjórnarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Árborg. „Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini tals- maður stórs hluta almennra flokks- manna. Öll umræða og frjáls skoð- anaskipti eru forsenda og grund- völlur þess lýðræðis sem við telj- um okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu,“ segir Einar. „Ég hef veru- legar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitar- stjórnarmönnum F r a m s ó k n a r - flokksins um allt landi. Er þetta dag- skipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokks- forystunni?“ spyr Einar. „Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?“ spyr hann jafn- framt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggj- ur meðal flokks- manna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraks- málið ekki verið rætt innan flokks- ins, heldur hafi einungis verið til- kynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. „Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknar- flokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?“ spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. „Það verður einungis ein lína, flokks- línan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja,“ segir Einar. ■ Skoðanafrelsi er undirstaða lýðræðis Kristinn H. Gunnarsson segir að stjórnmálaflokkur sé því aðeins lýðræðisleg hreyfing að þar ríki skoðanafrelsi. Hann spyr hvers vegna forystu flokksins séu svona mislagðar hendur að hún sé í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru? „Menn verða að vera frjálsir að skoðunum sínum til þess að stjórnmálaflokkur sé í raun lýð- ræðisleg hreyfing. Stjórnmála- flokkur er grundvöllur lýðræðis- ins, það er einfaldlega það skipu- lag sem við búum við,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins. „Því verða menn að rækta stjórnmálaflokkana og þeir verða að endurspegla lýðræðislega starfshætti. Annars skekkist allur grundvöllurinn og áður en menn vita af eru þeir farnir að standa fyrir hlutum sem eiga ekki að þekkjast, eins og mér fannst ég verða var við í fjölmiðla- málinu, árásir á forsetaembættið og fjölskyldu forsetans,“ segir Kristinn. Vonuðust eftir úrsögn úr flokknum Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin frá öllum þingnefndum. Formaður þingflokksins, Hjálmar Árnason, sagði ástæðuna vera þá að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Kristins og annarra þing- manna. Spurður hvort þingflokkurinn hefði í raun ætlað sér með þessari ákvörðun að losa sig við Kristin úr flokknum, því gert var ráð fyrir því að hann segði sig úr Fram- sóknarflokknum í kjölfar útskúf- unarinnar, segist Kristinn ekki viss um hverju ætlunin var að ná fram. „Ég sagði strax að ég teldi þetta óskynsamlega ákvörðun sem leiddi ekki til neinnar lausnar á neinum vanda heldur byggi til ný vandamál sem menn ættu þá erfitt með að glíma við. Ég tók eftir að þingflokksformaður not- aði þegar hann skýrði málið út, orðin „leiðir hljóta að skiljast“. Það virðist benda til þess að hann hafi séð málið þannig fyrir sér, að ég myndi fara. En auðvitað kemur það ekki til greina. Ekki þegar málavextir eru þannig að ágreiningsefnin innan þingmannahópsins hafa verið í málum þar sem ágreiningurinn hefur ekki fyrst og fremst verið milli mín og þingmannanna eða ráðherranna, heldur forystunnar og flokksmannanna,“ segir Kristinn. Við verðum að spila í liði eftir leikreglum Hann segir að í hverju málinu á fætur öðru hafi flokkurinn tekið ákvarðanir eða staðið fyrir ákvörðunum með samstarfs- flokknum sem stuðningsmenn flokksins hafi algjörlega verið á móti. Kristinn nefndir sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið, Íraksmálið og fyrirhugaða skerðingu á at- vinnuleysisbótum. „Þess vegna tel ég að kastljósið eigi að vera á þessu: Af hverju eru forystu flokksins svona mislagðar hendur að hún er í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru. Það er það sem þarf að laga. Deilurnar eða ágreining- urinn, eða trúnaðarbresturinn milli flokksforystunnar og mín, er í sjálfu sér aukaatriði í þessu sam- hengi. Leiðin til að taka á þessu er einfaldlega að ræða málin innan flokksins, þannig að flokksmenn- irnir taki málin í sínar hendur á sínum vettvangi. Þeir fjalli um málið, segi sína skoðun,“ segir Kristinn. „En fyrst og fremst þarf að ákveða hvernig komist er að nið- urstöðu í málum. Því ef menn eru sammála um leiðina til að ná niðurstöðu, um hina lýðræðis- legu aðferð, þá una menn nið- urs töðunni , hver sem hún er. Þegar ákvörðun er tekin á þann hátt sem menn sætta sig ekki við, eins og í Íraksmálinu, þá una menn ekki niðurstöðunni, þannig að starfsaðferðirnar skipta gríð- arlegu máli. Lýðræðið í stjórn- málahreyfingunni er grundvallar- atriðið,“ segir hann. Kristinn bendir á að í fjöl- miðlamálinu hafi töluvert verið vegið að leikreglum lýðræðisins. „Ekki aðeins innan einstakra flokka, heldur almennu lýðræðis- legu skipulagi. Verið var að ráðast á forsetaembættið. Verið var að finna einhverjar leiðir eða klæki til að komast hjá einstökum ákvæðum sjórnarskrárinnar. Meðvitað var verið að reyna að sniðganga þær leikreglur sem settar höfðu verið í lög og stjórn- arskrá,“ segir hann. „Þess vegna var fjölmiðla- frumvarpið svo víðtækt, það fjall- aði ekki bara um fjölmiðlana heldur leikreglur lýðræðisins. Það er ekki til nein málamiðlun í því. Stjórnarskráin er stjórnar- skrá og hún ákvarðar leikreglurn- ar. Við verðum að verðum að spila í liði eftir leikreglum. Ég er ekki tilbúinn að vera í liði sem breytir leikreglunum sér í hag í miðjum leiknum. Á þessu er grundvallar- munur,“ segir Kristinn. Spurður hvers vegna sjónar- mið hins almenna flokksmanns komi ekki fram, svo sem til að mynda á miðstjórnarfundum seg- ir Kristinn vera of mikla tilhneig- ing í Framsóknarflokknum til að talað sé upp í eyrun á forystunni. „Þetta á ekki að snúast um að vinna sér prik og komast áfram í flokknum með þeim hætti. Þetta á heldur ekki að snúast um það að þeir sem eru ósammála foryst- unni telji það best fyrir sig að þegja. Ég veit um marga mið- stjórnarmenn sem hafa setið á fundi og þagað í málum, þar sem þeir hefðu viljað tala fyrir sjónar- miðum sínum,l þar sem þeir voru ósammála forystunni,“ segir Kristinn. Þegar hann er spurður hvers vegna þeir hafi ákveðið að taka ekki til máls segir hann að þeir hafi talið það best fyrir sig sjálfa að tala ekki að sinni. „Það er það sem er slæmt, þá verður umræðan ekki rétt. Hún endurspegl- ar ekki viðhorfið. Þá draga forystumenn- irnir rangar álykt- anir af stöðunni innan flokksins. Mönnum finnst Samþykktir þvert á eigin skoðun: - Veiðigjaldið í sjávarútvegi. „Ég var á móti því og vildi gera breyt- ingar á kerfinu en þetta var niðurstaða flokksins. Hún var fengin með því að starfshópur starfaði og skilaði tveimur tillögum og miðstjórn skar úr um hver stefnan ætti að vera. Þær urðu síðan að ríkisstjórnarstefnu og kemur fram í frumvarpi. Ég ákvað að fylgja henni þótt stjórnarskráin heimili mér að gera það ekki. En ég er í flokknum og viður- kenndi leikreglurnar sem við unnum eftir.“ - Þjóðhagsstofnun „Sjálfstæðisflokkurinn krafðist þess að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Ég hef mína skoðun á því hvers vegna sú krafa kom fram. Það var persónuleg óvild í garð forstöðumanns Þjóðhags- stofnunar. Ég var ósammála henni og lagðist gegn því máli og taldi það mis- tök. Þingflokkurinn ákvað að styðja það að stofnunin yrði lögð niður og ákvað ég að fylgja því. Ég neitaði að tala fyrir þessari ákvörðun. Ég var vara- formaður efnahags- og viðskiptanefnd- ar á þeim tíma sem þetta mál var af- greitt úr nefnd og ég átti að mæla fyrir því á þinginu vegna þess að nefndar- formaður var fjarverandi. Ég neitaði að gera það. Niðurstaðan var að einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni talaði fyrir málinu í þinginu.“ - Sala Símans „Það er ekkert leyndarmál að ég er á móti sölu Símans þótt ég hafi sam- þykkt niðurstöðu þingflokksins sem er að einhverju leyti málamiðlun, að sal- an verði heimiluð gegnt því að byggt verði upp dreifikerfi. Ég gekk að því samkomulagi og hef staðið við það.“ – hefur þú séð DV í dag? Rukkari skallaði skókóng á gámaútsölu Óskar A xel Óskarsson tók skó sem sýslumaður hafði tekið fjárnám í. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL KRISTINN H. GUNNARSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KRISTINN H. GUNNARSSON „Þess vegna var fjölmiðlafrum- varpið svo víðtækt, það fjallaði ekki bara um fjölmiðlana heldur leikreglur lýðræðisins. KRISTINN H. GUNNARSSON Stuðningsmenn Kristins ósáttir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.