Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 23

Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 23
23FÖSTUDAGUR 1. október 2004 fyrir okkur að þessi göng verði gerð. Það var mikið bakslag fyrir okkur í fyrra þegar framkvæmd- unum var frestað um eitt ár. Nú erum við með u n d i r r i t a ð skjal frá ríkis- stjórn Íslands um að verkið verði boðið út á næsta ári og framkvæmdir hefjist árið 2006. Sam- kvæmt nýrri áætlun á að ljúka fram- k v æ m d u n u m árið 2009.“ Skref í rétta átt Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Akureyrar, segir að vissu- lega sé það ákveðið skref í rétta átt að hafa falið Háskólanum á Akureyri að gera úttekt á sam- einingunni. Hins vegar sé bið- staða í málinu núna eða allt þar til háskólinn skili niðurstöðum. „Það ætti síðan að geta orðið góð umræða um málið þegar þær niðurstöður verða komnar í hús,“ segir Kristján Þór. „Þá verðum við með ýmsa útreikn- inga sem við getum haft til hlið- sjónar í við- r æ ð u n u m . Bæjars t jórn Akureyrar og bæjarfulltrú- arnir allir hafa verið einhuga í þeirri í afstöðu sinni að það beri að sam- eina sveitar- félög við Eyja- fjörðinn. Það eru síðan skiptari skoðanir um það meðal annarra sveitarfélaga. Reyndar held ég að heilt yfir sé meiri samhljómur á meðal íbúa en sveitarstjórnarmanna að fara út í sameiningu.“ Bæði Kristján Þór og Ólafur Kárason segja að á meðal sveit- arfélaga sem hafi haft efasemdir um sameininguna séu Hörgár- byggð og Grímseyjarhreppur. Helgi Bjarni Steinsson, odd- viti Hörgárbyggðar, segir að sveitarstjórnin sé mótfallin sam- einingu og hafi ekki tekið þátt í viðræðum um sameiningu. „Við teljum að íbúar hér vilji einfaldlega ekki sameiningu,“ segir Helgi Bjarni. „Við munum samt fylgjast með framvindu mála. Það er náttúrlega ekkert útilokað að við skoðum þetta í framtíðinni en eins og staðan er núna er ekki vilji til að taka þátt í þessu.“ ■ Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 2.999.- Leður 2.999.- Leður 1.999.- Leður 999.- Leður 1.999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Efni 999.- Efni 999.- Efni 999.- Leður 1.999.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 1.499.- Leður 999.- Leður 999.- Leður 999.- RISA ÚTSALA Póstsendum um allt land gegn kortagreiðslu. Pöntunarsími 699 2011. SKÓMARKAÐURINN FÁLKAHÚSINU SUÐURLANDSBRAUT 8, RVK. OPNUNARTÍMI: MÁNUD. -LAUGARD. 11:00 – 18:00 FERÐALÖG Um 10-15% aukning hefur orðið á sölu utanlandsferða á árinu miðað við árið í fyrra, ef marka má upplýsingar frá tveimur ferðaskrifstofum, Úrvali- útsýn og Heimsferðum. Að sögn Helga Eysteinssonar hjá Úrval-útsýn hefur framboð á utanlandsferðum hjá fyrirtækinu aukist um 18% á þessu ári og eft- irspurnin hefur reynst nægjanleg til þess að mæta því. Hann áætlar því að söluaukningin sé um 15%. „Framboðið hefur aukist og salan þar af leiðandi líka,“ segir Helgi. „Og verðið á markaðnum almennt hefur lækkað, sérstaklega síðustu mánuði.“ Helgi merkir talsverða aukn- ingu á sölu nú í haust. „Ég er klár á því að kennaraverkfallið hefur þar áhrif,“ segir hann, „en líka spilar inn í að það var minni traf- fík í lok ágúst heldur en oft áður. Sumarið var það gott hér á landi að fólk beið með að fara út.“ Helgi segir neyslumynstrið hafa breyst þannig, að fólk bóki nú með mun styttri fyrirvara en áður og fari þá líka í styttri ferðir. „Allar borgarferðir í október og nóvember eru að fyllast,“ segir hann. Tómas Gestsson hjá Heims- ferðum tekur í sama streng og segir aukningu í sölu það sem af er árinu vera um 10-15%. Hann segir söluna hafa verið nokkuð jafna yfir árið og að hún hafi verið mjög góð nú í haust. „Verð á markaðnum hefur lækkað, kaup- máttur aukist og heildarmarkað- urinn í flugsætum stækkað,“ segir Tómas. „Og menn virðast eiga von á ennþá meiri aukningu á næstu misserum.“ Tómas bendir einnig á, að einnig hafi ferðalög útlendinga til Íslands aukist. ■ SVEITARFÉLÖGIN SEM RÆTT ER UM AÐ SAMEINA Sveitarfélög Fjöldi íbúa Akureyri 16.048 Dalvík 2.025 Siglufjörður 1.438 Ólafsfjörður 994 Eyjafjarðarsveit 958 Grýtubakkahreppur 396 Svalbarðsströnd 376 Hörgárbyggð 371 Arnarneshreppur 188 Grímseyjarhreppur 93 Alls 22.887 KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Úttektin er skref í rétta átt. ÓLAFUR KÁRASON Bjartsýnn á að sveitarfélögin sameinist. Íslendingar streyma til útlanda: Veruleg aukning í sölu utanlandsferða Axarárás í flugi: Endurskoða viðbúnaðinn NOREGUR, AP Norsk flugmálayfir- völd og stjórnendur flugfélaga leit- uðu í gær leiða til að auka öryggi í innanlandsflugi, degi eftir að far- þegaflugvél með níu manns innan- borðs hafði nærri hrapað þegar far- þegi réðst á flugmennina með öxi. Minni flugvellir í Noregi hafa starfað á undanþágu frá öryggis- reglum sem kveða á um að gegnum- lýsa eigi farangur og að farþegar fari í gegnum málmleitartæki. Árásarmaðurinn var með öxi og tvo hnífa. Flugmálastofnun kannar nú hvernig tryggja megi að slíkt komi ekki fyrir aftur þar til öllum eftir- litsbúnaði hafi verið komið fyrir. ■ FRÁ KANARÍEYJUM Ferðir til Kanaríeyja eru meðal ferða sem selst hafa vel nú í haust. Einnig er mikil eftirspurn eftir borgarferðum ýmiskonar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.