Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 28
Jack Daniel’s Tennessee Gold (oftast kallaður Jack Gold) hefur sérstöðu í hópi áfengra gos- drykkja. Hann hefur talsvert flóknara bragð en er ekki jafn sætur. Jack Gold kemur frá bruggmeist- urum Jack Daniel’s sem eiga heiðurinn af einu þekktasta viskí í heimi - Jack Daniel’s No. 7. Á meðan Jack Daniel’s No. 7 er réttnefndur drykkur rokkstjarnanna, þá má segja að Jack Gold sé drykkur poppstjarnanna. Drykkurinn er ferskur og svalandi drykkur með lime og engifer sem yfir- gnæfa þó ekki viskíbragðið. Samkvæmt víðtækri blindsmakk-könnun í Svíþjóð telja 80% þeirra sem þátt tóku að Jack Gold gæti komið í staðinn fyrir bjórsötrið á virkum dögum og jafnframt verið „stuðdrykkur“ helgarinnar. Verð í Vínbúðum 320 kr. Jack Gold: Drykkur poppstjarnanna Loksins ætlarðu að vera myndarleg/ur í eldhúsinu en þá vill árans matreiðslubókin ekki haldast opin. Gott ráð er að setja glæran disk sem hægt er að lesa í gegnum oná bókina og halda áfram að búa til lítið kraftaverk í eldhúsinu. Nýtt í Vínbúðum „Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mat- hákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kvikn- aði hugmyndin,“ segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leik- skólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og fram- settar á einfaldan og skemmtileg- an máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem mál- tíð fyrir alla fjölskylduna. „Ég prófaði mikið af þessum upp- skriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börn- unum og þá sérstaklega plokk- fiskurinn,“ segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum til- fellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. „Grænmetið sem sjaldan er vin- sælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst,“ segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki til- tekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. „Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunn- ar við matarborðið,“ segir Ásta Vigdís. Plokkfiskur með rúgbrauði Fyrir fjóra: Soðinn fiskur (ýsa og saltfiskur) 500 gr Soðnar kartöflur 300 gr Laukur, meðalstór 1 Smjör 50 gr Hveiti 2 msk Mjólk 3 dl Salt og pipar eftir smekk 1. Saxið laukinn og látið krauma við vægan hita í smjörinu þar til hann er orðinn glær. 2. Stráið hveitinu yfir laukinn og smjörið, aukið hitann og hrærið vel í 1-2 mínútur. Bætið mjólkinni út í smátt og smátt og síðan fiski og kartöflum. 3. Hitið án þess að suðan komi upp. 4. Hrærið varlega í á meðan, svo fiskurinn verði laus í sér og blandist vel í sósuna án þess að fara í tægjur. 5. Bragðbætið með salti og pipar. Borinn fram með rúgbrauði. Krakkaeldhús: Matur sem börnin borða Krakkar borða oft matinn í leikskólanum af bestu lyst, nú er hægt að elda svipaðan mat heima.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.