Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 31
Afsláttur er á hægindastólum, sófa-
settum og svefnsófum í versluninni
Sett í Hlíðarsmára í Kópavogi þar
sem verið er að rýma fyrir nýjum
vörum. Einnig eru sýningarsett seld
á niðursettu verði. Sófarnir koma
frá Ítalíu og fást meðal annars með
leður- og microfiber-áklæði. ■
Afsláttur á sófum:
Ítalskir sófar og hægindastólar
5FÖSTUDAGUR 1. október 2004
Í versluninni Stasia í Kringlunni
er allt á öðrum endanum og við-
skiptavinirnir fá að njóta þess.
„Við ákváðum í tilefni af fimm
ára afmæli þessa hluta Kringl-
unnar að breyta innréttingunum
og gefa búðinni léttara og
skemmtilegra yfirbragð,“ segir
Rósa Hallgeirsdóttir, eigandi
verslunarinnar. „Okkur hefur þótt
vanta ýmislegt til að geta boðið
viðskiptavinum okkar upp á þá
aðstöðu og þjónustu sem við vilj-
um bjóða þeim og þessvegna réð-
umst við í þessar framkvæmdir.
Við vildum samt ekki loka búðinni
í marga daga heldur erum með
opið meðan á framkvæmdunum
stendur en bjóðum í staðinn vald-
ar vörur með 20-40% afslætti.“
Viðskiptavinir hafa sumir talið að
verslunin sé að hætta en Rósa vill
koma í veg fyrir þann misskiln-
ing. „Búðin er alls ekki að hætta
og við verðum með sömu góðu
merkin áfram svo sem Fransa,
Studio og B-Young.“ Tilboðið
stendur fram yfir helgina og þá
verður búðin vonandi tilbúin í sín-
um nýja ham. ■
Bætiefni á betra verði!
Sterkt ginseng eykur starfsþrek
1 á dag!
Gerið verðsamanburð!
Fáðu flott
munnstykki
Golfútsala er nú í gangi í Markinu
í Ármúla þar sem er 20% til 70%
afsláttur af öllum golfvörum. Á
útsölunni eru meðal annars vörur
frá Hippo og Taylor Made sem
eru heimsþekkt og reynd vöru-
merki. Einnig eru hjól seld með
20% afslætti meðan á útsölunni
stendur, auk körfuboltaspjalda og
rólusetta. ■
Allt að 70% afsláttur:
Golfvörur og hjól
Stasía í Kringlunni breytir í tilefni afmælis Kringlunnar:
Tilboð vegna breytinga
Hildur Dagný, verslunarstjóri í Stasíu í Kringlunni, skoðar tilboðsslána.
Í BT í Skeifunni stendur nú yfir
allsherjar útsala á heimilistækj-
um af öllum toga. Þeir BT-menn
segjast vera með ódýrustu heimil-
istækin á landinu en hver getur
dæmt um það fyrir sig. Sem dæmi
um tæki er hægt að fá Siemens
uppþvottavél á 29.999 krónur en
hún var áður á 44.900 krónur,
Teba eldavél sem var á 49.900
krónur er nú á 29.999 krónur og
Wilfa örbylgjuofn er á 3.999 krón-
ur en hann var á 5.995 krónur.
Einnig er Whirlpool kæli- og
frystiskápur nú á 34.999 krónur
en hann var á 49.900 krónur og
Indesit þvottavél er hægt að fá á
29.999 krónur en hún var áður á
44.900 krónur.
Takmarkað magn er af þessum
heimilistækjum og er vert að ít-
reka það að þessi tilboð gilda ein-
göngu í verslunum BT í Skeifunni
í Reykjavík. ■
Sportbúðin Títan býður gestum
og gangandi nú upp á útsölu á
útivistarvörum. Afslátturinn er
25 til 70 prósent og stendur útsal-
an yfir á meðan birgðir endast.
Til dæmis er hægt að fá svefn-
poka með fjörutíu prósenta af-
slætti, pottasett með
þrjátíu prósenta afslætti, gas-
hitara á fimmtíu prósenta af-
slætti og fjallahjól á 45 prósenta
afslætti svo eitthvað sé nefnt.
Einnig bíður Sportbúðin upp á
góðar veiðigræjur frá Amer-
istep. Í því merki er hægt að fá
gervigæsir, heybagga, regngalla
og vatnsheldar byssutöskur.
Einnig eru skotfæri í miklu
úrvali þannig að þetta er
svo sannarlega búð veiði-
mannsins þó að allir séu
velkomnir á útsöluna.
Sportbúðin Títan er til
húsa að Krókhálsi 5g í
Reykjavík og er síminn þar
517 8810. ■
Allt að sjötíu prósenta afsláttur:
Útsala á útivistarvörum
Ódýr heimilistæki:
Eldavélar og þvottavélar
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is