Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 44

Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 44
ABC barnahjálp heldur árlegan söfnunardag sinn á útvarpsstöð- inni Lindinni í dag og að þessu sinni verður safnað fyrir korna- barnahúsi við El Shaddai barna- heimilið við Chennai í Indlandi. Heimilið var stofnað árið 1995 og hefur alfarið verið rekið fyrir ís- lenskt fé síðan. Börnin á heimilinu eru 171 tals- ins og eiga 163 þeirra íslenska fósturforeldra en stuðningsaðila vantar til að greiða fyrir fram- færslu og menntun 8 barna á heimilinu. Uppbygingin á heimil- inu hefur verið mikil á síðustu árum. Lokið var við byggingu nýs íbúðarhúss fyrir börnin um síð- ustu áramót en til að hægt verði að halda áfram að taka við yfir- gefnum kornabörnum er nauðsyn- legt að byggja sérstakt korna- barnahús fyrir heimilið. Korna- barnahúsið kostar fullfrágengið um 4,7 milljónir og hafa þegar safnast 2 milljónir upp í það. Áætlað er að 30 kornabörn dvelji þar í senn en flytji í stærra húsið til að rýma fyrir yngri börnum þegar þau eru farin að stálpast. Dagskráin á Lindinni verður frá 9 - 18 á FM 102,9 á höfuðborg- arsvæðinu en útsendingar nást víða um land. Einnig er hægt að skrá sig fyrir stuðningi við bygg- ingu eða barn á heimasíðu ABC á slóðinni www.abc.is. Tilfinnan- lega vantar nú stuðningsaðila fyr- ir börn í Indlandi, sérstaklega á Heimili litlu ljósanna sem einnig er rekið af Íslendingum. Forstöðukona heimilisins, Eva Alexander, hefur tvisvar komið til Íslands og biður nú fyrir innilegt þakklæti fyrir stuðninginn við að hjálpa nauðstöddum börnum í Indlandi. Söfnunarreikningur fyrir kornabarnahúsið er í Ís- landsbanka nr. 515-14-280 000 (kt. 690688-1589). ■ Iðnskólinn í Reykjavík er 100 ára í dag þannig að nemendur og kennarar á Skólavörðuholtinu hafa ærna ástæðu til að fagna. Hátíðarhöldin hófust formlega í gær með hátíðarathöfn fyrir boðsgesti í Hallgrímskirkju en forseti Íslands, menntamálaráð- herra og fulltrúar Samtaka iðnað- arins og Iðnaðarmannafélagsins ávörpuðu samkomuna. Þá var sýningu um sögu skólans opnuð en almenningi gefst tækifæri til að taka þátt í gleðinni og skoða sýninguna um helgina. „Skólinn byrjaði sem kvöld- og sunnudagaskóli fyrir iðnaðar- menn og almenning í Reykjavík þar sem ýmis grunnatriði eins og teikning og reikningur voru kennd,“ segir Haukur Már Har- aldsson, kennari og upplýsinga- fulltrúi Iðnskólans. „Þá var skólinn til húsa í Vinaminni í Mjóstræti en flutti svo upp í gamla Hegningarhúsið og hélt áfram þar sem kvöldskóli. Síðar var ákveðið að gera skólann að al- vöruskóla og að því komu ýmsir merkir karlar í Reykjavík sem höfðu metnað fyrir hönd iðn- aðarins. Jón Þorláksson var þar fremstur í flokki en hópurinn lét reisa Iðnaðarmannahúsið við Tjörnina fyrir skólann sem var þó áfram kvöldskóli.“ Haukur segir að skólinn hafi verið kvöldskóli fyrstu 50 árin eða svo en síðan hafi ríkið tekið við rekstrinum og þá var hann gerður að dagskóla.“ Iðnskólinn hefur tútnað út á alla kanta á þessum 100 árum. „Í upphafi voru nokkrir tugir nem- enda við skólann en nú heyrir það til algerra undantekninga ef nem- endafjöldinn fer niður fyrir 2000 á ári en við bjóðum líka upp á kvöld- og fjarnám.“ Tölvutæknin er vitaskuld orðin áberandi hvort tveggja í kennslu og starfi Iðn- skólans. „Tæknin er orðin allsráð- andi í öllum faggreinum og við reynum að halda vel í við hana og fylgjumst vel með. Þetta hefur verið mjög áberandi í bókagerð- argeiranum þar sem farið hefur verið alla leið frá handsetningu Gutenbergs yfir í tölvuvinnslu.“ Skólinn verður opinn almenn- ingi á laugardaginn og sunnudag- inn frá klukkan 13-17 en þá verða allar starfsnámsbrautir með sýn- ingar og verða nemendur og kennarar við hendina til að kynna einstaka þætti fyrir gestum og gangandi. Þá leiðir Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur gönguferð milli þeirra húsa sem hýst hafa skólann þessa öld sem liðin eru frá stofnun hans. Lagt verður af stað á laugardag- inn klukkan 14 og gengið frá Iðn- skólanum á Skólavörðuholti að Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg, þaðan að Vinaminni við Mjóstræti og loks að Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina. ■ 32 1. október 2004 FÖSTUDAGUR WALTER MATTHAU Þessi krumpaði stuðbolti og gamanleikari fæddist á þessum degi árið 1920. Hann lést í júlí árið 2000. Metnaðarfullt iðnnám í 100 ár IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK: ER 100 ÁRA Í DAG timamot@frettabladid.is HAUKUR MÁR HARALDSSON Heldur upp á 100 ára afmæli Iðnskólans í Reykjavík með nemendum og samkennurum um helgina. Í gær kom út bókin Iðnskóli í 100 ár eftir Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing þar sem hann rekur sögu skólans. „Við erum montin af skólanum okkar og finnst þetta vera góður skóli. Hér er afar gott að vera og skólanum hefur haldist ótrúlega vel á kennurum en hér er fólk sem hefur starfað við skólann í 30 - 40 ár,“ segir Haukur. 1. október 1918 Sameinaður herafli araba og Breta náði Damaskus af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld- inni á þessum degi árið 1918. Með þessum sigri var búið að frelsa alla Arabíu en Bretinn T.E. Lawrence, betur þekktur sem Arabíu- Lawrence, var lykilmaður í þessari aðgerð. Lawrence þótti herkænn með ein- dæmum en stærsta afrek hans var þó að sameina araba í baráttunni gegn Tyrkjum en undir stjórn hans helltu arabar sér út í árang- ursríkan skæruhernað. Lawrence gerði sér miklar vonir um að það mætti halda aröbum saman sem einni þjóð en þær væntingar runnu út í sandinn fljótlega eftir sigurinn í Damaskus. Lawrence hélt þá vonsvikinn heim til Englands og taldi Breta hafa stuðlað að sundr- ungu á meðal araba og af- þakkaði því meðal annars orður sem Georg V konung- ur hugðist veita honum fyrir afrek sín. Að stríðinu loknu barðist Lawrence harkalega fyrir sjálfstæði arabalanda og mætti meðal annars á friðarráðstefnu í París í arabakufli. Hann lenti í al- varlegu bifhjólaslysi árið 1935 og lést af sárum sín- um. ARABÍU-LAWRENCE Þessi goð- sagnakennda frelsishetja samein- aði araba gegn Tyrkjum. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1880 Thomas Edison hefur fjöldaframleiðslu á raf- magnslömpum. 1936 Tilkynnt er að Francisco Franco hershöfðingi sé æðsti stjórnandi Spánar. 1987 Átta manns láta lífið þegar 5,9 stiga jarðskjálfti ríður yfir Los Angeles. 1988 Mikhaíl Gorbatsjov tekur við embætti forseta Sovét- ríkjanna. 1989 7.000 Austur-Þjóðverjum er tekið fagnandi þegar kommúnistastjórnin í landinu gefur þeim leyfi til að fara til Vestur-Þýska- lands. 1990 George Bush eldri, forseti Bandaríkjanna, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og ítrekar for- dæmingar Bandaríkjanna á hertöku Íraka á Kúvæt. Arabíu-Lawrence tekur Damaskus „Læknirinn minn sagði mér að ég ætti sex mánuði eftir ólifaða en þegar ég gat ekki borgað reikninginn gaf hann mér sex mán- uði til viðbótar.“ - Walter Matthau tók lífinu létt en þrátt fyrir framlengingu frá lækninum hvarf hann að lokum til feðra sinna. AFMÆLI Magnús Stefánsson alþingisþingmaður er 44 ára. GÓÐVERK Vinkonurnar Rebekka R. Rósudóttir Mitra, Steinunn Ósk Magnúsdóttir og Thelma Ósk Magnúsdóttir, stóðu á dög- unum fyrir tombólu í Mosfellsbæ. Alls söfnuðust 3.373 krónur en tombólan stóð yfir í þrjá verkfallsdaga. Ágóðann létu þær renna til UNIFEM á Íslandi vegna áherslu félagsins á réttindi kvenna og stúlkubarna í fátækari hlut- um heimsins. ARABAR OG BRETAR HREKJA TYRKI FRÁ DAMASKUS ANDLÁT Guðrún Pálsdóttir Ullsten, tannlæknir, lést í Vasteras í Svíþjóð 8. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Alan D. Stenning, 35 Roberts Ride, High Wycombe, Englandi, er látinn. Engilbert Þorvaldsson, Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum, lést 26. september. Jóhanna Jóhannsdóttir, Byggðavegi 99, Akureyri, er látin. Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eld- járnsstöðum, Blöndudal, lést 27. sept- ember. JARÐARFARIR 13.00 Hjálmfríður Guðný Sigmunds- dóttir, frá Hælavík, til heimilis á Sunnubraut 16, Reykjanesbæ, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju. 13.30 Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, (Bagga frá Þórshamri), Lindar- braut 13A, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju. 13.30 Árni M. Rögnvaldsson, frá Dæli í Skriðdal, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Sigríður Sigurðardóttir, Fanna- fold 140, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Árni M. Rögnvaldsson, frá Dæli í Skíðadal, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Hákon Sveinsson, frá Hofstöð- um, Reykhólasveit, Svölukletti 1, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju. 16.00 Grétar Haraldsson, Berjavöllum 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Safnað fyrir kornabarnahúsi MUNAÐARLAUST KORNABARN Aðalfundur ABC barnahjálpar var haldinn í ágúst. Þar kom fram að 93,2 milljónir voru sendar til hjálparstarfa erlendis árið 2003 af 100,8 millj- óna heildartekjum starfsins eða um 93% en öll framlög til starfsins eru send óskert til hjálpar munaðarlausum og fátækum börnum sem í dag eru rúmlega 4.300 talsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.