Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 46
34 1. október 2004 FÖSTUDAGUR
Við óskum...
... handknattleiksdeild FH góðs gengis í leit sinni að nýjum þjálfara. Þorbergur
er horfinn á braut, Viggó vill ekki koma nálægt liðinu og sagan segir að lítil
stemning sé meðal íslenskra þjálfara að taka við liðinu enda leikmanna-
hópurinn ekki beint burðugur né áhugaverður.
„Það er varla að við munum hvernig á að spila
stífan varnarleik.“
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, eftir leikinn gegn Aachen í gær. Þrátt fyrir 5-1
tap í fyrri leiknum pökkuðu FH-ingar í vörn og forðuðu sér þar með frá annarri
flengingu.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 1 2 3 4
Föstudagur
OKTÓBER
HANDBOLTI Einn öflugasti, og skraut-
legasti, handboltamaður Íslands,
Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið
að taka sér frí frá íslenska lands-
liðinu í handknattleik. Hann mun
ekkert spila með landsliðinu næsta
árið og svo gæti farið að hann spil-
aði ekkert næstu tvö árin. Íslenska
landsliðið er á leiðinni á World Cup
í Svíþjóð í nóvember og svo bíður
heimsmeistaramótið í Túnis strax í
byrjun næsta árs.
Koma sjálfum sér í lag
„Það er kominn tími til þess að ég
setji sjálfan mig í fyrsta sætið,“
sagði Sigfús í samtali við Frétta-
blaðið frá Þýskalandi. „Ég vil fara
að koma sjálfum mér í lag en ég
hef átt í þrálátum meiðslum og
mér veitir ekkert af landsleikjafrí-
unum til þess að lappa upp á sjálf-
an mig. Ég verð að halda sjálfum
mér í standi í stað þess að keyra
mig alltaf út.“
Sigfús er einmitt meiddur þessa
dagana en hann var skorinn upp
fyrir tveim vikum síðan og getur
þar af leiðandi ekki spilað hand-
bolta næstu tvö mánuði.
„Vonandi verð ég klár fyrr en
þetta snýst mikið um það hversu
langan tíma þetta tekur að gróa.
Svo var taugin sem liggur í vinstri
fótinn orðin mjög bólgin og þetta
tekur allt tíma,“ sagði Sigfús sem
er orðinn þreyttur á því að vera sí-
fellt meiddur og tekur því þessa
ákvörðun.
„Með því að taka mér frí frá
landsliðinu er ég að vonast til þess
að lengja minn atvinnumannsferil
um tvö til þrjú ár. Auðvitað er leið-
inlegt að geta ekki spilað áfram
með liðinu því það er alltaf mikill
heiður, og gaman, að spila með
landsliðinu en ég því miður get
bara ekki haldið áfram svona leng-
ur. Vonandi fæ ég bót meina minna
svo ég geti spilað með landsliðinu
síðar,“ sagði Sigfús.
Mikið breytt landslið
Það er ljóst að nýr landsliðsþjálf-
ari verður með mikið breytt lið í
höndunum á HM í byrjun næsta
árs því Ólafur Stefánsson segist
heldur ekki ætla að vera með á HM
í Túnis. Svo er Patrekur Jóhannes-
son ekki í ástandi til að spila með
landsliðinu og svo er alls óvíst
hvort Dagur Sigurðsson spilar
áfram með liðinu.
henry@frettabladid.is
EKKI MEÐ Á NÆSTUNNI Einn öflugasti,
og skrautlegasti, handboltamaður Íslands,
Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að taka
sér frí frá íslenska landsliðinu í handbolta.
Fréttablaðið/Teitur
Sigfús á leiðinni í langt frí
Áfall fyrir íslenska handboltalandsliðið sem hefur þegar misst Ólaf Stefánsson frá því á Ólympíuleikunum í
Aþenu á dögunum. Sigfús er að vinna sig út úr erfiðum bakmeiðslum og er nýkominn úr aðgerð.■ ■ LEIKIR
18.00 Haukar og Stjarnan eigast
við á Ásvöllum í handknattleik
kvenna.
19.15 Grótta KR og Valur eigast
við á Seltjarnarnesi í handknat-
tleik karla.
19.15 KA og HK eigast við í KA-
heimilinu í handknattleik karla.
19.15 Víkingur og ÍBV eigast við í
Víkinni í handknattleik karla.
19.15 Fram og Þór Ak. eigast við í
Framhúsinu í handknattleik karla.
20.00 Afturelding og Haukar
eigast við á Varmá í handknattleik
karla.
20.00 Stjarnan og ÍR eigast við í
Ásgarði í handknattleik karla.
■ ■ LEIKIR
17.20 Olíssport á Sýn. Fjallað um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
18.00 Upphitun á SkjáEinum.
Breskir knattspyrnuspekingar spá
og spekúlera í leikjum helgar-
innar.
18.35 Trans World Sport á Sýn.
Íþróttir um allan heim.
19.30 Gillette-sportpakkinn á
Sýn.
20.00 Motorworld á Sýn.
Kraftmikill þáttur um allt það
nýjasta í heimi akstursíþrótta.
20.30 UEFA Champions League á
Sýn. Fréttir af leikmönnum og
liðum í Meistaradeild Evrópu.
21.00 Mótorsport 2004 á Sýn. Ítar-
leg umfjöllun um íslenskar
akstursíþróttir.
21.40 World Series of Poker á
Sýn. Sýnt frá HM í póker.
Seinni leikur FH gegn þýska liðinu Aachen í Evrópukeppni félagsliða fór fram í gærkvöld:
Varnarsinnaðir Íslandsmeistarar héldu jöfnu
FÓTBOLTI FH-ingar gerðu marka-
laust jafntefli við þýska 2. deild-
arliðið Allemania Aachen en þetta
var seinni leikur liðanna í Evrópu-
keppni félagsliða. Eins og alkunna
er töpuðu FH-ingar fyrri leiknum
stórt, 1–5, á Laugardalsvelli og því
vitað að möguleikar FH-inga á að
komast áfram væru afar litlir.
Viðureignin fór fram í Köln, á
glæsilegum leikvangi, og voru
tæplega 22 þúsund manns við-
staddir leikinn sem var sá síðasti
á tímabilinu hjá FH-ingum - besta
tímabili í þeirra sögu, hingað til.
Greinilegt var á öllu fyrir leik-
inn að FH-ingar ætluðu sér ekki
að fá á sig fleiri mörk því þetta
sókndjarfa lið stillti upp mjög
varnarsinnuðu leikskipulagi. Boð-
ið var upp á 5-3-2 þar sem Guð-
mundur Sævarsson og Davíð Þór
Viðarsson voru í bakvarðarstöð-
unum. Þeir Tommy Nielsen, Freyr
Bjarnason, og Sverrir Garðarsson
voru allir í miðvarðarstöðunni.
Baldur Bett, Heimir Guðjónsson
og Ásgeir Gunn-
ar Ásgeirsson
voru síðan á
miðjunni
en í
f r a m l í n -
unni var
þeim Allan
Borgvardt
og Atla
V i ð a r i
Björnssyni
stillt upp.
F r é t t a -
blaðið náði
tali af fyrirliða
FH, Heimi
Guðjónssyni í
g æ r k v ö l d i .
„Dagsskipunin
var að halda
hreinu og þess
vegna breyttum
við nú leikskipulaginu hjá
okkur og fórum í
5-3-2 og það verð-
ur að segjast eins
og er að það tók
okkur talsverð-
an tíma að átta
okkur á því -
það er varla að
við munum
hvernig á að
spila stífan
v a r n a r l e i k .
Þeir á hinn
bóginn spiluðu
svipað og í
fyrri leiknum -
pressuðu okk-
ur um allan
völl,“ sagði
Heimir Guð-
jónsson, ný-
kominn úr
sturtunni.
„Þeir voru
mun meira
með boltann
og áttu ein-
hver þrjú góð færi en við fengum
hins vegar tvö mjög góð færi. Atli
Viðar (Björnsson) átti skot í stöng
og Allan (Borgvardt) komst einn
inn fyrir en markvörðurinn varði
vel. Í seinni hálfleik prófuðum við
aðeins að færa okkur framar og
Jón Þorgrímur (Stefánsson) og
Emil (Hallfreðsson) komu inná.
Auðvitað langaði okkur að ná sigri
en þetta var ágætisleikur hjá okk-
ur þegar á heildina er litið, við
vörðumst vel og héldum markinu
hreinu sem var aðalmarkmiðið og
ekkert nema gott um það að
segja.“
Heimir segir leikmenn FH
hafa verið afar meðvitaða um
möguleikana. „Þessi leikur var
náttúrulega bara spilaður upp á
stoltið, við gerðum okkur nú ekki
miklar vonir um að fara áfram.
Við erum hins vegar afar sáttir
eftir þetta sumar, brutum ísinn og
náðum þeim stóra,“ sagði Heimir
Guðjónsson.
sms@frettabladid.is
FYRIRLIÐINN SÁTTUR
Heimir Guðjónsson,
fyrirliði FH, var ánægður
með jafnteflið í gær.