Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 62

Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Straumur fjárfestingabanki Jón Steinar Gunnlaugsson Guðmundur Þ. Guðmundsson 50 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Brynhildur Þórarinsdóttir barna- bókahöfundur fékk í gær Barna- bókaverðlaunin 2004, sem afhent voru í Þjóðmenningarhúsinu. Brynhildur hefur áður skrifað Njálu og Eglu fyrir börn, auk þess sem frá henni kom ærslasagan Lúsastríðið fyrir tveimur árum. Hún vann smásagnasamkeppni móðurmálskennara árið 1997 með sögunni Áfram Óli og í fyrra hlaut hún Vorvinda, viðurkenningu Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY árið 2002, fyrir Njálu. Barnabókaverðlaunin eru veitt fyrir aðsend handrit og þótti bók hennar, Leyndardómar ljónsins, sem kemur út í dag, besta handrit- ið. „Leyndardómar ljónsins er spennusaga fyrir 10 - 12 ára börn. Hún fjallar um krakka frá Reykjavík og Akureyri sem hitt- ast í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Þar lenda þau í ýmsum skrýtnum uppákomum. Aðstæður eru draugalegar og drungalegar og þau vita ekki al- veg hvað er ímyndun og hvað er raunverulega að gerast,“ segir Brynhildur um nýjustu bókina sína. Bækur Brynhildar sem endur- segja Íslendingasögurnar, Njála og Egla, hafa vakið nokkra at- hygli. Á dögunum var haldin bókamessa í Gautaborg, þar sem gengið var frá sölu á Njálu til Noregs, en sú bók hefur einnig komið út á ensku og er væntanleg til útgáfu á allra næstu dögum í Svíþjóð. Hún ætlar að halda áfram að kynna Íslendingasögurnar fyrir börnum og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við þeim tveim sem þegar hafa komið út, bæði frá börnum og fullorðnum. Jafnvel hefur hún heyrt að notast hafi verið við Njálu við kennslu. „Ég er íslenskufræðingur og einbeiti mér að þessu tímabili, Sögutíman- um og Sturlungaöld. Þetta er tími sem krakkar þekkja mjög lítið og gaman að kynna fyrir þeim. Þeim finnst þetta skrítið og skemmti- legt samfélag og ýmislegt fleira sem heillar þau en vopnaburður- inn.“ Fyrir næstu bók segist Bryn- hildur hafa nokkrar hugmyndir í kollinum sem hún þarf að huga að. „Ég hugsa að Laxdæla verði næst. Það er ágætis mótvægi að fá rómantíkina í Laxdælu á móti grótesku bardagasögunni í Eglu.“ ■ Hljómsveitin Quarashi frumsýnir nýtt myndband við ballöðuna Stars í 70 mínútum á Popptíví í kvöld. Stars er fyrsta lagið sem fer í spilun af væntanlegri plötu sveitarinnar, Guerilla Disco, sem kemur út 14. október. Gaukur Úlfarsson leikstýrir myndbandinu en hann er jafnframt bassaleikari Quarashi. Quarashi-menn hafa ekki setið auðum höndum síðustu daga því þeir hafa einnig verið að vinna að mynd- böndum við lögin Payback og Crazy Bastard. Síðastnefnda lagið gefa þeir út í samvinnu við 70 mínútur sem Samúel Bjarki Pétursson leikstýrir. Quarashi hitar svo upp fyrir Prodigy í Laugardalshöll 15. októ- ber. ■ QUARASHI Það er nóg að gera hjá minnstu rapphljómsveit Norðurlandanna þessa dagana. BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR Tekur við Barnabókaverðlaununum 2004 sem veitt voru í gær. Rómantíkin í Laxdælu næst 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... fær Rúnar Rúnarsson fyrir að sigra stuttmyndakeppni Nordisk Panorama. HRÓSIÐ ■ TÓNLIST Nr. 255 1. október 20 04 01 30.9.2004 14:36 Page 3 lífiðe f t i r v i n n u G i l d i r 1 o k t - 7 o k Egoí Reykjavík Jóhann G. Kominn heim í Hárið Hverjir voru hvarAllt um bíófrumsýningarRómeó og Júlía snúa aftur Djammkort Íslands Uppáhald Simma í Idol LEIÐARVÍSIR FÓKUSS UM SKEMMTANA- OG MENNINGARLÍFIÐ Allt sem þú þarft að vita um menningar- og skemmtana- lífið og miklu meira til… Fókus fylgir DV í dag Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akranes Í blaðinu á miðvikudag var ranglega sagt að fella ætti niður flokkinn Sjón- varpsmaður ársins á Eddu-verð- launahátíðinni. Hið rétta er að hætt verður að veita verðlaun fyrir Frétta- sjónvarpsmann ársins. Sjónvarps- maður ársins verður sem fyrr verð- launaður á Eddu-verðlaunahátíðinni sem fram fer þann 14. nóvember.■ Lárétt: 1 löggæslumaður, 6 í röð, 7 ær, 8 hræðast, 9 tímaskeið, 10 tímamæli, 12 elska, 14 aur, 15 handsama, 16 tímabil, 17 laug, 18 lítil alda. Lóðrétt: 1 guðhrædd, 2 reykja, 3 samhljóð- ar, 4 ullarvinna, 5 á hreyfingu, 9 sómi, 11 þéttbýlisstaður, 13 gefa upp sakir, 14 ekki marga, 17 prófgráða. Lausn. Lárétt:1fógeti,6rst,7óð,8óa,9ævi,10 úri,12ann,14for, 15ná,16ár, 17bað,18 agga. Lóðrétt: 1fróm,2ósa,3gt, 4tóvinna,5iði, 9æra,11borg,13náða,14fáa,17ba Kúrekaskyrtur: Skyrtur í öllum stærð- um og gerðum eru mjög kúl núna. Ekki sakar ef þær eru köflóttar eða galla- skyrtur í anda Lukku Láka. Einnig er það komið í tísku aftur að girða skyrt- urnar og bolina ofan í buxurnar. Belti með slaufu: Beltin eru einnig að rokka tískuheiminn þessa dagana og ekki eru þau lengur utan um mjaðmirnar held- ur hafa fært sig upp í mitti. Yfir skyrtur, jakka, peysur og jafnvel yfir trefla. Helst vilja tískugúrú- arnir að beltin séu með slaufu framan á og má þar t.d. nefna heilagan Marc Jacobs. Eðlilegt hár: Ekki þykir það lengur flott að slétta hárg- arminn eins og hjálmur sitji fastur á höfð- inu heldur eru náttúrulegir liðir alveg málið núna. Ekki bara náttúrulegt held- ur vinna sumir hárgreiðslumenn tímun- um saman í því að gera hár fyrirsætna sem druslulegast fyrir sýningar. Þá setja þeir örlítið gel í blautt hár og blása það svo sem villtast og leyfa burstanum ekki að koma nálægt lubbanum. Magabolir: eru eitthvað nineties költ sem er ekki flott núna. Þó svo að Britn- ey nokkur sé ekki sammála hefur hún nú aldrei verið hin besta tískufyrir- mynd. Hún virðist reyndar líka vera með einhvern maga-húðsjúkdóm sem hindrar hana í að leyfa nokkurri efn- ispjötlu að snerta magann á sér. Snjáðar buxur: hafa verið í tísku núna í dá- lítinn tíma. Ekk- ert vont um það að segja. Eða jú, þegar buxurnar eru svo greinilega ekki snjáðar af notkun held- ur af einhverjum robot- um í verksmiðju þá er fjandinn laus. Ekki boð- ar gott þegar rassinn er svo fáránlega hvítur að maður lítur út fyrir að hafa sest í skyrklessu. Gel: Það er ekkert að því að nota örlítið gel af og til. En þegar fólk lítur út fyrir fá borgaðan pening eftir því hversu mikið gel það notar hvern dag þá má það fara að hugsa sinn gang. Blauta lúkkið er ekki inni lengur. Það er flott að vera með þurrt hár núna. INNI ÚTI ■ LEIÐRÉTTING Ballaðan Stars frumsýnd

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.