Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.10.2004, Qupperneq 4
4 2. október 2004 LAUGARDAGUR Trúnaðarbrestur milli herstöðvaandstæðinga og þingflokksformanns: Hjálmari ekki falin ábyrgðarstörf STJÓRNMÁL Hjálmari Árnasyni al- þingismanni verða ekki falin ábyrgðarstörf á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga í framtíð- inni. Var það samþykkt á fundi mið- nefndar SHA í fyrradag og enn- fremur að hann fái ekki Dagfara, tímarit samtakanna, sent heim. Er honum þó að fullu heimilt að sækja sér eintök á skrifstofu samtakanna. Ástæður þessa eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi vegna ítrekaðs stuðnings Hjálmars við stríðs- rekstur og sprengjuárásir í fjar- lægum löndum. Í öðru lagi yfirlýst afstaða hans um að Íslendingar skuli fylgja árásarstefnu Banda- ríkjastjórnar í því skyni að skæla út áframhaldandi dvöl hersins á Mið- nesheiði. Og í þriðja lagi margra ára afskiptaleysi Hjálmars af sam- komum og aðgerðum samtakanna. Í tilkynningu SHA er tekið fram að með þessu sé ekki verið að reka Hjálmar úr samtökunum en áframhaldandi aðild verði hann að eiga við eigin samvisku. Hjálmar Árnason var virkur í starfi herstöðvaandstæðinga á sín- um yngri árum og gekk meðal ann- ars Keflavíkurgöngur þar sem veru hersins á Miðnesheiði var mótmælt og úrsagnar úr NATÓ krafist. Samþykkt SHA er í anda yfirlýs- inga Hjálmars vegna máls Kristins H. Gunnarssonar. ■ Ráðist gegn upp- reisnarmönnum Rúmlega hundrað eru sagðir hafa fallið í bardögum í Samarra eftir að íraskar og bandarískar hersveitir gerðu atlögu gegn vígamönnum. Samstarfs- maður Osama bin Laden hvatti ungmenni til árása gegn Bandaríkjunum. ÍRAK, AP Fjölmennar og vel vopn- aðar bandarískar og íraskar her- sveitir börðust við uppreisnar- menn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfarar- innar var að setja upp vörð í kringum stjórnar- byggingar og lög- r e g l u s t ö ð v a r. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn her- manna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengju- vörpum og hríð- skotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. „Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum,“ sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið hand- tekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Hussein. Læknir á sjúkrahúsinu í Sam- arra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir ein- staklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin út- varpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, á upptökunni eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og banda- mönnum þeirra. „Þið, æska Ís- lams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt. ■ Samkynhneigðir: Leyft að giftast SPÁNN, AP Samkynhneigðir einstak- lingar fá að ganga í hjónaband og ættleiða börn samkvæmt nýju laga- frumvarpi sem spænska ríkis- stjórnin hefur samþykkt og vísað til afgreiðslu þingsins. Juan Fernando Lopez Aguilar dómsmálaráðherra sagði fyrirhug- aða lagasetningu brjóta á bak aftur múra sem héldu aftur af fullu jafn- rétti þegnanna. Mannréttindasam- tök og samtök samkynhneigðra hafa fagnað frumvarpinu. Kaþólska kirkjan hefur hins vegar barist kröftuglega gegn frumvarpinu sem hún segir brotthvarf frá þeirri sið- fræði sem mannkynið byggir á. ■ ,,Við vinn- um að því að hreinsa borgina af hryðju- verkamönn- um Ætti að veita undanþágu í kennaraverkfallinu vegna fatlaðra nemenda? Spurning dagsins í dag: Á Kristinn H. Gunnarsson að yfirgefa Framsóknarflokkinn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 23% 77% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HLAÐIN BLÓMUM OG LOFI Jón Oddur Halldórsson, Kristín Rós Hákon- ardóttir og Jóhann Kristjánsson. Í fangi Jóhanns situr dóttir hans Guðrún Anna sem bráðum verður sex ára. Íþróttamenn koma heim frá Aþenu: Fagnað vel og innilega ÍÞRÓTTIR Keppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu fengu hlýjar móttökur við heim- komuna í fyrrakvöld. Vinir, ætt- ingjar og aðrir velunnarar fögnuðu þeim í Leifsstöð, ásamt Árna Magnússyni félagsmálaráðherra sem færði þeim Jóhanni Kristjáns- syni, Jóni Oddi Halldórssyni og Kristínu Rós Hákonardóttur blóm um leið og hann mælti nokkur vel valin orð. Óskaði hann þeim til hamingju með árangur sinn á mót- inu og sagði þjóðina mega vera stolta af þessu frábæra íþrótta- fólki. ■ Í Leifsstöð: Með falsað vegabréf HÆLISLEITENDUR Maður frá Nígeríu sem stöðvaður var í Leifsstöð með fölsuð skilríki á miðvikudag bað um pólitískt hæli á fimmtudag þegar færa átti hann til dómara vegna fölsunarinnar. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að þegar menn biðji um hæli fari mál þeirra í annan farveg, þar sem réttarstaða hælisleitenda sé önnur en sakamanna. Þegar fólk biður um hæli sem pólitískir flóttamenn fá þeir skipaðan málsvara frá Rauða krossinum og mál þess fara yfir til Útlendingastofnunar, sem nú rann- sakar mál mannsins frá Nígeríu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N YFIRHEYRÐUR Í GÆR Ekki liggur fyrir játning manns sem lög- reglan á Höfn í Hornafirði yfir- heyrði í gær vegna innbrots og skemmdarverka í safnahúsi Austur-Skaftfellinga um síðustu helgi. Yfirheyrslum yfir mann- inum lauk síðdegis í gær. Að sögn lögreglu er verið að vinna úr gögnum sem aflað var í safnahúsinu og búist við að mál- ið skýrist í næstu viku. SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsfyrir- tæki búast við versnandi afkomu vegna olíukostnaðar fiskiskipa. Áætla þau að kostnaðurinn hækki um nálægt 2,5 milljarða á árs- grundvelli. Einnig var aflaverð- mæti íslenskra skipa rúmlega 1,2 milljörðum lægri á fyrsta árs- fjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir ekki samband milli lægra aflaverðs og olíukostnaðar, heldur hafi veiðin verið minni á úthafskarfa. „Ég tel ekki að olíuverðið hafi komið svo sterkt fram á fyrri hluta ársins,“ segir Friðrik. Friðrik segir ljóst að haldi olíu- verðið áfram að vera svo hátt sem síðustu mánuði hafi það veruleg áhrif á afkomu útgerðarfyrir- tækja: „Hátt olíuverð kemur niður á öllum útgerðum. Hins veg- ar eru áhrifin mismikil. Fyrirtæki í rækjuveiðum verða verst úti en einnig útgerðir í uppsjávarveið- um þegar léleg aflabrögð fara saman við hátt olíuverð.“ Friðrik segir þrátt fyrir versn- andi afkomu séu langflest fyrir- tækin ekki komin á vonarvöl: „Til eru fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota vegna lélegra rækju- veiða. Það hefur ekki gerst á einni nóttu, heldur hefur verið að fjara undan síðustu ár. Sumir hafa þann kost að fara í aðrar veiðar en aðrir hafa þurft að leggja sínum skipum.“ ■ Axarvegur: Valt niður grýtta urð LÖGREGLA Tvennt er alvarlega slasað eftir bílveltu niður bratta og stórgrýtta skriðu á Axarvegi á leið niður í Berufjörð um klukkan átta á fimmtudagskvöld. Fernt var í bílnum sem stöðvaðist um 40 metra frá veginum. Símasam- bandslaust er á þessum slóðum og gekk því fólkið slasað nokkra stund áður en bíl bar að. Í bílnum voru þrír unglingar og kona á fertugsaldri. Lögreglan á Fáskrúðsfirði segir að tveir hafi verið sendir heim að skoðun lok- inni en í gær var tvennt flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til frekari rannsókna. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir hrygg- meiðslum. ■ M YN D IN E R AF V EF F ÉL AG SM ÁL AR ÁÐ U N EY TI SI N S Slæm staða fyrirtækja á karfa- og rækjuveiðum: Versnandi afkoma sjávarútvegsfyrirtækja Í LANDI Talið er að olíukostnaður íslenskra skipa verði um 2,5 milljörðum meiri í ár en í fyrra. Út- gerðarfyrirtæki kaupi olíu fyrir 9,7 milljarða í ár eða um 16% af tekjum útgerðarinnar miðað við síðasta ár. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Friðrik segir ljóst að haldi olíuverðið áfram að vera svo hátt sem síðustu mánuði hafi það veruleg áhrif á afkomu útgerðarfyrirtækja. VILL STANDA VÖRÐ UM STYRK- INA Spánverjar og Portúgalar verða að standa saman og verj- ast því að Evrópusambandið stórlækki styrki til landanna á skömmum tíma. Þetta sagði Jose Zapatero, forsætisráð- herra Spánar, við portúgalska blaðamenn. Hann sagði eðlilegt að styrkirnir lækkuðu í fram- tíðinni en það mætti ekki gerast of hratt. ■ EVRÓPA ■ SKEMMDARVERK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HJÁLMAR ÁRNASON Í KEFLAVÍKURGÖNGU 1978 Gengið var frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur undir slagorðinu Ísland úr Nató, herinn burt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Á VETTVANGI SPRENGJUÁRÁSAR Íbúar al-Amel hverfisins í Bagdad virtu fyrir sér svæðið þar sem rúmlega fjörutíu manns létust í sprengjuárás í fyrradag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.