Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 24
Bandaríski söngvarinn og leik-
stjórinn Seth Sharp hefur verið
að gera það gott á Íslandi undan-
farin misseri og hefur meðal ann-
ars sungið við píanóleik á Hótel
Borg við góðar undirtektir. Hann
er á förum til New York á mánu-
daginn þar sem hann mun syngja
í Carnegie Hall í fyrsta skipti á
ævinni og af því tilefni ætlar
hann að halda kveðjutónleika á
Borginni annað kvöld.
Seth ætlar að bregða undir sig
betri fætinum, sleppa píanóinu og
syngja við undirleik landa síns
Dean Ferrell sem er kontrabassa-
leikari hjá Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
„Ég ætla að syngja uppáhalds-
djassinn minn og verð svolítið
blúsaður þannig að það má kalla
dagskrána Blúsinn hans Seths,“
segir söngvarinn. Ferrell hefur
leikið í Carnegie Hall þannig að
það má segja að Seth sé að feta í
fótspor hans en þeir þekktust
ekkert fyrr en þeir hittust á
Íslandi. „Samfélag tónlistarfólks
á Íslandi er svo lítið að ég komst
eiginlega ekki hjá því að hitta
Dean og við ákváðum að gera eitt-
hvað nýtt og kanna hvernig ég
hljóma með bassa.“
Seth kom fyrst til Íslands árið
2000 og kunni svo vel við sig að
hann hefur verið með annan fót-
inn hérna síðan og setti til að
mynda upp djasssöngleikinn
Harlem Sophisticate í Loftkastal-
anum í haust. „Ég hef farið út um
allan heim til að syngja og ákvað
því að gera það sem ég geri best á
meðan ég væri hérna og fór á kaf
í tónlistina.“
Seth er þó síður en svo alfar-
inn og kemur aftur von bráðar og
þá ætlar hann að einbeita sér að
uppfærslu jólasöngleiks sem
hann er að skrifa og hyggst setja
upp í vetur. Það er sterk hefð
fyrir jólasöngleikjum í heima-
landi hans og honum leikur for-
vitni á að sjá hvort hægt sé að
innleiða hana hér. Í söngleiknum
tvinnar hann saman öll vinsæl-
ustu jólalög samtímans en sögu-
þráðinn skrifar hann sjálfur og
fjallar um smávægilega menn-
ingarárekstra sem verða þegar
íslensku jólasveinarnir hitta
þennan feita rauða sem þekktur
er úti um allan heim.
„Bandaríkjamenn hafa til-
hneigingu til að líta á land sitt
sem miðju alheimsins þannig að
ég varð mjög hissa þegar ég
komst að því að hér væru til allt
öðruvísi jólasveinar. Mér fannst
þeir mjög áhugaverðir og ekki
síst hvað þeir hafa færst nær
þessum rauða, en þeir eru til
dæmis farnir að gefa dót miklu
oftar í skóinn en kartöflur. Ég er
búinn að ferðast út um allan heim
og verð alltaf jafn hissa þegar ég
sé hversu rosaleg áhrif amerísk
menning hefur á umheiminn,“
segir Seth, sem ætlar að syngja á
klassískum tónleikum fyrir börn
í Carnegie Hall áður en hann
byrjar að sinna jólasveinunum
sem eiga hug og hjörtu íslenskra
barna í desember.
thorarinn@frettabladid.is
24 2. október 2004 LAUGARDAGUR
MAHATMA GANDHI
Frelsishetjan friðelskandi fæddist á þessum
degi árið 1869.
Sækir jólasveininn til New York
SÖNGVARINN SETH SHARP ER Á FÖRUM TIL CARNEGIE HALL
„Hugleysingi er ófær um að tjá ást. Það eru
forréttindi hinna hugrökku að geta það.“
- Gandhi trúði á ástina og kærleikann og vissi að þeir sem hafa
þann málstað að verja þurfa að vera hugaðir.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Pálmi Gestsson leikari er 47 ára.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra er 46 ára.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er 41
árs.
ANDLÁT
Ari Árnason, frá Setbergi, Hornafirði,
lést 29. september.
Kristín Stefánsdóttir, Kvisti, Reykholts-
dal, lést 26. september.
JARÐARFARIR
10.30 Engilbert Þorvaldsson, Heiðarvegi
57, Vestmannaeyjum, verður jarð-
sunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
14.00 Sigríður Sigurðardóttir, frá Hruna í
Vestmannaeyjum, verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
14.00 Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Úthlíð,
Biskupstungum, verður jarðsung-
in frá Skálholtskirkju.
14.00 Ástgeir Arnar Ingólfsson, Engja-
vegi 85, Selfossi, verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju.
14.00 Pétur Jóhannesson, Grundarbraut
4a, Ólafsvík, verður jarðsunginn
frá Ólafsvíkurkirkju.
14.00 Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Hlíf
2, Ísafirði, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju.
SETH SHARP OG DEAN FERRELL Þessir bandarísku tónlistarmenn hafa komið víða við en hittust fyrst á Íslandi. Seth hefur meðal
annars sungið fyrir Bill Clinton í Hvíta húsinu og Móðir Teresu á heimaslóðum hennar. Hann segir Clinton vera „kúl gaur“ og að það hafi
verið stórkostleg upplifun að hitta Móður Teresu.
Niceland, nýjasta kvikmynd Frið-
riks Þór Friðrikssonar, var frum-
sýnd í Reykjavík á fimmtudags-
kvöld. Þórir Snær Sigurjónsson er
einn framleiðenda myndarinnar
og hann hafði því að vonum í nógu
að snúast í vikunni sem er að
renna sitt skeið.
„Frumsýninguna bar frekar
brátt að,“ segir Þórir Snær. „Við
stefndum að því að frumsýna
hana í kringum 10. október en
urðum að færa hana fram þar sem
þetta var eini tíminn þar sem
hægt var að ná helstu leikurum og
leikstjóranum saman og við
vildum auðvitað að sem flestir
yrðu á staðnum. Þetta gekk samt
átakalaust fyrir sig enda höfum
við svo sem gert þetta áður.“
Frumsýningargestum var
stefnt í partí að sýningu lokinni og
þar þurfti Þórir að taka í margar
hendur. „Fyrsti einn og hálfi
klukkutíminn fór í að taka í hend-
urnar á öllum en svo náði ég
svona eins og klukkutíma til að
spjalla við vini og vandamenn.“
Þórir Snær sýndi Niceland í
Tékklandi á dögunum og félagi
hans, Skúli Malmquist, fór með
hana á kvikmyndahátíðina í
Toronto í þarsíðustu viku. „Það
hefur gengið vel að selja hana og
hún er nú þegar komin til ellefu
landa, þar á meðal til Japan. Henni
hefur verið sýndur áhugi í Banda-
ríkjunum en það er ekki búið að
ganga frá sölunni þangað. Við selj-
um hana út um allt á endanum.“
Þórir Snær segir að hann sé,
líkt og allir aðrir aðstandendur
myndarinnar, í spennufalli eftir
frumsýninguna en þrátt fyrir að
Niceland hafi verið mál málanna í
vikunni var margt annað í gangi.
„Við komum til landsins 24. sept-
ember en við vorum í Bandaríkj-
unum að fjármagna næstu mynd
Dags Kára og vorum líka að klára
lokaklippingu á dönsku myndinni
hans sem framleiðum líka. Svo
vorum við með verðlaunastutt-
myndina Síðasti bærinn á Nordisk
Panorama og ég var að sjálfsögðu
í lokahófinu á þriðjudaginn,“ seg-
ir Þórir Snær, sem sér fram á
nokkra náðuga daga áður en atið í
bíóbransanum heldur áfram. ■
VIKAN SEM VERÐUR
ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON FRUMSÝNDI NICELAND Á FIMMTUDAGINN
Spennufall eftir frumsýningu
2. október 1836
Á þessum degi árið 1836 kom
Charles Darwin aftur heim til
Englands eftir fimm ára rann-
sóknarleiðangur þar sem hann
kom við á jafn ólíkum stöðum og
Brasilíu, Galapagos eyjum og
Nýja Sjálandi. Hann var ungur og
óreyndur þegar hann réð sig sem
náttúrufræðing í heimsleiðangur
með skipinu The Beagle en á
ferðum sínum öðlaðist hann yfir-
gripsmikla þekkingu á jurta- og
dýraríki viðkomustaðanna.
Hann lagði grunninn að þróunarkenn-
ingu sinni með rannsóknargögnunum og
niðurstöðum leiðangursins en kenning-
una gerði hann fyrst opinbera í riti sínu
Uppruni tegundanna sem hann
birti árið1859. Þar gekk hann út
frá því að náttúruval réði af-
komu og þróun lífvera.
Þróunarkenningin vakti að
vonum mikla athygli samtíma-
manna Darwins. Vísindamenn
tóku henni fagnandi og hún
vakti mikinn áhuga enda renndi
hún stoðum undir þær hug-
myndir manna sem þegar voru
farnar að gerjast að mannkynið
hefði þróast á löngum tíma. Kirkjunnar
menn kunnu Darwin hins vegar litlar
þakkir þar sem kenningin gekk þvert
á sköpunarsöguna eins og hún birtist í
Biblíunni. ■
ÞETTA GERÐIST
DARWIN SNÝR AFTUR MEÐ GÖGN TIL GRUNDVALLAR ÞRÓUNARKENNINGUNNI
MERKISATBURÐIR
1870 Róm er gerð að höfuðborg
Ítalíu.
1890 Gamanleikarinn og Marx-
bróðirinn Groucho fæðist í
New York.
1937 Kvikmyndin Love Is on the
Air er frumsýnd en í henni
stígur hinn 26 ára gamli
Ronald Reagan sín fyrstu
skref sem kvikmynda-
leikari.
1944 Þýskar herdeildir brutu
uppreisnina í Varsjá á bak
aftur.
1950 Fyrsta myndasagan um
Smáfólkið eða Peanuts,
eftir Charles M. Schulz,
birtist.
1955 Sjónvarpsþátturinn Alfred
Hitchcock Presents hefur
göngu sína á CBS.
1985 Leikarinn og sjarmatröllið
Rock Hudson deyr af
völdum alnæmis 59 ára
gamall.
Darwin kemur heim
ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON Vikan
snerist um bíómyndir hjá honum rétt eins
og flestar aðrar vikur. Hann tók þátt í Nor-
disk Panorama hátíðarhöldunum og frum-
sýndi svo Niceland eftir Friðrik Þór Friðriks-
son á fimmtudaginn.
JPV Útgáfa hefur sent frá sér Píanó-leikarann eftir Wladyslaw Szpilman
sem Þrándur Thoroddsen þýddi úr
pólsku. Píanóleikarinn er lifandi lýs-
ing einstaklings
sem með ofur-
m a n n l e g u m
hætti lifði af of-
sóknir nasista í
gyðingahverfinu
í Varsjá í seinni
heimsstyrjöld-
inni, missti alla
fjölskyldu sína
og gekk í gegn-
um ólýsanlegar
raunir. Wla-
dyslaw Szpilman, sem var mikils
metinn einleikari og tónskáld í Pól-
landi, skráði sögu sína strax að stríði
loknu. Þar féll hún í gleymsku og dá
og ekki fyrr en rúmlega hálfri öld
síðar fékk umheimurinn í hendur
þennan vitnisburð um einn mesta
glæp sem framinn hefur verið gegn
mannkyni. Bókin, sem vakti þegar í
stað heimsathygli, var valin „besta
sannsögulega” bók ársins 1999, og
hefur síðan verið þýdd á fjölda
tungumála. Þá kvikmyndaði leikstjór-
inn Roman Polanski bókina árið
2002 og fékk Óskarsverðlaunin fyrir
vikið. Píanóleikarinn segir sannleik-
ann um hvernig fegurð lífsins getur
snúist upp í skelfilega andstæðu
sína. Þetta er saga sem ekki má
gleymast og seinni kynslóðum er
hollt að kynnast. Þetta er verk sem
endurspeglar styrk einstaklingsins,
fádæma þrautseigju hans og kjark og
eflir trúna á mannsandann
NÝJAR BÆKUR