Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 8
8 2. október 2004 LAUGARDAGUR Tony Blair fór á sjúkrahús vegna óreglulegs hjartsláttar: Ætlar að sitja þriðja kjörtímabilið ENGLAND Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, fór í gærmorgun á sjúkrahús til meðferðar vegna óreglulegs hjartsláttar. Læknir Blairs sagði að ekki væri um eig- inlega skurðaðgerð að ræða held- ur minniháttar aðgerð sem þús- undir Breta færu í á hverju ári. Búist er við að Blair verði kominn aftur til vinnu eftir helgi. „Mér líður ágætlega,“ sagði Blair áður en hann yfirgaf Down- ing-stræti 10 ásamt eiginkonu sinni snemma í gærmorgun. „Þetta er ekkert alvarlegt. Þetta kom upp fyrir tveimur mánuðum og hefur ekki haft áhrif á störf mín.“ Búist er við því að þingkosn- ingar verði í Bretlandi næsta vor og sagðist Blair hafa fullan hug á því að sitja sem forsætisráðherra í þriðja kjörtímabilið en hann reiknaði alls ekki með því að vera lengur en það. Andrew Marr, stjórnmálaskýrandi BBC, sagði að þessi yfirlýsing kæmi væntanlega eins og köld vatnsgusa framan í Gordon Brown fjármálaráðherra en stór hópur innan Verkamanna- flokksins vill að hann verði næsta forsætisráðherraefni flokksins.■ Tjaldferðalög að leggjast af Gestum á tjaldsvæðum þjóðgarða á Þingvöll- um og í Skaftafelli hefur fækkað um 50 til 60 prósent á fjórtán árum. FERÐAMÁL Íslenskum gestum á tjaldstæðum hefur fækkað um 60 til 70 prósent í þjóðgarðinum á Þingvöllum frá árunum 1990 og 1991. Þá var algengt að 9 til 10 þús- und Íslendingar gistu þar á ári hverju og um 2 þúsund útlendingar að auki. Nú þykir gott ef íslenskir næturgestir ná fjórum þúsundum. Fjöldi erlendra ferðamanna stend- ur að mestu í stað. Sambærilegar tölur frá þjóð- garðinum í Skaftafelli sýna að þar er fækkun íslenskra næturgesta sambærileg og á Þingvöllum, eða nálægt 50 prósentum frá 1990 til 2003. Í fyrra gistu einungis 3.625 Íslendingar í þjóðgarðinum, en í sumar nær 5 þúsund. Í Skaftafelli hafa að hafa erlendir næturgestir að jafnaði verið um og yfir 10 þús- und á ári frá 1995. Guðrún S. Kristinsdóttir, yfir- landvörður á Þingvöllum, segir að síðan 1990 hafi aukist mjög fram- boð á gistingu á tjaldstæðum víðar á Suðurlandi og Þingvellir kunni af þeim sökum að gjalda nálægðar- innar við höfuðborgina. „Fólk fer orðið miklu meira og lengra og dreifist líka á stærra svæði, á tjald- stæði sem ekki voru til hér áður fyrr,“ segir hún. Sigurður Oddsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, segir gestum hafa fækkað nokkuð fyrir allmörg- um árum þegar lokað var fyrir við- veru hjólhýsa. Þá hafa síðustu ár verið gerðar breytingar á tjald- svæðum við sjálft Þingvallavatn, þar sem nú er einungis heimilt að tjalda á einum stað, auk þess sem tjaldvögnum hefur verið úthýst. Sigurður bendir þó á að aðstaða fyrir gesti hafi verið bætt mjög á Þingvöllum. „Við erum komin með nýjar snyrtingar og sturtur bæði á Nyrðri- og Syðri-Leirum svo og þurrkaðstöðu. Næsta sumar setj- um við svo upp sambærilega að- stöðu í Vatnskoti.“ Árni Bragason, forstöðumaður umhverfisverndarsviðs hjá Nátt- úrufræðistofnun, segir vísbending- ar um að „fellihýsamenningin“ sé að snúa við þróuninni varðandi gistingu Íslendinga á tjaldsvæðum. Hann bendir einnig á aukið fram- boð gistingar og telur að eftir því sem fólk hafi meira á milli hand- anna sæki það frekar í gistingu þar sem þjónusta er meiri, svo sem í bændagistingu eða á hótel lands- ins. „Annar sjáum við líka hvað veðurfarið ræður orðið miklu. Ís- lendingar keyra hiklaust lands- horna á milli eftir góðu veðri,“ seg- ir hann. olikr@frettabladid.is ■ FJARSKIPTI Hótel Rangá er fjögurra stjörnu sveitahótel á bökkum Rangár, milli Hellu og Hvolsvallar. Vi› bjó›um fyrirtaks fundar- og veislua›stö›u. Vertu velkominn! Sími: 487 5700 www.icehotels.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 8 9 Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› 96 KM TIL REYKJAVÍKUR EINKAAFNOT MÖGULEG KJÖRI‹ FYRIR HVATAFER‹IR FRÁBÆRAR VEITINGAR HÓTEL RANGÁ fi E G A R H A L D A Á G Ó ‹ A N F U N D AUKINN HRAÐI Í október og nóv- ember verður aukinn hraði á öll- um ADSL-tengingum viðskipta- vina Símans. Þegar hefur verið hafist handa við að auka hraðann og þurfa viðskiptavinir ekki að biðja um hann sérstaklega. Upp- lýsingar um breytinguna er að finna á vef Símans, en til dæmis fara hægustu tengingar, 256 kb/s, í 1.024 kb/s. Á LEIÐ Á SJÚKRAHÚS Tony Blair og eiginkona hans Cherie fóru saman í gærmorgun á Hammersmith- sjúkrahúsið í vesturhluta Lundúna. FJÖLDI NÆTURGESTA Í ÞJÓÐ- GARÐINUM Á ÞINGVÖLLUM 1990 TIL 2004: Ár Gestir alls Íslendingar Útlendingar 1990 10.920 8.728 2.192 1991 11.719 9.683 2.036 1992 9.531 7.211 2.320 1993 9.036 7.327 1.709 1994 8.217 6.013 2.204 1995 4.597 2.855 1.742 1996 5.407 3.378 2.029 1997 5.140 3.292 1.848 1998 6.701 5.132 1.569 1999 6.325 4.603 1.722 2000 5.694 3.704 1.990 2001 5.441 3.427 2.014 2002 4.932 2.944 1.988 2003 7.198 4.589 2.609 2004 4.578 2.662 1.916 Heimild: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum/Hagst.Ísl. SUMARBLÍÐA Á ÞINGVÖLLUM Íslendingar gista síður á tjaldsvæðum þjóðgarðsins á Þingvöllum nú en áður, meðan fjöldi útlendinga er nær óbreyttur síðustu ár. SIGURÐUR ODDSSON Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir að- stöðu hafa verið mjög bætta á tjaldstæðum þjóðgarðsins. Breytingar á ferðamynstri Ís- lendinga eru taldar ráða miklu um hve gest- um tjaldstæðanna hefur fækkað. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.