Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Meistarar Arsenal, sem mæta Charlton í ensku úrvals- deildinni í dag, hafa ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni í sextán mánuði, eða alls í 47 deildarleikj- um í röð sem er met. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sem er eina liðið fyrir utan Arsenal sem er ósigrað eftir sjö leiki í ensku úrvalsdeild- inni, segir að Arsenal hafi fengið létta byrjun í ensku úrvalsdeild- inni og lífið muni verða erfiðara fyrir liðið þegar líða tekur á. „Þeir eiga eftir að mæta liðum eins og Manchester United og öðrum sterkum liðum og þegar liðið tapar loks fyrsta leiknum þá á það eftir að finna að lífið er ekki auðvelt. Önnur lið munu fá sjálfstraust því eins og staðan er í dag þá hafa ensk lið ekki trú á því að þau geti unnið Arsenal,“ sagði Mourinho. Arsenal hefur spilað fimm af sjö leikjum sínum til þessa gegn liðum í neðri hlutanum. Varðandi fréttir af slagsmálum Arsenal-leikmannanna Patricks Vieira og Lauren eftir leikinn gegn Rosenborg í meistaradeildinni á miðvikudaginn sagðist Mourinho ekki gefa mikið fyrir þær. „Það koma alltaf upp vandamál í öllum fjölskyldum. Þegar tíu, tuttugu eða jafnvel þrjátíu menn eru saman í hóp og vinna saman þá koma alltaf upp einhver vandamál, sama hversu góður hópurinn er. Ég held að þetta atvik hafi ekki verið svo dramatískt,“ sagði Mourinho sem er ekkert að reyna að strá salti í sár vonsvikinna Arsenalmanna. 40 2. október 2004 LAUGARDAGUR [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] HANDBOLTI KARLA HANDBOLTI KVENNA JOSE MOURINHO Í SKOTGRÖFUNUM Portúgalinn Jose Mourinho, sem stýrir liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, bíður spenntur eftir því að Arsenal tapi sínum fyrsta leik á tímabilinu. Hann segir að liðið hafi ekki fengið erfiða andstæðinga það sem af er og lífið eigi eftir að verða erfiðara fyrir meistarana. Mourinho er mikið fyrir sálfræðihernað á andstæinga sína og beitir því óspart á þá knattspyrnu- stjóra sem hann berst hvað hatrammast við, þá Arsene Wenger hjá Arsenal og Alex Ferguson hjá Manchester United. es.xud.www VHS myndir frá kr. 300,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir frá kr. 500,- PC tölvuleikir frá kr. 100,- Playstation leikir frá kr. 990,- Metallica bolir kr. 1000,- Yu-Gi-Oh kort kr. 390,- Fótboltatreyjur kr. 1200,- Einnig: Úra pakkar, barnabolir, leikföng, ljós og ýmislegt fleira. Opið 10 – 18 virka daga, 10-16 laugardaga. Uppl. í síma 659-9945 LAGERSALA Í GLÆSIBÆ Fáðu flott munnstykki Lífið verður erfiðara fyrir Arsenal Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur trú á því að leikmenn Arsenal eigi eftir að lenda í erfiðleikum þegar þeir tapa fyrsta leiknum eftir langa sigurgöngu. SAMANBURÐUR Á BIKAR- ÚRSLITALIÐUNUM TVEIMUR KEFLAVÍK Í DEILDINNI 2004: Mörk skoruð: 31 (3. sæti) ... skallamörk (Lið-mótherjar) 4-8 ... mörk úr föstum leikatriðum 17-16 ... mörk úr markteig 7-12 ... mörk utan teigs 4-5 ... í fyrri hálfleik 13-18 ... í seinni hálfleik 18-15 ... á heimavelli 15-16 ... á útivelli 16-17 Mörk fengin á sig: 33 (10. sæti) Skot í leik: 12,1 (7. sæti) Horn fengin í leik: 5,2 (4.) Aukaspyrnur fengnar í leik: 16,0 (6.) Aukaspyrnur á sig í leik: 13,2 (1.) Rangstöður í leik: 3,2 (4.) Fiskaðar rangstöður í leik: 2,2 (7.) Vítaspyrnur fengnar: 4 (2.) Vítaspyrnur á sig: 2 (3.) Gul spjöld: 27 (2.) Rauð spjöld: 1 (2.) KA Í DEILDINNI 2004: Mörk skoruð: 13 (10. sæti) ... skallamörk (Lið-mótherjar) 4-6 ... mörk úr föstum leikatriðum 5-18 ... mörk úr markteig 1-9 ... mörk utan teigs 2-3 ... í fyrri hálfleik 5-13 ... í seinni hálfleik 8-17 ... á heimavelli 6-17 ... á útivelli 7-13 Mörk fengin á sig: 30 (7. sæti) Skot í leik: 8,4 (10. sæti) Horn fengin í leik: 3,5 (10.) Aukaspyrnur fengnar í leik: 13,8 (10.) Aukaspyrnur á sig í leik: 16,7 (8.) Rangstöður í leik: 2,8 (9.) Fiskaðar rangstöður í leik: 2,2 (7.) Vítaspyrnur fengnar: 0 (10.) Vítaspyrnur á sig: 9 (10.) Gul spjöld: 27 (2.) Rauð spjöld: 4 (8.) NORÐURRIÐILL: Fram–Þór Ak. 27–24 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. KA–HK 36–35 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. Afturelding–Haukar 22–27 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. STAÐAN: Fram 3 3 0 0 94–75 6 Haukar 4 3 0 1125–109 6 HK 3 2 0 1 96–89 4 KA 4 2 0 2122–133 4 Þór 4 1 1 2105–108 3 FH 3 0 1 2 81–93 1 Afturelding 3 0 0 3 68–89 0 SUÐURRIÐILL: Grótta/KR–Valur 22–20 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. Víkingur–ÍBV 31–28 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. Stjarnan–ÍR 24–41 Ekki fengust neinar upplýsingar um markaskorara í leiknum áður en blaðið fór í prentun. STAÐAN: Víkingur 3 3 0 0 81–66 6 ÍR 3 3 0 0110–86 6 ÍBV 4 2 0 2128–121 4 Valur 4 2 0 2115–98 4 Grótta/KR 3 2 0 1 69–59 4 Selfoss 3 0 0 383–102 0 Stjarnan 4 0 0 479–134 0 Haukar–Stjarnan 30–27 (17–16) Ramune Pekarskyte 7, Hanna G. Stefáns- dóttir 7, Ragnhildur Guðmundsdóttir 6, Erna Þráinsdóttir 3, Anna Halldórsdóttir 3, Nína K. Björnsdóttir 2, Harpa Melsted 1, Martha Hermannsdóttir 1. – Kristín Guðmundsdóttir 14, Ásdís Sigurðardóttir 6, Hind Hannesdóttir 3, Kristín Clausen 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Anna Blöndal 1. STAÐAN: Haukar 3 3 0 0 88–69 6 ÍBV 2 2 0 0 57–43 4 FH 2 1 1 0 65–61 3 Valur 2 1 0 1 50–44 2 Víkingur 2 1 0 1 51–51 2 Stjarnan 2 0 1 1 61–64 1 Grótta/KR 1 0 0 1 28–29 0 Fram 2 0 0 2 35–54 0 KA/Þór 2 0 0 2 44–64 0 Brasilíska knattspyrnan reynist þjálfurum afar erfið: Einn þjálfari rekinn að meðaltali í umferð FÓTBOLTI Fréttir af þjálfurum að taka pokann sinn er daglegt brauð frá landi heimsmeistara Brasilíu. Þegar 33 umferðir eru búnar að deildarkeppni Brasilíumanna hafa 33 þjálfara verið reknir. Síðastur til þess að fá sparkið var Helio dos Anjos sem var rekinn í vikunni frá liði Vitoria. Vitoria-liðið er í bullandi fall- hættu og hinn 71 árs gamli Evaristo Macedo hefur verið dreginn á flot til að bjarga félag- inu sem er þegar búið að fara í gegnum fjóra þjálfara á tímabil- inu. Dos Anjos stýrði liðinu aðeins í átta leikjum, vann einn og tapaði sex og liðið var í kjölfarið komið niður í 21. sæti af 24 liðum. Fyrsti þjálfari liðsins var rekinn eftir 11 leiki, sá næsti eftir 14 og nú er að sjá hversu lengi Macedo „lifir“ í starfi hjá kröfu- hörðum forseta Vitoria. PRESSA Það er ekki heiglum hent að stýra liði í brasilísku deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.