Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 42
Ályktun verkalýðsfélagsinsVöku á Siglufirði, þar semlýst var yfir miklum áhyggj- um vegna bágs atvinnuástands á staðnum, vakti að nýju athygli á vanda þeirra sveitarfélaga sem byggja lífsviðurværi sitt að langstærstum hluta á sjávarútvegi og eru þannig háð stórum sjávarút- vegsfyrirtækjum, sem geta með einu pennastriki sett lítil samfélög í uppnám. „Störfum fækkar með hverju árinu sem líður og atvinnulífið verður fábreyttara,“ segir í álykt- un Vöku. „Félagið telur að oft hafi verið þörf á því að bæjarbúar taki höndum saman, en nú sé það orðin brýn nauðsyn að allir þeir sem vettlingi geta valdið sameinist um að snúa vörn í sókn.“ Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins, var sérstak- lega áhyggjufull fyrir viku síðan þegar fregnir bárust af því að Þor- móður rammi - Sæberg, stærsti vinnuveitandinn á Siglufirði, hygð- ist hætta rækjuveiðum og segja öll- um sjómönnum upp. Síðan ályktun Vöku var samþykkt hefur sjó- mönnunum verið boðin aftur vinna, en skip Þormóðs ramma - Sæbergs munu fara á fiskveiðar fyrir sunn- an og austan land. Hvert áfallið á fætur öðru Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir Siglufjörð lítið bæjarfélag sem hafi orðið fyrir miklum áföllum undanfarið. „Þetta hefur komið í sveiflum í gegnum áratugina en atvinnuá- standið er óvenjuslæmt núna mið- að við síðustu ár,“ segir Runólfur. „Í byrjun árs var rækjuverksmiðj- unni Pólum lokað og við það misstu 25 manns vinnuna. Við reyndum allt hvað við gátum til að fá menn til að endurreisa verksmiðjuna en það bara gekk ekki upp. Seinni partinn í sumar kom síðan annað áfall þegar ljóst var að Þormóður rammi ætlaði að hætta að gera út á rækju 1. desember. Hérna hafa tvö skip landað rækju reglulega og auðvitað er það mjög alvarlegt að því sé hætt. Það er náttúrlega erfitt að eiga við þetta því rækjan virðist vera að þorna upp og það er eðli- legt að menn geri ekki út í bullandi tapi.“ Staða þjónustufyrirtækja versnar Runólfur segir að nú sé ljóst að Þormóður rammi - Sæberg ætli að gera skipin út áfram. Þau muni hins vegar fara á fiskveiðar fyrir sunnan eða austan land. Hann segir að fyrirtækið hafi boðið sigl- firskum sjómönnum vinnu á skip- unum og auðvitað sé það jákvætt. Hins vegar sé ljóst að ýmis fyrir- tæki sem séu að þjónusta skipin muni missa spón úr sínum aski ef þau muni ekki landa í bænum. Það sé mjög slæmt því fyrir skömmu hafi Eimskip ákveðið að hætta strandsiglingum, sem mun líka hafa áhrif á þjónustufyrirtækin við höfnina. „Við höfum lagt í mikinn kostn- að við uppbyggingu hafnarinnar. Fyrirhugað var að stækka bryggj- una enn frekar en þær áætlanir eru allar í uppnámi núna,“ segir Runólfur. „Það sem er alvarlegast í þessu öllu er fólksfækkunin. Við þolum hana mjög illa. Um leið og sjómönnunum var sagt upp hjá Þormóði ramma setti einn þeirra húsið sitt á sölu, sem sýnir hvað við erum berskjöldið fyrir svona áfalli. Vonandi er þetta tímabundið ástand - vonandi kemur rækjan aftur.“ Ætlar ekki að leggja árar í bát Það er ekki nóg með að verið sé að hætta rækjuveiðum og strandsigl- ingum heldur hefur loðnuveiði líka verið að minnka, sem Runólf- ur segir að hafi haft slæm áhrif því í bænum sé öflug loðnuverk- smiðja. „Þetta kemur allt í einu og kem- ur mjög illa við okkur. Ég skynja ákveðinn taugatitring á meðal fólks í bænum en við erum samt langt frá því að leggja árar í bát. Hér eru ýmsir vaxtarbroddar, til dæmis er Sparisjóðurinn orðinn mjög stór vinnustaður eftir að hann tók við bakvinnslu fyrir KB banka. Í húsnæði rækjuverksmiðj- unnar Póla er Þormóður rammi nú með frystigeymslu og fyrirtækið stefnir að því að setja upp fisk- markað þar. Við erum að gera okkur vonir um að fiskvinnsla muni aukast hér og að skip muni landa hér í auknum mæli.“ Runólfur segir að bæjarfull- trúar hafi fundað með nokkrum þingmönnum í vikunni þar sem farið var yfir atvinnuástandið. „Þetta var ágætur fundur. Við óskuðum eftir því að þeir myndu aðstoða okkur með ákveðna hluti. Sérstaklega teljum við mikilvægt að allar áætlanir með Héðinsfjarð- argöngin gangi eftir og á fundinum vorum við fullvissaðir um að áætl- anir myndu standast. Það á að bjóða þau út á næsta ári og hefja framkvæmdir árið 2006 og ljúka þeim 2009. Jarðgöngin eru náttúr- lega langstærsta málið fyrir okkur og við erum að gera okkur vonir um að það verði jafnvel hægt að flýta þessum framkvæmdum eitt- hvað en það er ekki ljóst hvort það er hægt. Það er lífsspursmál fyrir þennan bæ að þessi göng verði byggð. Bættari samgöngur eru for- senda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist. Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Það myndi þýða mikla hagræðingu fyrir sveitar- félögin öll á svæðinu og styrkja allar stoðir þeirra.“ Sú gagnrýni hefur heyrst að fá- sinna sé að byggja sex milljarða jarðgöng fyrir tæplega 1.500 íbúa á Siglufirði. Runólfur blæs á þessar gagnrýnisraddir. „Það er ekki verið að gera þetta fyrir 1.500 íbúa. Það er verið að gera landið byggilegra og styrkja Eyjafjarðarsvæðið. Ef þetta verð- ur ekki gert þá mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórn- völd ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins ver- ið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf.“ Óskýr skilaboð frá Þormóði ramma Þegar Þormóður rammi - Sæberg ákvað að hætta rækjuveiðum lagði Ólafur Kárason, formaður bæjar- ráðs Siglufjarðar, til að fundað yrði með forsætisráðherra um atvinnu- ástandið á Siglufirði. „Tilkynning fyrirtækisins um að hætta rækjuveiðum án nokkurra skýringa var þessleg að það mér fannst eins og við þyrftum að bregð- ast við því,“ segir Ólafur. „Þess vegna lagði ég til að við óskuðum eftir fundi með forsætisráðherra. Síðan komu skýringar frá fyrirtæk- inu. Það ætlar ekki að hætta að gera út skipin og auðvitað breytir það landslaginu svolítið. Ég tel því ekki jafn brýnt núna að funda með for- sætisráðherra og ég gerði þegar fréttirnar frá Þormóði ramma bár- ust fyrst. Hins vegar er alltaf gott að funda með forsætisráðherra. Mér finnst að það hefði mátt liggja fyrir fyrr hvað Þormóður rammi ætlaði að gera. Ef það hefði legið fyrir strax hefði verið hægt að koma í veg fyrir óþarfa taugaveikl- un út af atvinnuástandinu.“ 30 2. október 2004 LAUGARDAGUR Öll sund að lokast MIÐBÆR SIGLUFJARÐAR Íbúum á Siglufirði, þessari fyrrum miðstöð síldarútvegsins, hefur fækkað stöðugt undanfarin ár. Síðan árið 1997 hefur íbúum fækkað um 12 prósent. RUNÓLFUR BIRGISSON BÆJARSTJÓRI Runólfur segir Siglufjörð lítið bæjarfélag sem hafi orðið fyrir miklum áföllum undanfarið. Það alversta sé fólksfækkun undanfarinna ára. FORMAÐUR BÆJARRÁÐS Ólafur Kára- son segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Þormóður rammi - Sæberg skyldi hætta rækjuveiðum í bili. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bæjarstjóri Siglufjarðar segir atvinnuástandð óvenjuslæmt í bænum. Hann segir fólksfækkun það alversta sem nokkurt sveitarfélag geti gengið í gegnum. Verkalýðsfélagið Vaka hefur þungar áhyggjur og telur að grípa þurfi til aðgerða fyrir atvinnulífið ef ekki eigi öll sund að lokast. ALDURSDREIFING 0-5 ára (%) 6-15 ára (%) 16-66 ára (%) 67+ (%) Alls Siglufjörður 91 (6,3) 225 (15,6) 897 (62,4) 225 (15,6) 1.438 Landið allt 25.180 (8,7) 45.223 (15,6) 189.654 (65,3) 30.433 (10,5) 290.490 Heimild: Félagsmálaráðuneytið SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR Formaður verkalýðsfélagsins var áhyggjufull fyrir viku þegar fregnir bárust af því að rækjuveiðum yrði hætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.