Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 18
Kristinn Halldór Gunnarssonalþingismaður er í áðuróþekktri stöðu meðal þing- manna nú þegar hann hefur verið sviptur allri nefndasetu á vegum Framsóknarflokksins. Ástæðan er óþægð en hann hefur verið flokks- forystunni erfiður í taumi. Kristinn fæddist í Reykjavík í ágúst 1952 en fluttist ungur með foreldrum sínum til Edinborgar þar sem faðir hans nam verkfræði. Hann var stór og mikill strákur, dagfarsprúð- ur og ljúfur en fjör- mikill í leik eins og gengur. Foreldrar hans voru Auðbjörg Brynjólfsdóttir hús- móðir og Gunnar H. Kristinsson, sem framan af starfsæv- inni var verkfræð- ingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur en síðar hitaveitustjóri. Einn viðmælenda lýsti Kristni sem lifandi eftirmynd föður síns. Alsystkinin eru fimm og hálfbræðurnir tveir, m.a. Gunnar I. Birgisson alþingismað- ur. Kristinn stundaði íþróttir með Val, bæði fót- og hand- bolta. Þar var hann þekktur fyrir sín þrumuskot og höfðu elstu Hlíðarendamenn vart séð annað eins. Er þar komin skýringin á sleggjunafninu sem festist við hann. Hann tók stúdents- próf frá MR 1972 og lauk BS-prófi í stærð- fræði frá HÍ sjö árum síðar. Náms- valið kom ekki á óvart enda Krist- inn talnaglöggur með eindæmum. Hann fór til kennslu til Tá lknafjarðar 1973 en fluttist árið eftir til Bolungarvíkur og kynntist þar fyrri konu sinni, sem hann á með fjögur börn. Hann kenndi í nokkur ár vest- ra, á Sauðárkróki og í Reykjavík en starfaði síðar á skrifstofu byggingaverktaka í Bolungarvík og svo hjá bókhaldsskrifstofu konu sinnar þar í bæ. Árið 1982 hóf Kristinn afskipti af stjórnmálum þegar hann var kjörinn bæjarfulltrúi í Bolungar- vík og sat hann í bæjarstjórn í sextán ár. Fyrst var hann kjörinn fyrir Alþýðubandalagið en síðar fyrir Samstöðu, samtök um bæj- armál. Þrátt fyrir að vera af miklu sjálfstæðisfólki kominn kom ekki á óvart að hann skyldi v e l j a sér farveg til póli- tískra afskipta á vinstri vængnum enda sagður mikill félagshyggju- maður, nánast frá blautu barns- beini. Árið 1991 var Kristinn kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið og þar undi hann ágætlega við sinn hag allt til ársins 1998 þegar hann hætti í flokknum. Ástæðan var fyrirhuguð stofnun Samfylking- arinnar og þátttaka Alþýðubanda- lagsins í henni en honum leist illa á efnahagsstefnu nýja flokksins, sem hann taldi leiða til óstöðug- leika og verðbólgu. Starfaði hann utan flokka í nokkra mánuði en gekk svo í Framsóknarflokkinn. Þar var honum tekið opnum örm- um og fljótlega falin ábyrgðar- störf á borð við formennsku í þingflokknum. Kristinn býr að mikilli þing- reynslu og hefur setið í níu af tólf fastanefndum þingsins og nokkrum sérnefndum að auki. Þá hefur hann setið í framkvæmdastjórnum Al- þýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og einnig Landssambands ís- lenskra verslunarmanna en hann var formaður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur í ára- tug. Kristinn er oft þungur á brún og al- vörugefinn, hann hlær lítið og kemur öðrum sjaldan til að hlæja. Nokkrum við- mælendum bar saman um að hann hefði ekki mikinn húmor og einn vildi reyndar meina að hann væri hreinlega húmorslaus. Hann hleypir fólki helst ekki að sér og gerir sér ekki sérstakt far um að kynnast öðrum náið. Hann er varkár og á það til að vantreysta fólki í kringum sig. Vinir hans eru fáir en trygg- ir og búa flestir vestur á fjörð- um. Kristinn er klár og sam- viskusamur og fastheldinn á skoðanir sínar. Hann vill jafnan ráða för og stjór- na hvernig mál þróast. Kristinn á sér fá áhugamál utan stjórn- og þjóðmálanna en hefur gaman af tónlist, sérstaklega djasstónlist. Hann er mikill fjölskyldumaður og nýtir þær stundir sem gefast til að rækta þann garð. Staða Kristins H. Gunnarsson- ar innan Framsóknarflokksins og Alþingis er sérstök og erfið en mönnum bar saman um að ef ein- hver geti spilað sómasamlega úr svona stöðu þá sé það einmitt Kristinn H. Gunnarsson. ■ 2. október 2004 LAUGARDAGUR DAGBLAÐIÐ VÍSIR 222. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 ] VERÐ KR. 295 Lítil fjölskylda í Hafnarfirði stækkar Bls.63 D V -M Y N D H A R I Slær í gegn í Danmörku Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir stendur á tímamótum.Hún er nú einhleyp og einstæð móðir. Hún fer með eitt afstærri hlutverkunum í nýjustu þáttaröð framleiðendaEmmy-verðlaunaþáttanna Rejseholdet. Elva segist enguað síður alltaf verða Ungfrú Snæfells- og Hnappadals-sýsla. Enda með báða fætur á jörðinni. Bls. 32-33 Menningarverðlaunhafar í skýjunum Elva ÓskÁ tímamótum Þorvaldur Davíð kynþokkafyllstur Bls. 14-16 Lítil fjölskylda í Hafnarfirði stækkar Hver er merking lýðræðis? Það er forvitnilegt að sjá skýring- ar ríkisstjórnarflokkanna, sér- staklega formanna stjórnarflokk- anna, á því hvað felst í orðinu lýð- ræði. Eftir þeirra skilgreiningu virðist það vera lýðræði þegar tveir menn ákveða hver sé stefna Íslendinga í utanríkismálum. Ef horft er til þróunar sem orðið hef- ur á síðustu mánuðum í málefnum Íraks skynjar maður betur en áður hvers konar óheillaspor þessir formenn stjórnarflokkanna stigu er þeir lýstu því yfir að Ís- land væri í hópi hinna staðföstu ríkja. Eitt símtal milli forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra, allt frágengið, við samþykkjum að vera í hópi hinna staðföstu. Já, virðulegur núverandi forsætis- ráðherra var ekki lengi að sam- þykkja þessa ákvörðun. Ekki spurt um afstöðu þings eða þjóð- ar, ekki kölluð saman utanríkis- málanefnd, bara samþykkt si sona með einu vinasamtali. Svo segir virðulegur núverandi forsætisráðherra: við skulum ekki tala um liðna tíð heldur horfa fram á veginn. Já, horfa fram á veginn, en hvert skyldi sá vegur leiða þessa stíðshrjáðu þjóð? Allt í upplausn, karlar, konur og börn deyja í tuga tali vikulega. Er þetta sú framtíðarsýn sem þessir herr- ar skópu með staðfestu sinni? Ja, sveiattan. Þeir vilja ekki horfa til baka, ekki viðurkenna sín mistök, ekki bera ábyrgð á gjörðum sín- um. Vonandi kemur að því, þó seinna verði, að þessir blessuðu formenn fái maklega ráðningu fyrir ákvarðanir sínar. Hvað segja svo samflokksmenn þessara herra? Ekkert, þeir þegja þunnu hljóði. Það virðist ekki mega ræða þessa ákvörðun í þingflokkum framsóknar- og sjálfstæðismanna. Ég álít að ýmsir af þingmönnum stjórnarflokkanna mættu endur- meta eða skilgreina upp á nýtt hvað felst í orðinu lýðræði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. UMRÆÐAN JÓN KR. ÓSKARSSON SKRIFAR UM ÞÁTT ÍSLANDS Í ÍRAKSSTRÍÐINU MAÐUR VIKUNNAR Brúnaþungur baráttumaður KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR TE IK N IN G : H EL G I S IG . - H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.