Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 44
Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmað- ur hjá Ríkisútvarpinu, hefur undanfarin fimm ár rannsakað söngvaleiki barna. 350 börn og 146 fullorðnir hafa liðsinnt Unu sérstaklega og meðal annars hélt hún til Færeyja, Grænlands og Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um uppruna leikja. Þeir skipta tugum og jafnvelhundruðum, söngvaleikirnirsvokölluðu sem íslensk börn hafa leikið á skólalóðum og raunar hvar sem er í gegnum árin og ald- irnar. Þátttakendur eru ýmist tveir eða fleiri, stundum er bara sungið og klappað, stundum er líka hlaup- ið og næstum alltaf er hlegið. Una Margrét undi sér sjálf vel við slíka leiki á bernskuárunum og það kviknaði ljós þegar hún komst yfir plötu í safni Ríkisútvarpsins með amerískum söngvaleikjum. Í kjölfarið grennslaðist hún fyrir um hvað til væri af hljóðritunum ís- lenskra söngvaleikja en greip svo að segja í tómt. „Það var ekkert til í Ríkisútvarpinu en eitthvað í Árna- stofnun og reyndar talsvert af svokölluðum úrtöluromsum eins og Ugla sat á kvisti,“ segir Una. Hún hrósar árvekni Ameríkananna sem snemma áttuðu sig á að svona vit- neskja væri einhvers virði og eiga t.d. hljóðritanir frá 1935. Og fyrst að fjallið kemur ekki til Múhameðs þarf Múhameð að fara til fjallsins. „Mér finnst mikilvægt að halda þessum menningararfi til haga og þar sem það hafði ekki verið gert var ekki annað að gera en að ráðast í verkefnið. Ég vildi hljóðrita leikina, grennslast fyrir um uppruna þeirra og athuga hvað hefði bæst við frá því ég var barn.“ Fram, fram, fylking Una kleif þrítugan hamarinn í leit sinni að leikjum og upplýsingum og hitti mann og annan á leiðinni. „Ég útbjó krossapróf með fjölda leikja og lagði það fyrir 350 börn í grunn- skólum víða um land. Svo talaði ég við þau börn sem þekktu flesta leiki eða kunnu eitthvað sem ég hafði ekki heyrt af áður. Ég tók upp ótal hljóðdæmi, bæði á skólalóðun- um og hér í útvarpinu.“ Una talaði líka við fullorðið fólk og telst til að viðmælendur hennar sem komnir voru af bernskuskeiðinu hafi verið 146. „Þau samtöl voru sum hver mjög gagnleg og sýna að sumir leikjanna eiga sér langa sögu.“ Því til staðfestingar nefnir hún hinn kunna Fram, fram, fylking. „Hann virðist algjörlega ódrepandi. Ég held að öll börn kunni hann. Hann er aldargamall og það var Ari Jóns- son á Þverá sem samdi íslenska textann. Mér er ekki að fullu kunnugt hvenær það var en leikur- inn var orðinn vinsæll upp úr alda- mótunum 1900.“ Textinn í Fram, fram, fylking er á köflum nokkuð tyrfinn og vill fyrir vikið stundum misskiljast. Una kann sögur af því. „Stundum syngja börnin „vaskir, vaskir, vaskir menn“ í stað „vaki, vaki, vaskir menn“. Og faðir minn hélt á sínum æskuárum á Akranesi að í stað „voða ber að höndum“ ætti að segja „voða berar hendur“.“ Una hlær að misskilningum og seg- ir hann bara skemmtilegan. Við rannsóknir í Harlem Una fór út fyrir landsteinana í leit sinni að uppruna söngvaleikja og fékk meðal annars styrki frá Sumargjafarsjóði og Grænlands- sjóði til að heimsækja Færeyjar og Grænland. „Það var mikið ævintýri að koma til þessara landa og ég komst að því að sumir leikjanna sem leiknir eru hér eru líka til þar.“ Hún lét þó ekki staðar numið heldur fór líka til Bandaríkjanna enda hafði hún fregnað að þeldökk börn lékju oft söngvaleiki. „Ég heimsótti Harlem-hverfið í New York til að freista þess að finna hliðstæður íslenskra leikja.“ Fyrir misskilning og óheppni stóð skóla- hald ekki yfir í heimsborginni þegar Unu bar að garði og góð ráð dýr. „Ég stóð því á götum úti með upptökutæki og ávarpaði foreldra sem voru með börn á ferð og spurði hvort ég mætti tala við börnin um það sem ég var að rannsaka. Undir- tektirnar voru misjafnar, sumir leyfðu mér vart að klára setning- una og strunsuðu áfram en aðrir voru mjög almennilegir og leyfðu mér að tala við börnin. Mér til sárra vonbrigða fann ég nánast ekkert af leikjunum sem ég vonað- ist til að finna. Ákveðnir leikir eru hins vegar mjög vinsælir þar ytra en þeir virðast ekki hafa borist hingað.“ Bimbi rimbi rimbamm Meðal þess sem bæst hefur við ís- lenska söngvaleiki frá því að Una var ung eru svokallaðir klappleikir. „Slíkir leikir voru ekki komnir þegar ég var krakki,“ segir Una, sem í aðra röndina saknar þess því þeir eru margir hverjir bráð- skemmtilegir. „Dæmi um klapp- leiki er Einn sjómaður sem er til í mörgum útgáfum og sú vinsælasta er Einn sjómaður Hallgríms- kirkja.“ Leikurinn er þannig að um leið og sungið er er leikinn lát- bragðsleikur og leikendur ýmist halla sér, mynda grímu fyrir and- litinu eða taka sig kverkataki á meðan sungið er Hall-gríms-kirkja. „Þetta er bráðfyndinn orðaleikur og það eru til margar útfærslur af þessum leik,“ segir Una. Hann er ættaður utan úr heimi en henni er ekki kunnugt hver gerði íslensku útgáfuna. Kann höfundinum hins vegar bestu þakkir, „enda er text- inn mjög skemmtilegur“. Eins og gengur koma nýir leikir niður á vinsældum annarra eldri og sem dæmi um slíkt nefnir Una að Bimbi rimbi rimbamm sé ekki eins vinsæll nú og í hennar ungdómi. „Það kunna hann þó margir krakk- ar og leika hann af alveg sama ímyndunarafli og fjöri og áður fyrr,“ segir hún og heldur áfram: „Það er annars merkilegt með þann leik að hann er ekki til í Danmörku og ég hef ekki séð heimildir um hann annars staðar. Það gæti því verið að Bimbi rimbi rimbamm sé alíslensk smíð.“ Una vinnur nú að tólf þátta röð um söngvaleikina og verða þeir á dagskrá á sunnudögum á Rás 1 í vetur. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu og stefni á að skrifa bók um efnið. Mig vantar bara útgefanda,“ segir Una Margrét Jónsdóttir og raular Fram, fram, fylking fyrir munni sér, með upprunalega text- anum eftir Ara á Þverá. bjorn@frettabladid.is 32 2. október 2004 LAUGARDAGUR UNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Tólf þátta röð um söngvaleiki verður á dagskrá Rásar 1 í vetur EINN SJÓMAÐUR FÓR TIL HALL, HALL, HALL. Stúlkur í Ísaksskóla í vinsælum klappleik. FRAM, FRAM, FYLKING „Faðir minn hélt á sínum æskuárum á Akranesi að í stað „voða ber að höndum“ ætti að segja „voða berar hendur“.“ Bimbi rimbi rimbamm FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N - V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.