Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 62
50 2. október 2004 LAUGARDAGUR Í kvöld munu fimm hiphop hljóm- sveitir koma fram í Leikhúskjall- aranum. Þetta eru Ant Lew: Max- imum, Twisted Minds, Forgotten Lores, Kritikal Mazz og Angel Childs. „Þetta eru fyrstu tónleik- arnir sem við höldum en alls ekki þeir síðustu, eftir þessa tónleika fer allt í gang,“ segir Erling Egils- son eða Angel Childs eins og hann kýs að kalla sig. „Þetta verða rosalegir tónleikar því við verð- um allir uppi á sviði í einu mest- allan tímann. Einnig munu The Lobster Kid og Charley D vera með skemmtiatriði á milli atriða og þeir eru þekktir fyrir að halda uppi trylltri stemningu.“ Hljómsveitirnar mynda saman nýtt krú og kalla sig Smoketown Rockers. Undir því nafni eru einnig tvær nýjar útgáfur sem munu gefa út íslenska hiphop-tón- list. Hljómsveitirnar Ant Lew: Maximum, Angel Childs, Kritikal Mazz og Kalli mynda saman út- gáfuna New Plague og gefa út fyrstu plötuna í miðjum nóvem- ber. Þetta verður platan Thunder- ing með Ant Lew: Maximum. Margir ljá hljómsveitinni lið á plötunni og sá frægasti mun vera íslandsvinurinn Sage Francis sjálfur. „Slagorð okkar í New Plague er „spread the virus“ og gefur það til kynna hversu miklu við ætlum að dreifa af ferskri tónlist, ekki bara hérlendis heldur ætlum við einnig að sækja á erlendan mark- að,“ segir Erling. Hin útgáfan heit- ir Low Average og hana mynda Forgotten Lores og Twisted Minds. Strákarnir í Forgotten Lor- es eru að margra mati ein besta hiphop hljómsveit sem semja aðal- lega á íslensku og því spurning hversu heitir þeir eru fyrir erlendum markaði. Þó yrði það að sjálfsögðu ansi skemmtilegt ef íslenskt rapp næði vinsældum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Húsið opnar kl. hálfellefu og munu tónleikarnir byrja um hálf- tólf og standa langt fram á nótt. Aðgöngueyrir er 500 kr. eða 1000 kr. og þá fylgir með geisladiskur, sérútbúinn fyrir tónleikana. Strákarnir í Smoketown Rockers segjast, auk þess að leggja sitt að mörkum í að hefja íslenska hiphop menningu upp á hærra plan, einnig ætla að grúska eitt- hvað í myndlist, graffi og graf- ískri hönnun. Síðast en ekki síst munu nokkrar hljómsveitanna spila á komandi Airwaves-hátíð í október. hilda@frettabladid.is Árleg hausthátíð verður haldin á Keflavíkurflugvelli í dag milli ellefu að morgni til fjögur síð- degis, þar sem varnarliðsmenn bjóða Íslendingum að kynnast íbúum á Keflavíkurflugvelli, skoða þotur, þyrlur og annan búnað varnarliðsins. Hátíðin er að venju með karnival-sniði og fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins. „Þessi hátíð hefur verið í að minnsta kosti tuttugu ár,“ segir Friðþór Eydal. „Yfirleitt kemur hingað margt fólk, fyrst og fremst gestir af Suðurnesjum, en einnig frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haldið vor og haust til að lífga upp á tilveruna hérna. Svona hátíð gefur félagasamtök- um hérna líka tækifæri til að sýna hvað þau eru að gera og gefur þeim tækifæri til fjáröfl- unar. Samtök Filippseyinga í Bandaríkjaher hafa til dæmis verið með frægar matarveislur.“ Í boði verður fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna, tónlist, þrautir, leikir, hressing og sýningar af ýmsu tagi. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur og eru gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa ekki með sér hunda. ■ GLATT Á HJALLA Margt var um manninn á hausthátíð varnarliðsins fyrir ári síðan. SMOKETOWN ROCKERS Hópur sem ætlar að leggja sitt af mörkum í að hefja íslenska hiphop-tónlist upp á hærra plan. FIMM HIPHOP HLJÓMSVEITIR: TÓNLEIKAR OG NÝTT KRÚ Trylltir tónleikar í kvöld 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 átt, 6 karlfugl, 7 leyfist, 8 tveir eins, 9 hestur, 10 litlaus, 12 eins um t, 14 ábreiða, 15 sérhljóðar, 16 rykkorn, 17 reiðihljóð, 18 guðhrædd. Lóðrétt: 1 nöldur, 2 garg, 3 sólguð, 4 haldið í herkví, 5 renna, 9 hress, 11 fræull, 13 bíta laust, 14 á flíkum, 17 varðandi. Lausn. Lárétt: 1norður, 6ara,7má,8gg,9ess, 10grá, 12ntn,14lak,15ua,16ar, 17urr, 18fróm. Lóðrétt: 1nagg,2org,3ra,4umsátur, 5rás,9ern,11barr, 13nart, 14laf, 17um. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Þriðjudagur. Rússland. Þorlákur Árnason. Varnarliðið býður til hausthátíðar Ég var steindauður á brunaæf- ingunni á Reykjavíkurflugvelli síðustu helgi. Ég veit að þetta kemur mörgum á óvart, sérstak- lega þeim fjölmörgu sem tóku þátt í sjálfri æfingunni vegna þess að þeir urðu aldrei varir við mig en ég var einn af þeim sem lentu í þykjustunni í slysinu og fannst aldrei. Ég þeyttist úr úr flugvélinni (ég var ákaflega myndarlegur bissnesmaður um fertugt með þykkt svart hár og spékoppa), flaug einhverja fimm hundruð metra og lenti á milli tveggja þúfna, rétt við heita- vatnslækinn í Nauthólsvík. Þarna lá ég í fimm klukku- tíma, starði á puntstráin yfir mér, flugvélar lenda og fara í loftið, hlustaði á bíla keyra framhjá og eldra fólk með lík- amann á heilanum renna sér á línuskautum eftir göngustígn- um. Ég bar mig vel og hugsaði um þá sem ég hafði hjálpað í flugvélinni áður en hún hrapaði og gullfallega flugfreyju sem mér hafði tekist að hugga en ég samþykkti að taka þátt í æfing- unni með því skilyrði að ég hefði í þykjustunni verið hetja. Ég er ekkert pirraður yfir því að hafa ekki fundist og verið lát- inn liggja þarna í fimm klukku- stundir, ég er eiginlega bara feg- inn. Það er bara ágætt að vera látinn horfa á strá úti í móa og þykjast vera hetja. Ég mæli með því og mun á komandi vikum aug- lýsa námskeið þar sem fólki verður kennt að liggja milli þúfna. Ég mun skaffa þúfur og þykjustulíf en fólk er beðið um að koma með sinn eigin kaffi- brúsa. Þeir sem eru hins vegar al- vöru hetjur í mínum augum eru foreldar barnanna sem sótt var um undanþágu fyrir í kennara- verkfallinu. Ég veit lítið um þetta kennaraverkfall og launaseðill Rannveigu Richter er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir (vonandi nær hún sér í ríkan kall). En það breytir því ekki að ég tek hatt minn ofan fyrir þessum hópi for- eldra, ég tek höfuðið ofan þar sem ég ligg steindauður milli þúfna með takmarkað útsýni. ■ Þykjustuþúfur og hetjur ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON BAR SIG VEL ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA DAUÐUR HELGARPISTILLINN „Ég er ekkert pirraður yfir því að hafa ekki fundist og verið látinn liggja þarna í fimm klukkustundir.“ ■ Uppselt á Lisu Ekdalh Það tók ekki nema korter að selja miðana á tónleika sænsku gyðj- unnar Lisu Ekdalh sem fram fara í Austurbæ þann 10 október næst- komandi. Miðarnir voru til sölu í Bókabúð Máls og menningar og á midi.is. Lisa Ekdalh varð fræg á einni nóttu í heimalandinu þegar hún gaf út sína fyrstu plötu 1994 og lagið hennar Vem Vet fór rakleiðis í fyrsta sæti vinsælda- listanna. Platan seldist í hálfri milljón eintaka og færði Lisu þrenn sænsk tónlistarverðlaun. Rödd hennar þykir barnaleg en tónlist hennar bæði djassskotin og nostalgísk. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.