Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 22
Nokkur viðskipti hafa átt sér stað
með stofnbréf í Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis á síðustu dög-
um. Á fimmtudag byrjaði HF verð-
bréf að hafa milligöngu um sölu á
stofnbréfum.
Eigendum stofnfjár var tilkynnt
um þetta bréflega í vikunni og seg-
ir Halldór Friðrik Þorsteinsson hjá
HF verðbréfum að nokkur viðskipti
hafi þegar átt sér stað. Gengið í
þeim viðskiptum hefur verið fimm
sem er nokkuð lægra en KB banki
bauð þegar til stóð að sameina
SPRON og KB banka nú í vetur.
Viðskipti með stofnfé eru háð
samþykki stjórnar SPRON en
næsti stjórnarfundur verður í
næstu viku. Stjórnin hefur þegar
komist að þeirri niðurstöðu að við-
skipti með stofnfé á yfirverði séu
heimil og í tilkynningu frá stjórn-
inni í vikunni segir að hugmyndir
um markað með stofnfé hafi
þegar verið kynnt Fjármálaeftir-
litinu.
Að sögn Halldórs Friðriks er
markaður með stofnbréfin að
skapast og kauptilboð og sölutil-
boð að mætast. ■
HÖFUÐSTÖÐVAR SPRON Markaður með stofnbréf í SPRON er kominn af stað og hafa
nokkur kaup þegar átt sér stað.
Sala hafin á stofnfé
Þjóðhagsspá fjármálaráðu-
neytisins gerir ráð fyrir
miklum hagvexti fram til
ársins 2006. Viðskiptahallinn
nær einnig áður óþekktum
hæðum en að mati fjármála-
ráðherra er um „góðkynja“
viðskiptahalla að ræða. At-
vinnuleysi mun einnig
minnka.
Fjármálaráðu-
neytið gerir ráð
fyrir miklum
hagvexti á
næstu árum.
Gert er ráð fyrir
að hagvöxtur í
ár verði fimm
og hálft prósent
en fimm prósent
á næsta ári og
fjögur og hálft
árið 2006.
Ráðuneyt ið
gaf út nýja þjóð-
hagsspá í gær í tengslum við
kynningu á fjárlagafrumvarpi
næsta árs. Í þjóðhagsspánni segir
að hagvísar staðfesti fyrri spár
ráðuneytisins um að nýtt hagvaxt-
arskeið hafi hafist í fyrra. Þá var
hagvöxturinn um fjögur prósent.
Vegna stóriðjuframkvæmda er
gert ráð fyrir að viðskiptahallinn
verði mjög mikill á næstu árum
og nái hámarki árið 2006. Þá er
gert ráð fyrir að viðskiptahallinn
nemi þrettán og hálfu prósenti af
landsframleiðslu. Þetta er tölu-
vert meiri viðskiptahalli en árið
2000 þegar hann fór sem hæst.
Fram kom í máli Geirs H. Haarde
fjármálaráðherra á blaðamanna-
fundi í gær, að þessi viðskipta-
halli væri „góðkynja“ þar sem
hann stafaði af fjárfestingu sem
síðar muni skila útflutningstekj-
um. Um helming fyrirsjáanlegs
viðskiptahalla má rekja beint eða
óbeint til virkjanaframkvæmda
en aukin einkaneysla á einnig
sinn þátt í viðskipstahallanum.
Þrátt fyrir mikinn halla í við-
skiptum gerir fjármálaráðuneytið
ekki ráð fyrir að gengi krónunnar
veikist mjög á næstu árum.
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar,
skrifstofustjóra efnahagsskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins, gæti
hagvöxtur orðið meiri en spáð er
þar sem spár um vöxt einka-
neyslu séu hóflegar.
„Það er gert ráð fyrir að það
muni hægt draga úr vexti einka-
neyslu en innkoma bankanna á
lánamarkaði gæti viðhaldið þeim
vexti áfram og leitt til aukinnar
neyslu. Þetta er áhættuatriði.
Einkaneyslan gæti vaxið meira og
þá yrði hagvöxtur meiri en einnig
viðskiptahallinn og það gæti þá
haft í för með sér aukna verð-
bólgu,“ segir Bolli.
Ef einkaneyslan vex áfram
hratt hefur það í för með sér að
ríkisvaldið þarf að líkindum að
draga úr framkvæmdum frekar
en nú þegar hefur verið ákveðið.
Fjármálaráðherra segir að fram-
kvæmdir á næsta og þarnæsta ári
verði tveimur milljörðum minni
en áætlanir höfðu gert ráð fyrir
til þess að draga úr þensluáhrif-
um.
Atvinnuástand mun einnig
batna á næstu árum að mati fjár-
málaráðuneytisins. Gert er ráð
fyrir að það verði komið niður í
2,25 prósent árið 2006. ■
Nýhagfræðin
Hræringar í viðskiptalífinu hafa haldið áfram að
hækka verð hlutabréfa. Hrollur fór um marga, sem
muna fjörið á markaði í upphafi ársins 2000, þegar
bréf Straums, Burðaráss, Íslandsbanka og Lands-
bankans hækkuðu um tuttugu milljarða í kjölfar
stórviðskipta á miðvikudag. Menn fóru að rifja upp
tíma þegar fullyrðingar eins og að það væri
meiri áhætta að kaupa ekki hlutabréf í
Decode en að kaupa. Margir telja bóluein-
kenni á markaði. Sé gleðin að ná há-
punkti þessa dagana telja menn að
setning þessa tímabils sé fundin. Í
greiningu á kaupum Burðaráss á Kald-
baki segir í Viðskiptablaðinu: „Að fá
12 milljarða aukningu í eigið fé fyrir 16
milljarða er því mjög góð fjárfesting.“
Skemmtileg ný hagfræði ef maður yrði
nú viðskiptasnillingur af því að kaupa
hverjar tólf krónur sem eru falar fyrir
sextán.
Varnarmaður í fjarskiptin
Viðar Þorkelsson hefur tekið tímabundið við stari
forstjóra Og Vodafone. Viðar er ef til vill ekki enn
orðinn mjög þekktur sem viðskiptajöfur en hans
frægðarsól skein hátt á níunda áratugnum þegar
hann var ein helsta kjölfestan í stórliði Fram. Viðar
lék í stöðu vinstri bakvarðar og á að baki 26 lands-
leiki í knattspyrnu (og reyndar þrjá í körfu-
knattleik líka). Hann var ekki marksækinn
leikmaður. Hann skoraði hins vegar eitt
mikilvægasta mark í sögu Fram þegar hann
tryggði liðinu 3-2 sigur á Val í síðustu um-
ferð Íslandsmeistaramótsins árið 1990 og
þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þá hafði
Viðar leikið níutíu deildarleiki í röð án þess að
skora. Markið sem tryggði titilinn kom því úr
óvæntri átt. Nú á eftir að koma í ljós hvort
Viðar reynist sókndjarfari í viðskiptum en fót-
boltanum og hvort Viðar hyggist á stórsókn
með Og Vodafone eða láti sér nægja að verja
stöðuna.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.819
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 418
Velta: 1.422 milljónir
+0,45%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
22 2. október 2004 LAUGARDAGUR
Óskar Magnússon er hættur
sem forstjóri Og Vodafone í
kjölfar þess að nýir kjölfestu-
fjárfestar ráða þar för. Baug-
ur keypti í gær 10 prósent í
félaginu.
Óskar Magnússon hefur látið
af störfum sem forstjóri Og Voda-
fone. Viðar Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og rekstr-
arsviðs, tekur við starfi Óskars
tímabundið en Óskar verður stjórn
félagsins áfram til ráðuneytis eftir
því sem fram kemur í tilkynningu
frá félaginu.
„Á sínum tíma fór ég fyrir hópi
hluthafa sem átti um sjötíu prósent
af Íslandssíma þegar við sameinuð-
umst Halló, keyptum Tal og bjugg-
um til Og Vodafone. Þá töldum við
sjálfgefið að ég leiddi það fyrir-
tæki. Nú hefur skipst um þennan
hóp og kjölfestufjárfestarnir eru
aðrir. Þá tel ég bara sjálfgefið að
þeirra maður taki
við þessu og
þeirra stefnumót-
un fái sinn fram-
gang. Þetta er
gert í góðu sam-
komulagi. Ég
óskaði eftir þessu
og því var vel tek-
ið,“ segir Óskar
Magnússon
Í gær var
einnig tilkynnt
um kaup Baugs á um tíu prósenta
hlut í félaginu. „Við höfum mikla
trú á þessu félagi og það endur-
speglast í þessum kaupum,“ segir
Skarphéðinn Berg Steinarsson sem
er stjórnarformaður Og Vodafone
og framkvæmdastjóri hjá Baugi.
Norðurljós eiga fyrir um 35
prósent í Og Vodafone.
Skarphéðinn Berg segir að þrátt
fyrir tengsl fyrirtækjanna, en
Baugur á um þrjátíu prósent í
Norðurljósum, sé fráleitt að telja
að yfirtökuskylda hafi myndast. ■
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 51,50 +1,98% ... Bakkavör
27,50 -0,72% ... Burðarás 15,30 - ... Atorka 6,50 +18,18% ... HB Grandi
7,80 -2,50% ... Íslandsbanki 11,90 +0,55% ... KB banki 493,00 +0,61%
... Landsbankinn 13,60 -2,86% ... Marel 55,00 - ... Medcare 6,55 +0,77%
... Og fjarskipti 3,95 +9,12% ... Opin kerfi 25,70 - ... Samherji 13,30 -
1,48% ... Straumur 10,20 +2,00% ... Össur 92,00 +0,55%
Líftæknisjóðurinn 20,83%
Atorka 18,18%
AFL 13,46%
Landsbankinn -2,86%
HB Grandi -2,50%
Flugleiðir -2,22%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Hlutabréf héldu áfram að hækka í
gær. Úrvalsvísitalan endaði í
3.819 stigum. Bréf fjárfestingar-
félagsins Atorku hækkuðu um
rúm átján prósent. Bréf Atorku
hafa hækkað um 275 prósent frá
áramótum.
Aflaverðmæti nam 5,8 m.kr. í
júní samkvæmt tölum frá Hag-
stofunni sem birtar voru í morg-
un. Aflaverðmætið hefur nánast
staðið í stað frá sama mánuði í
fyrra.
Undirritaður hefur verið samning-
ur um kaup Húsasmiðjunnar á
rekstri KB Byggingavara í Borgar-
nesi. Stefnt er að því að afhend-
ing rekstrarins fari fram um miðj-
an október. Í kjölfarið mun Húsa-
smiðjan breyta verslun KB í Borg-
arnesi í Húsasmiðjuverslun.
Skipt um stjóra
ÓSKAR MAGN-
ÚSSON Fyrrum
forstjóri Og Voda-
fone.
GILDUR HAGVÖXTUR NÆSTU ÁR Að mati fjármálaráðuneytisins hófst hagvaxtarskeið í fyrra og verður með þeim öflugustu í sögunni
ef spár ná fram að ganga.
BOLLI ÞÓR
BOLLASON
Skrifstofustjóri
efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneyt-
isins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Mikill hagvöxtur og
viðskiptahalli